Tilnefning: Dalamaður ársins 2024

DalabyggðFréttir

Í tilefni af 30 ára afmæli Dalabyggðar þann 11. júní nk. hefur verið ákveðið að standa fyrir tilnefningu um Dalamann ársins 2024 og tilkynna um niðurstöðuna á hátíðarhöldum þann 17. júní þar sem afmæli sveitarfélagsins verður einnig fagnað. Hérna neðst í fréttinni má finna rafrænt eyðublað þar sem eru tvær spurningar sem þarf að svara til að atkvæðið sé tekið gilt. …

Okkar vantar flokksstjóra á vettvangi !

SveitarstjóriFréttir

Eins og kunnugt er þá hefst vinnuskóli Dalabyggðar þetta sumarið þann 10. júní n.k. og er stefnan að starfrækja hann í allt að 7 vikur í sumar. Sökum aðstæðna þá óskum við eftir starfsmanni í starf flokksstjóra á vettvangi sem starfa myndi undir handleiðslu hennar Sigríðar okkar Jónsdóttur sem verið hefur umsjónarmaður Vinnuskólans undanfarin ár. Fyrirvarinn er stuttur en engu …

Umræðufundur atvinnumálanefndar um forgangsröðun vegaframkvæmda

DalabyggðFréttir

Fyrir um ári síðan, eða í júní 2023 var gefin út skýrslan „Forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð“ sem unnin var af atvinnumálanefnd Dalabyggðar. Markmiðið með gerð forgangsröðunar var að setja fram raunhæfa áætlun um vegaframkvæmdir í Dalabyggð. Um er að ræða skýrslu sem telur yfir tuttugu blaðsíður þar sem farið er yfir yfirstandandi framkvæmdir og svo forgangsröðun á stofnvegum, tengivegum …

Menntastefna Dalabyggðar samþykkt og birt

DalabyggðFréttir

Menntastefna Dalabyggðar til ársins 2029 hefur verið samþykkt og er nú birt á heimasíðu Auðarskóla og sveitarfélagsins. Stefnan er afrakstur samstarfs fræðslunefndar, skólasamfélagsins, íbúa og skólaráðgjafar Ásgarðs ehf. Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu og eftirsóknarverðu skóla- og tómstundastarfi þar sem forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt náms- og starfsumhverfi fyrir öll börn og nemendur Dalabyggðar. Menntastefnunni …

Photo by Gylfi Gylfason: https://www.pexels.com/photo/waving-flag-of-iceland-5833990/

Forsetakosningar 2024

DalabyggðFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna forsetakosninga verður í félagsheimilinu Dalabúð laugardaginn 1. júní 2024. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga liggur frammi til kjördags á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, alla virka daga kl. 9:00 – 13:00. Einnig geta kjósendur séð á heimasíðu Þjóðskrár …

Íbúð laus til leigu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar til leigu við Bakkahvamm 8C í Búðardal. Um er að ræða eina þriggja herbergja, 75 m² íbúð í raðhúsi á einni hæð. Markmið Brák íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að …

Frístundastyrkur hækkaður fyrir vorönn 2024

DalabyggðFréttir

Við uppgjör á frístundastyrk vor 2024 var ákveðið að hækka styrkinn um 5.000kr.- á hvert barn sem sótt var um fyrir.  Byggðarráð staðfesti þessa ákvörðun á fundi sínum 23. maí sl.  Reglur um frístundastyrk gera ráð fyrir að greitt sé tvisvar á ári, allt að 10.000kr.-  fyrir vorönn og allt að 10.000kr.- fyrir haustönn.  Vegna hækkunar verður frístundastyrkur vorið 2024 …

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

DalabyggðFréttir

Forsetakjör verður laugardaginn 1. júní nk. Atkvæðagreiðsla utankjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum: Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Kirkjubraut 28, 2. hæð Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00:00 til 15:00 og kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00:00 til 15:00 og kl. 09:00 til …

Vekjum athygli á lausum störfum á Silfurtúni !

SveitarstjóriFréttir

Hjúkrunarheimilið Silfurtún – HVE Búðardal Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 50-100% og er ákveðið með deildarstjóra Silfurtúns Helstu verkefni og ábyrgð Almennur starfsmaður ber ábyrgð á að veita skjólstæðingum sínum umönnun og hjúkrun í samræmi við markmið og stefnu hjúkrunar hjá stofnuninni. Almennur starfsmaður ber ábyrgð á störfum sínum í samræmi við lög nr. 34/2012 um …

Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024

DalabyggðFréttir

Farsældardagur Vesturlands var haldinn í Borgarnesi í gær. Fjölmennt var á deginum og voru fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á Vesturlandi saman komin og var markmið dagsins að styrkja bæði þekkingu og tengslanet þeirra aðila sem koma að farsældarþjónustu barna og ungmenna á Vesturlandi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra setti daginn og skrifað var undir samkomulag við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um …