Verkefnið DalaAuður framlengt um ár

DalabyggðFréttir

DalaAuður hófst árið 2022 og er núverandi samningur í gildi til lok árs 2025. Sveitarstjórn Dalabyggðar óskaði eftir áframhaldandi samstarfs vegna verkefnisins fyrir áramót og hefur Byggðastofnun ákveðið að framlengja verkefnið um eitt ár eða til ársloka 2026. DalaAuði er ætlað að veita byggðalaginu innspýtingu, með því að hvetja til nýsköpunar í Dalabyggð og efla frumkvæði íbúa í samfélagslegum verkefnum. …

Laust starf við Auðarskóla: Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast

DalabyggðFréttir

Auðarskóli leitar að leikskólakennara til starfa. Ertu jákvæður og skapandi og vilt vinna með leikskólabörnum? Auðarskóli er samrekin leik-, grunn- og tónlistarskóli. Skólinn er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á skólaþróun, fagmennsku og skapandi leikskólastarf í anda menntastefnu Dalabyggðar. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Helstu verkefni og ábyrgð: …

Byggðasafn Dalamanna – greining ljósmynda

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna verður með opið hús í fundarsal um greiningar ljósmynda föstudaginn 7. mars kl. 13:30. Farið verður yfir fjölbreytt úrval ógreindra ljósmynda hjá safninu og hvernig nýta má Sarp. Allir áhugasamir eru velkomnir.

Ný sýning á bókasafni: Vélmenni

DalabyggðFréttir

Upp er komin glæ ný sýning í bókasafninu. Þar má sjá hvorki meira né minna en vélmenni í hinum ýmsum útfærslum sem nemendur yngsta stigs Auðarskóla hönnuðu og bjuggu til. Sýningin er einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Hvetjum við íbúa sem fyrr til að líta við.

Úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs 2025

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 27. febrúar var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs í fjórða sinn. Viðburðurinn var haldinn á vinnustofu Guðrúnar Jóhannsdóttur á Stóra Múla að þessu sinni. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Til úthlutunar voru 19.250.000 krónur og fengu 30 verkefni styrk. Það er gífurlega ánægjulegt að sjá hve mikil gróska er í Dalabyggð. Verkefnin sem hlutu styrk …

Þingflokkur Viðreisnar heimsótti Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Svokölluð kjördæmavika stendur nú yfir, en slíkar vikur eru haldnar svo þingmenn og ráðherrar geti farið um kjördæmi sín og hitt þar sveitarstjórnir, heimsótt fyrirtæki og kjósendur. Á meðan kjördæmavika gengur yfir eru engin þingfundir á Alþingi, næsti þingfundur er á dagskrá 3. mars. Þessir dagar eru hverjum þingmanni, landshluta og sveitarfélagið mikilvægir. Þingflokkur Viðreisnar er á ferð um Norðvesturkjördæmi …

Hvar er Lalli?

SafnamálFréttir

Í anddyri stjórnsýsluhússins er nú komin ný ljósmyndasýning, „Hvar er Lalli?„ Er þetta sýnishorn af ferðamyndum Lárusar Magnússonar í Tjaldanesi um landið, flestar teknar á bilinu 1960-1980 .   Stór hluti af myndasafni Lárusar er kominn í Sarp. Athugasemdir og viðbætur í greiningum eru alltaf vel þegnar. Svart hvítar myndir Skyggnusafn Litmyndir

Beiðni sveitarstjórna á Vesturlandi um neyðarfund og skipan viðbragðshóps

DalabyggðFréttir

Fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi sendu í gær þann 20. febrúar, erindi til forsætisráðherra með ákalli til ríkisstjórnar um neyðarfund og skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir í vegamálum. Hættustigi var lýst yfir á Vesturlandi þann 13. febrúar sl. vegna bikblæðinga. Stórfelldar bikblæðingar bættust þannig við afar bágborið ástanda á mörgum vegköflum í landshlutanum. Hefur ástandið m.a. verið tilkynnt til Almannavarnanefndar Vesturlands …

Örsýning í samstarfi við Tröllaklett – Víkingabúningar og skart

DalabyggðFréttir

Upp er komin ný örsýning á bókasafninu. Um er að ræða víkingabúninga og skart, allt hannað, saumað og búið til af nemendum Tröllakletts. Aðstoðarmanneskja Anna S.Kotschew. Við hvetjum íbúa nú sem fyrr til að kíkja. Minnum einnig á að bókasafnskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu er íbúum að kostnaðarlausu.