Dalabyggð auglýsir eftir framleiðindum, veitinga-/verslunar- og/eða þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Dalabyggðar. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á aðilum í Dalabyggð sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 262. fundur
FUNDARBOÐ 262. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2511002 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki V 2. 2505016 – Fjárhagsáætlun 2026-2029 3. 2510027 – Stafræn húsnæðisáætlun 2025-2035 4. 2510030 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50 5. 2510029 – Aðalskipulagsbreyting – Hvannármiðlun Fundargerðir til …
Sameiningarviðræður: Bæklingur, fundir og fleira
Kynningarbæklingur vegna íbúa kosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar er farinn af stað í dreifingu og á að berast heimilum í báðum sveitarfélögum. Það er tekið fram að ef heimili hefur afþakkað fjölpóst og fríblöð þá kemur bæklingurinn ekki þangað. Því er honum einnig deilt hér á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans. Bæklingurinn er …
Skrifstofa sýslumanns lokuð vikuna 10.-14. nóvember
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal er lokuð vikuna 10. – 14. nóvember. Næsti opnunardagur verður þriðjudaginn 18. nóvember nk. Við bendum á heimasíðu embættisins www.syslumenn.is þar sem má finna helstu spurningar og svör, netspjall og opnunartíma annarra útibúa.
Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sameiningarkosningar
Viðmiðunardagur kjörskrár vegna íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra er 6. nóvember, klukkan 12 á hádegi. Viðmiðunardagur kjörskrár segir til um hvort kjósandi getur kosið í umræddum kosningum. Tilkynning um nýtt lögheimili þarf því að hafa borist Þjóðskrá fyrir klukkan 12 á hádegi 6. nóvember. Kosningarréttur er skv. 2. gr. reglugerðar nr. 922/2023, um íbúakosningar sveitarfélaga. Rétt til þátttöku …
BARNÓ – Barnamenningarhátíð Vesturlands október-nóvember 2025
Í október fer fram barnamenningarhátíðin BARNÓ – BEST MEST VEST sem breiðir út gleði og hressleika um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Í boði verða viðburðir um allt Vesturland og er Dalabyggð enginn eftirbátur þar! Hér fyrir neðan er hægt …
Laust starf: Verkefnastjóri hátíðarhalda í Dalabyggð 2026
Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir að ráða verkefnastjóra tímabundið, í tengslum við skipulag hátíðarhalda 17. júní 2026 og einnig bæjarhátíðarinnar “Heim í Búðardal” 2026. Um er að ræða starf í verktöku allt að 150 klukkustundir, á tímabilinu 20. janúar – 19. júlí 2026. Í Dalabyggð er lög áhersla á fjölskylduvæna dagskrá og þátttöku heimamanna. Skipulag er unnið í samstarfi við Menningarmálanefnd …
Laus störf: Starfsfólk í íþróttamiðstöð
Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 6 stöður, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll. Íþróttamiðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum, líkamsræktaraðstöðu …
Skrifstofa sýslumanns lokuð 28. október
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, þriðjudaginn 28. október. Við bendum á heimasíðu embættisins www.syslumenn.is þar sem má finna helstu spurningar og svör, netspjall og opnunartíma annarra útibúa.
Samstarfsnefnd skilar áliti um sameiningu
Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna sveitarfélaganna tveggja, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Álitið er svohljóðandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til …






