Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …
Minnum á að opið er fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar
Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2026 verða 1.500.000 kr.- (ath.hækkun um 500 þús.kr. skv.ákvörðun sveitarstjórnar við aðra umræðu um fjárhagsáætlun komandi ára sem fram fór 11.desember sl.) Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn …
Rjómabúið Erpsstöðum styður við áhaldakaup í íþróttamannvirki
Eigendur Rjómabússins að Erpsstöðum stóðu líkt og undanfarin ár fyrir sölu á jólatrjám úr skógarlundi sem þau hafa byggt upp á landareign sinni. Allt frá upphafi hafa þau látið andvirði jólatrjáa sölunnar ganga til félaga eða samtaka á heimasvæði búsins í Dölum. Í þetta sinn ákváðu þau að allt andvirði sölunnar (og reyndar gott betur því búið lagði einnig til …
Dalablaðið nú aðgengilegt á heimasíðu
Við vekjum athygli á því að nú er Dalablaðið okkar sem við gáfum út sl. sumar orðið aðgengilegt á heimasíðunni okkar sérmerkt í grænum ramma undir „Áhugavert“ sjá slóð: https://dalir.is/wp-content/uploads/2025/12/Dalabladid.pdf Það væri afar vel þegið ef við myndum áfram hjálpast að við að dreifa blaðinu okkar (og nú á samfélagsmiðlum) sem við unnum í góðu samstarfi við Skessuhorn og ýmsa …
Jólakveðja frá Dalabyggð
Sveitarstjórn og starfsfólk Dalabyggðar óska íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Aðfangadags guðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju
Aðfangadags guðþjónusta verður í Hjarðarholtskirkju 24 desember kl. 14.00
Jólakveðja sveitarstjóra
Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Um leið og jólahátíðin gengur í garð vil ég senda ykkur hlýjar kveðjur og færa ykkur þakkir fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Samheldni samfélagsins, virk þátttaka íbúa og gott samstarf sveitarfélags, fyrirtækja og félagasamtaka hafa verið lykilþættir í þeirri jákvæðu þróun sem Dalabyggð hefur gengið …
Höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur
Fulltrúar kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur í Dölum komu færandi hendi fimmtudaginn 18.desember sl. og afhentu Ísak Sigfússyni lýðheilsufulltrúa Dalabyggðar höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í Íþróttamannvirkin í Búðardal. Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging íþróttaaðstöðunnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk eins og hér um ræðir. Hafið kæra …
Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar yfir hátíðirnar
Vakin er athygli á því að afgreiðslutímar skrifstofu Dalabyggðar verða eftirfarandi yfir hátíðarnar: Þorláksmessa – Kl. 9:00 – 12:00 Aðfangadagur – Lokað Jóladagur – Lokað Annar í jólum – Lokað 29. desember – 10:00 – 13:00 30. desember – 9:00 – 13:00 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – Lokað Við bendum á að alltaf er …









