Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2025 verða 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 10. …

Breyttur opnunartími skrifstofu Dalabyggðar 2025

DalabyggðFréttir

Vegna styttingu vinnuviku verður opnunartíma skrifstofu Dalabyggðar breytt frá og með 1. janúar 2025. Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar verður eftirfarandi:  10:00 – 13:00 á mánudögum 09:00 – 13:00 þriðjudaga – fimmtudaga 09:00 – 12:00 á föstudögum Við bendum á að alltaf er hægt að senda póst á dalir@dalir.is og verður erindum svarað svo fljótt sem auðið er.  Einnig má finna netföng …

Frumkvæðissjóður DalaAuðs – opið fyrir umsóknir til 20. janúar

SveitarstjóriFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs og hægt verður að senda inn umsóknir til hádegis 20. janúar 2025. Ef þú ert með hugmynd að félagsstarfi, menningarviðburði, skemmtilegri nýjung í atvinnulífi eða annarri nýsköpun þá er líklegt að hún eigi erindi. Það er alltaf hægt að hitta verkefnisstjóra og viðra hugmyndir eða fá aðstoð við umsóknir og hvet ég ykkur …

Jólakveðja frá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óska íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Þar sem margir rauðir dagar hitta á miðja viku þetta árið verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð sem hér segir:  Þriðjudaginn 24. desember – Aðfangadag Miðvikudaginn 25. desember – Jóladag Fimmtudaginn 26. desember – Annan í jólum Þriðjudaginn 31. desember – Gamlársdag Miðvikudaginn 1. janúar – Nýársdag Þess utan er skrifstofan opin frá kl. 09:00 – 13:00 mánudaga til föstudaga út árið …

Jólakveðja sveitarstjóra

SveitarstjóriFréttir

Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Nú þegar jólahátíðin er í þann veginn að ganga í garð og árið senn á enda þá langar mig til að stikla á stóru varðandi það sem helst hefur verið á döfinni á vettvangi Dalabyggðar á árinu 2024 og eins að koma aðeins inn á það sem er í farvatninu hjá …

Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í Dalabyggð árin 2025 til 2028

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2025-2028 var lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn og samþykkt einróma fimmtudaginn 17. desember 2024. Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar (A og B hluta) árið 2025 er jákvæð um 224,6 milljónir króna og þar tekið tillit til uppgjörs á sölu á Laugum í Sælingsdal. Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 37,5 …

Opnunartími bókasafns yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Síðustu opnunardaga bókasafnsins fyrir jól/áramót eru í dag, þriðjudaginn 17. desember og á fimmtudaginn 19. desember. Næsti opnunardagur verður svo fimmtudaginn 2. janúar 2025 Það er því um að gera að koma í vikunni og næla sér í hátíðar-lesefni. Gleðileg bókajól!