Fundur: Samtal og samstarf í ferðamálum á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Markaðsstofa Vesturlands verður með fund í Vínlandssetrinu í Búðardal þriðjudaginn 9. mars nk. kl.17:00. Til umfjöllunar verður Áfangastaðaáætlun Vesturlands og áhersluverkefni ferðamála 2021-2023. Kynning, fyrirspurnir og svör – samtal um samstarf og samvinnu. Allir hagaðilar og áhugafólk velkomið. Munið sóttvarnarreglur. Aðra fundi og fundardaga má sjá hér fyrir neðan:

Grassláttur – verðkönnun

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir verðum í grasslátt og hirðu á grasblettum í eigu sveitarfélagsins í Búðardal, á Laugum, við Tjarnarlund og við Árblik. Á grundvelli taxtaverða og meðfylgjandi upplýsinga er markmiðið að gera samning til þriggja ára frá og með komandi sumri. Áhugasamir geta kallað eftir gögnum með því að senda tölvupóst á kristjan@dalir.is. Gögnin verða send föstudaginn 5. mars og …

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur – frestur framlengdur til 15.apríl

DalabyggðFréttir

Á þitt barn rétt á 45.000 kr. í sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk? Kannaðu málið með því að smella HÉR. Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða …

Ný Áfangastaðaáætlun Vesturlands fyrir 2021-2023

DalabyggðFréttir

Út er komin önnur útgáfa af Áfangastaðaáætlun Vesturlands sem gildir fyrir árin 2021-2023. Í henni er sett fram áætlun um áherslur, uppbyggingu og þróun ferðamála í landshlutanum næstu þrjú árin. Um er að ræða nokkurs konar stefnumótun og verkefnaáætlun sem nýtist jafnt fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum sem láta sig málin varða. Markmiðið áætlunarinnar er m.a. að stuðla að jákvæðum framgangi …

Þrjú störf án staðsetningar

DalabyggðFréttir

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga. Spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur framsýnum og metnaðarfullum verkefnastjórum til að starfa í nýju stafrænu teymi sveitarfélaganna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Teymið mun …

Opnunartími bókasafns fimmtudaginn 25. febrúar

DalabyggðFréttir

  Opnunartími bókasafnsins verður aðeins breyttur fimmtudaginn 25. febrúar n.k. og mun því opna kl. 13:30 í stað 12:30. Breytingin á aðeins við um þennan eina dag.   Héraðsbókasafn Dalasýslu

Viðvera augnlæknis í Búðardal

DalabyggðFréttir

  Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 25. febrúar nk. Tímapantanir alla virka daga í síma 432 1450 frá kl. 9:00 til kl. 15:00   Heimasíða Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

DalabyggðFréttir

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Umsóknarfrestur er til 9. mars 2021. Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu …

Atvinnumál kvenna – Umsóknarfrestur til 1. mars

DalabyggðFréttir

Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. Að þessu sinni eru frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og konur í atvinnuleit hvattar til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að …