Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur – haustönn 2021

DalabyggðFréttir

Nú er hægt er að sækja um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir haustönn 2021.

Styrkurinn er fyrir börn sem fædd eru á árunum 2006-2015 og búa á heimili þar sem heildartekjur foreldra/forráðamanna voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júní 2021. Styrkurinn er 25.000 kr. á hvert barn og nær yfir frístundastarf á skólaárinu 2021.

Til að sækja um skal skila lokuðu umslagi á skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal fyrir 15. desember 2021.

Í umslaginu þarf að vera:

  • Útfyllt umsókn sem hægt er að nálgast á heimasíðu Dalabyggðar undir „Eyðublöð“ (eða með því að smella HÉR) og einnig á skrifstofu sveitarfélagsins.
  • Yfirlit tekna foreldra/forráðamanna fyrir tímabilið mars til júní 2021, hægt er að kanna tekjur og framkalla yfirlit staðgreiðsla hér: Þjónustusíður RSK.
  • Gögn um kostnað umsækjanda við íþrótta- og tómstundastarf barnsins á skólaárinu 2021.

Félagsþjónustan mun fá þessi umslög til yfirferðar og staðfestingar og verða styrkir greiddir út fyrir 31. desember 2021.

Farið verður með allar upplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Sjá einnig: Reglur Dalabyggðar um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei