Jólasýningar safnanna

SafnamálFréttir

Jólasýningar Byggðasafns Dalamanna, Héraðsbókasafns Dalasýslu og Héraðsskjalasafns Dalasýslu eru að birtast hver af annarri í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, enda er von á fyrsta jólasveininum í nótt. Á bókasafninu eru til sýnis kökudiskar frá Hafursstöðum, Skarfsstöðum og Stóra-Vatnshorni. Diskarnir eru allir varðveittir á Byggðasafni Dalamanna. Jólahald byggist hjá flestum á hefð og jólabakstur stór hluti hjá mörgum fjölskyldum. Í anddyri stjórnsýsluhússins …

Framkvæmd íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 

SafnamálFréttir

Kjörfundur vegna íbúakosningar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra um sameiningu sveitarfélaganna verður 28. nóvember – 13. desember 2025. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.   Kjörstaðir og opnunartímar í Dalabyggð Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Dalabyggðar á Miðbraut 11  mánudaga …

Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í Dalabyggð árin 2026 til 2029

SveitarstjóriFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2026-2029 var lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn og samþykkt einróma fimmtudaginn 11. desember 2025. Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar (A og B hluta) árið 2026 er jákvæð um 7,5 milljónir króna. Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á ríflega 173 milljónir króna á árinu þannig að áfram er haldið á sömu …

Söfnun á rúlluplasti – seinkun

Kristján IngiFréttir

Vegna bilunar hófst söfnun á rúlluplasti ekki í gær, þriðjudaginn 9. desember, eins og til stóð samkvæmt dagatali. Unnið er að viðgerð og stefnt að því að söfnun ljúki í vikunni eða um helgina. Minnum á leiðbeiningar um umhirðu og frágang á rúlluplasti: Rúlluplast

Opnunartími bókasafns yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Síðasti opnunardagur bókasafnsins fyrir jól/áramót er fimmtudaginn 18. desember. Næstu opnunardagar verða svo þriðjudaginn 30. desember og þriðjudaginn 6. janúar 2026 Það er því um að gera að koma og næla sér í hátíðar-lesefni. Gleðileg bókajól!

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 263. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 263. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. desember 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2510016 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2026 2. 2505016 – Fjárhagsáætlun 2026-2029 3. 2512001 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki VI 4. 2512005 – Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030 …

Bréfpokar fyrir lífrænan úrgang

Kristján IngiFréttir

Að gefnu tilefni er minnt á að eingöngu má nota bréfpoka undir lífrænan úrgang. Borið hefur á því að notast sé við höldupoka úr búðum, maíspoka og plastpoka undir úrganginn í brúnu tunnurnar. Slíkt skemmir fyrir moltun og afurðinni sem kemur úr moltugerð Sorp, sem hefur gert athugasemdir við aukið magn slíkra umbúða. Íslenska gámafélagið hefur ítrekað við sitt starfsfólk …

Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum

DalabyggðFréttir

Íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Þann dag verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00 (sjá nánar um opnunartíma kjörstaða hér) Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi loka viku kosninganna. Þegar …

Heitavatnslaust í hluta af Búðardal 9. desember

DalabyggðFréttir

Vegna vinnu við heitavatnskerfið verður heitavatnslaust í hluta af Búðardal frá kl. 14:00 til kl. 18:00 þann 9.12.2025. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má sjá á Rarik – Rof

Stuðningsfjölskyldur óskast í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Félagsþjónusta Dalabyggðar óskar eftir einstaklingum eða fjölskyldum sem hafa áhuga á að gerast stuðningsfjölskyldur í Dalabyggð. Stuðningsfjölskyldur eru hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hlutverk stuðningsfjölskyldna er að taka barn eða börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af barni og fjölskyldu. Með því að gerast stuðningsfjölskylda gefst einnig tækifæri til að styrkja stuðningsnet …