Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Dómarar verða meðal annars Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna. Að gera rúllupyslu úr kindakjöti er gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppnin er haldin til að viðhalda og …
Skráning lögheimilis
Þjóðskrá Íslands gefur út íbúaskrá miðað við 1. desember ár hvert og því er mikilvægt að allir einstaklingar séu með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu. Allir þeir sem eiga eftir að tilkynna breytingu á lögheimili þurfa að gera það fyrir lok nóvember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrána. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 119. fundur
119. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 og hefst kl. 17:30. Dagskrá Almenn mál 1. 1409005 – Afhending viðurkenningar í tilefni dags náttúrunnar 2. 1410027 – Starfsemi Arion banka í Búðardal 3. 1411008 – Umferðaröryggi í Búðardal – bréf foreldrafélags Auðarskóla Fundargerðir til staðfestingar 4. 1410002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 150 5. 1410022 …
Folaldasýning
Hrossaræktarsamband Dalamanna stendur fyrir folaldasýningu í reiðhöllinni í Búðardal laugardaginn 15. nóvember og hefst sýningin kl. 11. Æskilegt er (en ekki nauðsynlegt) að folöld verði skráð fyrirfram í sýninguna hjá Sigurði á Vatni á netfangið siggijok@simnet.is. Þátttökugjald er ekkert. Hrossaræktendur og folaldaeigendur eru hvattir til að taka þátt og sýna folöld sín.
Glímumót í Dalabúð
Fyrsta umferð í meistaramótaröð Glímusambands Íslands fer fram í Dalabúð laugardaginn 15. nóvember og hefst keppni kl 13. Mótið er hluti af meistaramótaröð Glímusambands Íslands.Dalamenn eru hvattir til að fjölmenna og hvetja glímumenn frá Glímufélagi Dalasýslu. Glímusamband Íslands
Gerð styrkumsókna
Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum? Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og …
Raunfærnimat
Viltu fá starfsreynslu og vel leyst lífsverkefni metin til framhaldsskólaeininga?Raunfærnimat er fyrir þá sem hafa reynslu og þekkingu á ákveðnu sviði án þess að hafa viðurkenningu úr formlega skólakerfinu. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat fyrir – leikskólaliða – mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af vinnu með börnum. – félagsliða – mat og staðfesting á þekkingu og …
Norræni skjaladagurinn – Vesturfarar
Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með sýningu í tilefni norræna skjaladagsins sunnudaginn 9. nóvember frá kl. 14 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Yfirskrift skjaladagsins að þessu sinni er „Vesturfarar“. Fjallað verður um Dalamenn í Vesturheimi og áhersla lögð á fyrstu kynslóðina. Þegar farið er að skoða sögu vesturfaranna vakna upp margar spurningar. Hvers vegna var farið, hvers vegna ekki? Hverjir …
Stéttarfélag Vesturlands
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands að Miðbraut 11, Búðardal er opin annan hvorn fimmtudag kl. 9:30-12:30. Síminn í Búðardal er 430 0435. Í þessari viku verður þó opið miðvikudaginn 5. nóvember kl. 9:30-12:30. Fram að áramótum verður viðvera í Búðardal fimmtudaganna 20. nóvember, 4. desember og 18. desember. Aðalskrifstofa er á Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og er opin alla virka daga kl. …
Karlakórar á Laugum
Karlakórinn Kári og Karlakór Kjalnesinga halda tónleika í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal laugardaginn 8. nóvember kl. 16. Stjórnendur kóranna eru Hólmfríður Friðjónsdóttir og Örlygur Atli Guðmundsson. Enginn aðgangseyrir er á tónleikanna.