Bergþóra Jónsdóttir lætur af störfum

DalabyggðFréttir

Í gær, þriðjudaginn 30. september var haldið kveðjuhóf í Auðarskóla að lokinni kennslu til heiðurs Bergþóru Jónsdóttur. Bergþóra lýkur nú störfum eftir 37 ára gæfuríkan starfsferil í skólanum okkar. Guðmundur Kári Þorgrímsson starfandi skólastjóri, hélt tölu í tilefni þessa og Björn Bjarki Þorsteinsson færði Bergþóru þakklætisvott frá Dalabyggð. Bergþóra hefur sinnt óeigingjörnu starfi m.a. við kennslu og sérkennslu hjá Auðarskóla. …

Barnasýningar í stjórnsýsluhúsinu

SafnamálFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Héraðsbókasafn Dalasýslu eru með sýningu á leikföngum og fleiru á bókasafninu í tilefni af barnamenningarhátíðinni BARNÓ – BEST MEST VEST á Vesturlandi. Leikföngin eru hluti af safnkosti byggðasafnsins. Þau eru frá mismunandi tímum, bæði aðkeypt og heimagerð. Þá eru ekki alveg nýjustu Andrésar andar blöðin frammi til lestrar, dönskukunnátta er kostur. Taflborð er framan við bókasafnið fyrir …

BARNÓ – Barnamenningarhátíð Vesturlands október 2025

DalabyggðFréttir

Í október fer fram barnamenningarhátíðin BARNÓ – BEST MEST VEST sem breiðir út gleði og hressleika um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Í boði verða viðburðir um allt Vesturland og er Dalabyggð enginn eftirbátur þar! Hér fyrir neðan er hægt …

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands fyrir úthlutun ársins 2026. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Að þessu sinni er kallað eftir umsóknum um styrki til:   atvinnuþróunar og nýsköpunar menningarverkefna …

Tilkynning frá KM þjónustunni ehf.

DalabyggðFréttir

Góðan dag kæru viðskiptavinir KM þjónustunnar. Vegna mjög erfiðrar rekstrarstöðu mun KM þjónustan loka verslun sinni um mánaðamótin september/október. Allt hefur verið reynt til að bæta rekstur og ekki tekist, þar með er ég nauðbeygður til þessa. Ég mun fara að vinna hjá Katarínusi þannig að ég mun geta afgreitt út meðan eitthvað er til. Ef það er eitthvað sem …

Íþróttavika Evrópu 2025 – Dagskrá á sambandssvæði UDN

DalabyggðFréttir

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. UDN (Ungmennasamband …

Nýjar bækur og taupokar að gjöf

DalabyggðFréttir

Nú er haustið komið, skólinn byrjaður á fullu og fullt af nýjum bókum fyrir börn á bókasafninu. Hvetjum foreldra og forráðamenn einnig til að vera fyrirmyndir í lestri og kíkja á úrvalið. Róleg stund á bókasafninu er ókeypis og góð samvera.  Þá barst Héraðsbókasafni Dalasýslu gjöf á dögunum. Þær Daníella og Anna frá Fellsenda komu færandi hendi og gáfu bókasafninu …