Eftirfarandi eru niðurstöður íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 28. nóvember – 13. desember 2025. Í Dalabyggð voru 541 íbúar á kjörskrá. 326 kjósendur greiddu atkvæði. Já sögðu 125 (38,34%) og nei sögðu 196 (60,12%). Auðir og ógildir seðlar voru 5 (1,54%). Sameiningu var því hafnað. Í Húnaþingi vestra voru 981 íbúar á kjörskrá. 607 kjósendur greiddu atkvæði. Já …
Jólasýningar safnanna
Jólasýningar Byggðasafns Dalamanna, Héraðsbókasafns Dalasýslu og Héraðsskjalasafns Dalasýslu eru að birtast hver af annarri í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, enda er von á fyrsta jólasveininum í nótt. Á bókasafninu eru til sýnis kökudiskar frá Hafursstöðum, Skarfsstöðum og Stóra-Vatnshorni. Diskarnir eru allir varðveittir á Byggðasafni Dalamanna. Jólahald byggist hjá flestum á hefð og jólabakstur stór hluti hjá mörgum fjölskyldum. Í anddyri stjórnsýsluhússins …
Framkvæmd íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Kjörfundur vegna íbúakosningar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra um sameiningu sveitarfélaganna verður 28. nóvember – 13. desember 2025. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Kjörstaðir og opnunartímar í Dalabyggð Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Dalabyggðar á Miðbraut 11 mánudaga …
Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í Dalabyggð árin 2026 til 2029
Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2026-2029 var lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn og samþykkt einróma fimmtudaginn 11. desember 2025. Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar (A og B hluta) árið 2026 er jákvæð um 7,5 milljónir króna. Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á ríflega 173 milljónir króna á árinu þannig að áfram er haldið á sömu …
Söfnun á rúlluplasti – seinkun
Vegna bilunar hófst söfnun á rúlluplasti ekki í gær, þriðjudaginn 9. desember, eins og til stóð samkvæmt dagatali. Unnið er að viðgerð og stefnt að því að söfnun ljúki í vikunni eða um helgina. Minnum á leiðbeiningar um umhirðu og frágang á rúlluplasti: Rúlluplast
Opnunartími bókasafns yfir hátíðirnar
Síðasti opnunardagur bókasafnsins fyrir jól/áramót er fimmtudaginn 18. desember. Næstu opnunardagar verða svo þriðjudaginn 30. desember og þriðjudaginn 6. janúar 2026 Það er því um að gera að koma og næla sér í hátíðar-lesefni. Gleðileg bókajól!
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 263. fundur
FUNDARBOÐ 263. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. desember 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2510016 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2026 2. 2505016 – Fjárhagsáætlun 2026-2029 3. 2512001 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki VI 4. 2512005 – Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030 …
Bréfpokar fyrir lífrænan úrgang
Að gefnu tilefni er minnt á að eingöngu má nota bréfpoka undir lífrænan úrgang. Borið hefur á því að notast sé við höldupoka úr búðum, maíspoka og plastpoka undir úrganginn í brúnu tunnurnar. Slíkt skemmir fyrir moltun og afurðinni sem kemur úr moltugerð Sorp, sem hefur gert athugasemdir við aukið magn slíkra umbúða. Íslenska gámafélagið hefur ítrekað við sitt starfsfólk …
Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum
Íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Þann dag verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00 (sjá nánar um opnunartíma kjörstaða hér) Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi loka viku kosninganna. Þegar …
Heitavatnslaust í hluta af Búðardal 9. desember
Vegna vinnu við heitavatnskerfið verður heitavatnslaust í hluta af Búðardal frá kl. 14:00 til kl. 18:00 þann 9.12.2025. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má sjá á Rarik – Rof







