Alþingiskosningar 2021

DalabyggðFréttir

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september 2021. Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Kjörskrá Kjósendur eru á kjörskrá þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 10. september til …

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Kristján IngiFréttir

Haustið 2021 verður skimað fyrir brjóstakrabbameini á þessum stöðum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) –  með fyrirvara um breytingar: Búðardalur –  21. og 22. september Hólmavík –  23. september Stykkishólmur –  til 13. október Ólafsvík / Grundarfjörður –  og 20. október  Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Tímapantanir eru í síma 513 …

Göngur og réttir í Dalabyggð 2021

DalabyggðFréttir

Við viljum byrja á að árétta atriði í nýútgefnum leiðbeiningum um göngur og réttir vegna COVID-19: Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Þau sem taka þátt í göngum og réttum hlaði niður í síma smáforritinu Rakning C-19 og hafi meðferðis andlitsgrímur og handspritt. Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá …

NÝVEST – net tækifæra – Kynningarfundir

DalabyggðFréttir

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (NÝVEST). Markmiðið með stofnun netsins er að tengja saman alla sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Dagana 13, 15 og 16. september verður farið vítt og breytt um Vesturland til að kynna hugmyndina að stofnun NÝVEST. Kynningarfundir verða á eftirtöldum stöðum: Akranes Breið (HB húsið) mánudagur 13. september kl. 12:00 …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 208. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 208. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. september 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1.   2108006 – Fjárhagsáætlun 2021 – Viðauki V   2.   2011009 – Alþingiskosningar 2021   3.   2108005 – Héraðsnefnd Dalasýslu lögð niður   4.   2101044 – Loftslagsstefna Dalabyggðar   5.   2105018 – Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og …

Örvunarbólusetningar vegna covid-19 (þriðji skammtur), bólusetningar barna o.fl.

Kristján IngiFréttir

Á næstu vikum er gert ráð fyrir að einstaklingar sem tilheyra eftirtöldum hópum geti fengið bólusetningu með bóluefni frá Pfizer hjá HVE Búðardal og HVE Hólmavík: Þau sem áður hafa fengið eina sprautu af Janssen bóluefni. að þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan örvunarskammt. 60 ára og …

Sýnatökur / einkenni COVID-19

Kristján IngiFréttir

Minnum á mikilvægi þess að fara í sýnatöku verði einkenna Covid-19 vart. Helstu einkenni eru: Hósti – hiti – hálssærindi – kvefeinkenni – andþyngsli – Bein- og vöðvaverkir – þreyta – kviðverkir, niðurgangur, uppköst – skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni – höfuðverkur Ef þið finnið fyrir Covid-19 einkennum og hafið hug á að komast í sýnatöku endilega hafið þá …

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára.

DalabyggðFréttir

Unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð má finna hér: – Reglur – Eyðublað Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is. Fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist. Umsókn skal berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir, ekki er …

Rafmagnsleysi Miðdölum 26. ágúst

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður frá Álfheimum að Brekkumúla auk stæstum hluta Haukadals 26.08.2021 frá kl 10:00 til kl 10:20 og aftur kl 16:00 til kl 16:20 vegna tengingar á háspennustreng við Breiðabólsstað. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Viðvera menningarfulltrúa SSV

DalabyggðFréttir

Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV verður með viðveru í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (Miðbraut 11, 370 Búðardal) þann 30. ágúst nk. kl.13-15. Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf. Menningarfulltrúi vinnur einnig með fagráði menningarmála að tillögu um úthlutun menningarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og heldur utan um samskipti við …