Aukið við akstur fyrir framhaldsskólanema (Leið 65) – haustönn 2024

DalabyggðFréttir

Áfram heldur tilraunaverkefni vegna aksturs milli Búðardals og Borgarness þar sem megin áhersla er að bjóða framhaldskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Ferðirnar eru öllum opnar en hafa þarf sérstaklega samband við skrifstofu Auðarskóla ef nýta á ferð.  Ákveðið hefur verið að fjölga ferðum, núna verður einnig keyrt í og úr Borgarnesi seinni part á …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 250. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 250. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 17. október 2024 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2410010 – Brothættar byggðir – DalaAuður 2. 2402003 – Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga 3. 2312007 – Ólafsdalur – breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi 4. 2110026 – Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík 5. 2409033 – …

Laus störf: Þroskaþjálfi og stuðningsfulltrúar

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúum. Leitað er eftir metnaðarfullum, jákvæðum og drífandi starfsfólki með þekkingu, reynslu og áhuga á gæða skólastarfi. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal. Nemendur grunnskólans eru 70 talsins og rúmlega tuttugu í leikskóla. Tæpur helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Þroskaþjálfi 100% – 1 staða Menntunar- …

Bólusetning gegn Influensu og Covid-19

DalabyggðFréttir

Taka má báðar bólusetningarnar samtímis Bólusett verður eftirfarandi daga: Þriðjudagur 15. október í Búðardal Miðvikudagur 23. október á Reykhólum og í Búðardal ATH. að panta þarf tíma í bólusetningar í síma 432 1450 Þau sem ekki komast á uppgefnum dagsetningum vinsamlegast hafið einnig samband við heilsugæsluna og við finnum tíma. Inflúensubólusetning – Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: …

Uppskerustund sumarbókabingós og nýjar bækur

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu stóð fyrir lestrarátaki yfir sumarið í þriðja sinn. Gefin voru út þrjú bingó-spjöld fyrir mismunandi aldur þ.e. 5-7 ára, 8-9 ára og 10-12 ára. Þátttakendur sóttu spjöldin á bókasafnið fyrir sumarlokun en á hverju spjaldi voru nokkrir reitir sem lýstu aðstæðum eða athöfn sem átti að framkvæma á meðan lestri stóð. Mánudaginn 7. október sl. var svo þátttakendum …

Íbúafundur 17. október – birting fundargagna

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar! Nú er komið að ykkur! Næsti íbúafundur DalaAuðs verður haldinn í Dalabúð fimmtudaginn 17. október n.k. Dagskrá fundar verður birt á næstu dögum. Á fundinum verður m.a. haldin vinnustofa íbúa þar sem við setjum okkur markmið fyrir næsta ár en árið 2025 er síðasta verkefnisár DalaAuðs. Núna er tækifærið til að koma hugmyndum að áhugaverðum verkefnum, sem efla …

Uppskeruhátíð sumarbingós bókasafnsins verður 7. október

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 7. október nk. kl. 16:00 býður Hérðasbókasafn Dalasýslu þeim börnum sem skiluðu inn útfylltum bingóblöðum sínum sumarið 2024, að koma í Nýsköpunarsetur Dalabyggðar að Miðbraut 11 (á 1. hæð, til móts við bókasafnið) og fá afhentar þátttökugjafir.   Þeim er velkomið að bjóða fjölskyldunni með sér og gleðjast yfir velheppnuðu lestrarátaki. Eins hvetjum við foreldra sem skiluðu inn sínum blöðum …

Samráð um þjónustustefnu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Íbúar eru beðnir um að skila ábendingum vegna þjónustustefnu Dalabyggðar fyrir 14. október nk. á netfangið johanna@dalir.is Þjónustustefna Dalabyggðar – DRÖG til umsagnar Forsaga 2021 kom inn ný grein í sveitarstjórnarlög nr. 138/2011: 130. gr. a. Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. ▫ Samhliða fjárhagsáætlun, sbr. 62. gr., skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú …

Rafmagnstruflanir og heitavatnslaust

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður við Miðbraut, Borgarbraut og frá Vínlandssetri að Ægisbraut 7 miðvikudaginn 25. september frá kl. 16:00 til kl. 20:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulegar rafmagnstruflanir verða í Dalabyggð miðvikudaginn 25. september frá kl. 8:00 til fimmtudagsins 26. september kl. 18:00 vegna vinnu við aðveitustöðina í Glerárskógum. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari …