Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skoravíkur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Skoravíkur í heild sinni. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss ásamt gestahúsum og þjónustubyggingum til að hýsa tæki og annað sem tengist starfsemi á jörðinni. Deiliskipulagstillagan er til kynningar í skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is/issues/2024/1313 með …
Guðný Erna Bjarnadóttir ráðin Lýðheilsufulltrúi Dalabyggðar
Dalabyggð hefur ráðið Guðnýju Ernu Bjarnadóttur sem lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins. Guðný Erna hefur undanfarin fimm ár búið og starfað í Noregi, þar sem hún vann við neyðarvistun fyrir ungmenni og neyðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma. Hún hefur einnig starfað sem íþróttafræðingur á Heilsustofnun í Hveragerði og sem sundþjálfari. Guðný Erna er með B.Sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá …
Kynning á fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025-2028
Þriðjudaginn 3. desember verða haldnir tveir opnir fundir í Nýsköpunarsetrinu (Miðbraut 11 í Búðardal, jarðhæð) til kynningar á fjárhagsáætlun Dalabyggðar til að gefa sem flestum íbúum tækifæri á að mæta. Fyrri fundurinn verður kl. 17:00 og sá seinni kl. 20:00 Dagskrá beggja funda: Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025 – 2028 Heitt á könnunni og íbúar hvattir til að mæta.
Jólaaðstoð – umsókn
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir vegna jólaaðstoðar, í ár verður boðið upp á bónus kort, vinsamlegast sendið tölvupóst á snaevara@kirkjan.is Til að sækja um þarf að senda tölvupóst með með fjölda heimilismeðlima og aðeins um aðstæður ykkar, fullum trúnaði er heitið. Úthlutun verður 6. desember. – Snævar prestur
Forvarnarhópur Dalabyggðar tekinn til starfa
Líkt og fram kom í frétt þann 20.9.2024 var erindisbréf um stofnun forvarnarhóps Dalabyggðar samþykkt á 249. fundi sveitarstjórnar. Hópinn skipa fulltrúi frá lögreglunni á Vesturlandi, heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), félagsþjónustu Dalabyggðar, Auðarskóla, auk fulltrúa frá íþrótta- og tómstundastarfi Dalabyggðar. Hópurinn hefur formlega tekið til starfa og er farin af stað vinna við gerð forvarnarstefnu Dalabyggðar fyrir árin 2025 – 2027. …
Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfi
Rafmagnslaust verður frá Hrappsstöðum að Sólheimum þann 27.11.2024 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Sorphirða – staða á dreifingu íláta og hirðingu
Í byrjun nóvembermánaðar fengu heimili í dreifbýli sunnan Búðardals nýja tunnu fyrir plastúrgang og eiga að vera byrjuð að aðgreina plast og pappa/pappír í sitt hvort ílátið. Um síðustu helgi var tunnum fyrir plast dreift á langflest heimili vestan Búðardals. Vinnu við dreifingu á nýjum tunnum verður haldið áfram í vikunni og mun ljúka í Búðardal samhliða hirðingu á grænu …
Uppáhaldsjólavættur Dalamanna 2024
Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu standa fyrir kosningu um uppáhaldsjólavætt Dalamanna 2024 laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 18:00 á jarðhæð stjórnsýsluhússins. Kjörskrá Á kjörskrá eru allir Dalamenn óháð aldri, kyni, búsetu, trúarbrögðum og öðrum duttlungum. Kosningareglur Hver kjósandi má eingöngu kjósa einu sinni Kjósa má allt að þrjá jólavætti Kjósendur mega hafa ritara sér til aðstoðar Áróður á kjörstað …
Alþingiskosningar 2024
Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga verður laugardaginn 30. nóvember 2024 í Stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11 í Búðardal. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Aðstoðarmaður má …
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Alþingiskosningar verða haldnar 30. nóvember 2024 og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Dalabyggð fer fram í afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi að Miðbraut 11 í Búðardal, 2. hæð. Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem hér segir: Fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 09:00 – 14:00 Mánudaginn 25. nóvember frá kl. 09:00 – 13:00 (athugið að þennan dag …