Jólamarkaður Lions

DalabyggðFréttir

Vegna fjölda áskoranna hefur Lionsklúbbur Búðardals ákveðið að hafa jólamarkað sinn opinn lengur en fyrr var auglýst. Jólamarkaður Lions verður í Leifsbúð föstudaginn 5. desember kl. 15 – 18 föstudaginn 12. desember kl. 15 – 18 Einnig er hægt að hafa samband við Lions og þá koma þeir með varninginn heim Þeir sem vilja fá Lions í heimsókn hafi samband …

Byggðastofnun – Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna

DalabyggðFréttir

Margt bendir til þess að ein helsta ástæða fólksfækkunar í brothættum byggðum liggi í einhæfu atvinnulífi og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Enginn vafi er á því að mati Byggðastofnunar að jafnréttismál í víðu samhengi eru meðal allra brýnustu byggðamála. Það er því eitt af markmiðum Byggðastofnunar að fjölga konum sem eru í viðskiptum …

Laus störf á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmenn í aðhlynningu og ræstingar. Um er að ræða bæði fastar stöður og í afleysingar. Ræstingar eru unnar í dagvinn, en aðhlynning er í vaktavinnu. Nánar upplýsingar veiti Jóna Helga Magnúsdóttir í síma 866 9915. Einnig er hægt að hafa samband á netfangið jona@fellsendi.is Fellsendi

Rafmagnslaust í Suðurdölum

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður í dag, fimmtudaginn 27. nóvember frá Álfheimum að Breiðabólsstað og Giljalandi kl. 13:30 – 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Jólatré við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 1. desember kl. 17:30 verður kveikt á ljósum jólatrésins við Auðarskóla. Jólasveinar hafa boðað komu sína á svæðið og að venju verður dansað og sungið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur.

Jólamarkaður Lionsklúbbs Búðardals

DalabyggðFréttir

Árleg sala Lionsfélaga á ýmsum jólavarningi verður með öðru sniði nú í ár. Jólamarkaður verður í Leifsbúð 28. nóvember – 1. desember. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á markaðinn geta haft samband við neðangreinda félaga og þá verður komið heim til viðkomandi. Ágóði af sölu Lions fer í góð málefni bæði hér í héraði og eins á …

Stéttarfélag Vesturlands – breytt viðvera

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður opin í næstu viku þriðjudaginn 2. desember í stað fimmtudags. Signý Jóhannesdóttir mun sjá um opnunina. Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands að Miðbraut 11, Búðardal er almennt opin annan hvorn fimmtudag kl. 9:30-12:30. Síminn í Búðardal er 430 0435. Aðalskrifstofa er á Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og er opin alla virka daga kl. 8:00 – 16:00. Síminn í …

Reisur Árna frá Geitastekk

DalabyggðFréttir

Í stað áður auglýstrar sögustundar um Kaupfélag Saurbæinga verður sagt frá Árna Magnússyni bónda frá Geitastekk í Hörðudal. Árið 1753, þá 27 ára gamall, fór Árni til Danmerkur og þaðan lá leið hans víða um heim. Hann fór meðal annars til Kína og var talinn víðförlastur Íslendinga á þeim tíma. Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna. Byggðasafn …

Viðurkenning fyrir umhverfismál

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 18. nóvember sl. fékk Svavar Garðarsson í Búðardal afhenta viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf á sviði umhverfismála í Dalabyggð. Í máli Jóhannesar H. Haukssonar oddvita kom fram að Svavar hafi haft frumkvæði að því að sveitarstjórn ráðstafar fjármagni árlega til sjálfboðavinnuverkefna og hafi sjálfur verið einstaklega duglegur að sækja í sjóðinn til ýmissa umhverfisverkefna í Búðardal. Ákvörðun …