Alþingiskosningar – viðmiðunardagur kjörskrár

DalabyggðFréttir

Viðmiðunardagur kjörskrár er klukkan 12 á hádegi 29. október. Viðmunardagur kjörskrár segir til um hvar kjósendur eru skráðir á kjörskrá og þá hvar þeir eiga að kjósa. Ef kjósandi flytur lögheimili sitt eftir þann tíma er hann enn á kjörskrá miðað við fyrra heimilisfang. Tilkynning um nýtt lögheimili þarf að hafa borist Þjóðskrá fyrir klukkan 12 á hádegi 29. október. …

Takk fyrir komuna á íbúafund

DalabyggðFréttir

Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri DalaAuðs þakkar öllum þeim sem komu á vel heppnaðan íbúafund DalaAuðs árið 2024. Sérstakar þakkir fá styrkþegar sem sýndu og sögðu frá sínum verkefnum á fundinum. Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til MS sem styrkti viðburðinn með ostasmakki og til Dalakots fyrir glæsilegar kaffiveitingar á viðburðinum. Verkefnisstjórn mun taka niðurstöður umræðna sem voru á fundinum …

Dagskrá íbúafundar DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar! Verið hjartanlega velkomin á íbúafund DalaAuðs 2024! Dagskráin verður bæði fróðleg og skemmtileg í ár. Fundurinn verður opnaður með borðkynningum ýmissa aðila sem fengið hafa styrk úr DalaAuði og lýkur fundinum svo á tveimur kynningum en Inginbjörg Þóranna Steinudóttir mun segja okkur frá Ullarvinnslu í Dölum og Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir mun segja okkur frá geitaostunum frá Fagradal. …

Breyting á sorphirðu – dreifing nýrra íláta

Kristján IngiFréttir

Fyrirhuguð er breyting á sorphirðu frá heimilum í takt við breytt lög um úrgangsmál. Breytingin fellst í aðgreiningu á þeim úrgangsflokkum sem fara í „græntunnuna“ í dag. Sitt hvort ílátið verður fyrir annars vegar pappír og pappa og hins vegar plast. Málmumbúðum fara ekki lengur í ílát heim við hús. Hægt verður að losa sig við þær ásamt glerumbúðum og …

Dalabyggð greiðir þátttöku á Mannamót 2025

DalabyggðFréttir

Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2025 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá. Þann 16. janúar 2025 er komið að hinni árlegu ferðakaupstefnu Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem fram fer í Kórnum í Kópavogi frá klukkan 12 til 17. Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og …

Aukið við akstur fyrir framhaldsskólanema (Leið 65) – haustönn 2024

DalabyggðFréttir

Áfram heldur tilraunaverkefni vegna aksturs milli Búðardals og Borgarness þar sem megin áhersla er að bjóða framhaldskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Ferðirnar eru öllum opnar en hafa þarf sérstaklega samband við skrifstofu Auðarskóla ef nýta á ferð.  Ákveðið hefur verið að fjölga ferðum, núna verður einnig keyrt í og úr Borgarnesi seinni part á …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 250. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 250. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 17. október 2024 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2410010 – Brothættar byggðir – DalaAuður 2. 2402003 – Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga 3. 2312007 – Ólafsdalur – breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi 4. 2110026 – Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík 5. 2409033 – …

Laus störf: Þroskaþjálfi og stuðningsfulltrúar

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúum. Leitað er eftir metnaðarfullum, jákvæðum og drífandi starfsfólki með þekkingu, reynslu og áhuga á gæða skólastarfi. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal. Nemendur grunnskólans eru 70 talsins og rúmlega tuttugu í leikskóla. Tæpur helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Þroskaþjálfi 100% – 1 staða Menntunar- …

Bólusetning gegn Influensu og Covid-19

DalabyggðFréttir

Taka má báðar bólusetningarnar samtímis Bólusett verður eftirfarandi daga: Þriðjudagur 15. október í Búðardal Miðvikudagur 23. október á Reykhólum og í Búðardal ATH. að panta þarf tíma í bólusetningar í síma 432 1450 Þau sem ekki komast á uppgefnum dagsetningum vinsamlegast hafið einnig samband við heilsugæsluna og við finnum tíma. Inflúensubólusetning – Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: …

Uppskerustund sumarbókabingós og nýjar bækur

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu stóð fyrir lestrarátaki yfir sumarið í þriðja sinn. Gefin voru út þrjú bingó-spjöld fyrir mismunandi aldur þ.e. 5-7 ára, 8-9 ára og 10-12 ára. Þátttakendur sóttu spjöldin á bókasafnið fyrir sumarlokun en á hverju spjaldi voru nokkrir reitir sem lýstu aðstæðum eða athöfn sem átti að framkvæma á meðan lestri stóð. Mánudaginn 7. október sl. var svo þátttakendum …