Byggðasafn Dalamanna býður eldri borgurum í sólarkaffi í Tjarnarlundi fimmtudaginn 5. febrúar frá kl. 14. Á boðstólum er kaffi, sólarpönnukökur, sögustund og spjall í rólegheitunum um allt og ekkert. Athugið að áður auglýst dagskrá Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi næsta fimmtudag fellur niður.
Álagning fasteignagjalda 2026
Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er að ljúka og munu álagningarseðlar birtast á Island.is. Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er veittur 5% staðgreiðsluafsláttur þó að hámarki 30.000,- Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf að muna að senda tilkynningu um millifærslu á ingibjorgjo@dalir.is Reikningsupplýsingar fyrir greiðslu fasteignagjalda eru: kt. 510694-2019 rkn.nr. 0312-26-1818 Álagningarseðlar …
Skrifstofa sýslumanns lokuð
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, þriðjudaginn 27. janúar. Við bendum á heimasíðu embættisins www.syslumenn.is þar sem má finna helstu spurningar og svör, netspjall og opnunartíma annarra útibúa.
Sjö verkefni hljóta styrk úr Menningarmálaverkefnasjóði
Á 48. fundi menningarmálanefndar 20. janúar voru teknar fyrir umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar fyrir árið 2026. Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár hvert. Auglýst var eftir umsóknum 1. desember 2025 til og með 12. janúar 2026. Í sjóðinn bárust 8 umsóknir, til úthlutunar voru 1.500.000 kr.- 7 verkefni hlutu styrk að þessu sinni Jón …
Bæjarhátíðin ,,Heim í Búðardal” – undirbúningur
Bæjarhátíðin ,,Heim í Búðardal” verður haldin fyrstu helgina í júlí á komandi sumri. Fyrstu skref við undirbúning er að fara af stað og á fundi menningarmálanefndar Dalabyggðar þann 20.janúar sl. var samþykkt að boða til „kaffispjalls“ í Nýsköpunarsetrinu að Miðbraut 11 í Búðardal þann 3. febrúar nk. á milli kl. 16:00 og 18:00 þar sem nefndarmenn ásamt verkefnastjóra hátíðarinnar í ár, …
Höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Fjólu
Fulltrúar kvenfélagsins Fjólu í Suðurdölum komu færandi hendi fimmtudaginn 22.janúar sl. og afhentu Bjarka Þorsteinssyni sveitarstjóra og Ísak Sigfússyni lýðheilsufulltrúa höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í Íþróttamannvirkin í Búðardal. Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging Íþróttamiðstöðvarinnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk eins og hér um ræðir. …
Skrifstofa sýslumanns lokuð
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, fimmtudaginn 22. janúar. Við bendum á heimasíðu embættisins www.syslumenn.is þar sem má finna helstu spurningar og svör, netspjall og opnunartíma annarra útibúa.
Laxárdalur 1934-1936
Í anddyri stjórnsýsluhússins í Búðardal er komin ný sýning Byggðasafns Dalamanna á bæjarmyndum úr Laxárdal. Helga Skúladóttir (1902-1947) frá Keldum á Rangárvöllum var farkennari í Laxárdal og Haukadal árin 1934-1936. Á þeim árum teiknaði hún flesta bæi sem búið var á í þessum tveimur sveitum. Í syrpuna vantar mynd af Goddastöðum, en á þessum árum voru Goddastaðir í eyði og …
LÍFSHLAUPIÐ 2026
LÍFSHLAUPIÐ stendur yfir frá 1. – 28. febrúar 2026! Við viljum benda á að skráning er hafin í Lífshlaupið 2026 og hvetjum við íbúa Dalabyggðar til þátttöku.Keppnin hefst sunnudaginn 1. febrúar n.k.Frekari upplýsingar og skráning er inná vefsíðu verkefnisins: Lífshlaupið | Lífshlaupið Lífshlaupsvefinn má nota til að halda utan um alla hreyfingu, notanda að kostnaðarlausu
Hver vegur að heiman er vegurinn heim
Dalabyggð er stórt sveitarfélag með fáa íbúa. Til að samfélagið geti haldið áfram að blómstra og dafna þarf að huga að framtíðinni. Ungt fólk og þátttaka þess í samfélaginu er lykilatriði í vexti og framþróun sveitarfélagsins. Dalabyggð vill kanna hug ungs fólks til framtíðar búsetu í Dalabyggð. Haft verður samanband við ungt folk sem býr eða hefur búið í Dalabyggð …








