Glókollur – styrkir á sviði háskólamála, iðnaðar, nýsköpunar, rannsókna og vísinda, hugverkaréttinda, fjarskipta og netöryggis

DalabyggðFréttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur komið á fót styrkjum til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðuneytisins. Styrkirnir verða veittir tvisvar sinnum á ári, vor og haust, en opið er fyrir umsóknir allt árið. Styrkupphæð getur numið allt að einni milljón króna fyrir hvert verkefni. Þetta eru smæstu styrkirnir sem formlega er úthlutað á vegum ráðuneytisins og því …

Opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir í Afurð (www.afurd.is) fyrir jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári. Umsóknum skal skilað eigi síðar en mánudaginn 3. október nk. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Við hvetjum því bændur til þess að skrá sínar upplýsingar sem allra fyrst. Skrá þarf upplýsingar um ræktun og uppskeru ásamt notkun tilbúins- og búfjáráburðar. Vantið þig aðstoð, skaltu hafa samband …

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Skemmd á ærslabelg

DalabyggðFréttir

Þeir leiðinlegu atburðir áttu sér stað að skemmd er komin í ærslabelginn í Búðardal. Unnið verður að viðgerðum og tilkynnt þegar hann er kominn í lag. Á meðan verður ekkert loft í belgnum og viljum við biðja íbúa um að gæta að því að ekki sé verið að fara á hann. Ærslabelgir eiga að endast vel og lengi ef rétt …

Námskeið í tæknilæsi fyrir 60+

DalabyggðFréttir

Námskeiðin, sem kostuð eru af félags- og vinnumálaráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta er liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis hjá fólki sextíu ára og eldra um allt land. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu og skilning á: Rafrænum skilríkjum og notkun þeirra Heimabanka og stafrænum viðskiptum Netöryggi Samfélagsmiðlum og efnisveitum Notkun tölvupósts, forrita, smáforrita og netleitar …

Heitavatnslaust 24.-25. ágúst

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður í Dalabyggð miðvikudaginn 24. ágúst 2022 frá kl 22:00 til kl 03:00 fimmtudaginn 25. ágúst 2022. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

DalaAuður, íbúafundur

SveitarstjóriFréttir

Ég minni á íbúafundinn í Dalabúð þriðjudaginn 23. ágúst um DalaAuði, verkefni í tengslum við samstarf okkar við SSV og Byggðastofnun í tengsæum við verkefnið Brothættar byggðir. Fundurinn er áætlaður frá kl. 18:00 til kl. 20:30, súpa og brauð verður í boði fyrir fundarmenn um kl. 19:00. Ég hvet íbúa og velunnara Dalabyggðar til að mæta og láta sig málefnið …

Kveðja til íbúa Húnabyggðar

SveitarstjóriFréttir

Kæra sveitarstjórn og íbúar Húnabyggðar, Fyrir hönd íbúa Dalabyggðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna þess harmleiks sem átti sér stað á Blönduósi aðfararnótt sunnudagsins 21. ágúst s.l.. Hugur okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna. F.h. sveitarstjórnar Dalabyggðar, Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri