Forvarnarhópur Dalabyggðar tekinn til starfa

DalabyggðFréttir

Líkt og fram kom í frétt þann 20.9.2024 var erindisbréf um stofnun forvarnarhóps Dalabyggðar samþykkt á 249. fundi sveitarstjórnar.

Hópinn skipa fulltrúi frá lögreglunni á Vesturlandi, heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), félagsþjónustu Dalabyggðar, Auðarskóla, auk fulltrúa frá íþrótta- og tómstundastarfi Dalabyggðar.

Hópurinn hefur formlega tekið til starfa og er farin af stað vinna við gerð forvarnarstefnu Dalabyggðar fyrir árin 2025 – 2027.

Fulltrúar hópsins eru Jón Arnar Sigurþórsson rannsóknarlögreglumaður, Þórunn Björk Einarsdóttir  yfirhjúkrunarfræðingur HVE í Búðardal, Jóna Björg Guðmundsdóttir verkefnastjóri fjölskyldumála hjá Dalabyggð, Guðbjörg Lóa Þorgrímsdóttir deildarstjóri Auðarskóla, Guðrún Blöndal formaður íþróttafélagsins Undra og Kristján Elvar Meldal frá Skátafélaginu Stíganda.

Fyrir ábendingar eða nánari upplýsingar er velkomið að hafa samband við Jónu Björg í gegnum netfangið jona@dalir.is eða í síma 430 4700.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei