Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal, verður lokuð þriðjudaginn 29. ágúst nk. Hefðbundin opnun fimmtudaginn 31. ágúst nk.
Skimun fyrir krabbameini í Búðardal
Athugið vel hvert skal hringja til að panta tíma English & Polska: Skimanir Skimun fyrir brjóstakrabbameini verður 4.-5. september Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini Núna er …
Vinnufundur sveitarstjórnar 22.08.2023
Sveitarstjórn Dalabyggðar hélt vinnufund sinn að Vogi á Fellsströnd, þriðjudaginn 22. ágúst 2023. Meirihluti aðal- og varamanna mætti á fundinn ásamt starfsfólki skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst á yfirferð Haralds Reynissonar, endurskoðanda Dalabyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2024. Þá fór Björn Bjarki Þorsteinsson yfir stöðu ýmissa verkefna frá kosningum og vinnufundi sveitarstjórnar í fyrra og hvaða málum væri verið að …
Íbúðir til leigu í Bakkahvammi / Apartments for rent in Bakkahvammur
English below Opið er fyrir umsóknir um íbúðir að Bakkahvammi 15a-c, 370 Búðardal. Um er að ræða þrjár íbúðir, tvær eru 84,2fm og ein er 84,1. Samliggjandi stofa og eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymsla, þvottahús og anddyri. Leiguverð er 185.000 kr.- (fyrir utan hita og rafmagn) á íbúð a og c en 184.000 kr.- á íbúð b. Leiguverð er tengt …
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára
Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …
Skrifstofa Sýslumanns lokuð 17.08.2023
Skrifstofa fulltrúa Sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, fimmtudaginn 17. ágúst 2023.
Sumarbingó Héraðsbókasafnsins – skil á spjöldum 22. ágúst nk.
Í sumar stóð Héraðsbókasafn Dalasýslu fyrir lestrarátaki fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í formi sumarbingós. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar og bókasöfn standa reglulega fyrir lestrarátaki …
Breytingar á söfnun rúlluplasts
Nú er rúlluplastsöfnun ágústmánaðar að ljúka og því viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri er varða breytingar á söfnun Íslenska gámafélagsins á rúlluplasti. Frá og með hreinsun sem nú er að ljúka þarf svart plast að vera aðskilið frá öðru plast og baggað sér. Þá má ekki lengur setja plast í stórsekki heldur þarf að bagga rúlluplastið eða búa …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 236. fundur
FUNDARBOÐ 236. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 17. ágúst 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2304008 – Sælingsdalstunga 2. 2305018 – Verksamningar. 3. 2303008 – Fjallskil 2023 4. 2208004 – Vegamál Fundargerð 5. 2306001F – Byggðarráð Dalabyggðar – 310 6. 2306002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 311 7. 2307004F – Byggðarráð …
Nýliðunarstuðningur og þróunarverkefni búgreina
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Þeir einstaklingar geta sótt um stuðning sem uppfylla neðangreindar kröfur: a. Uppfylla skilyrði skv. 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. b. Eru á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi. …