Bach og bögur í baðstofunni

DalabyggðFréttir

Sigrún Valgerður, Sigursveinn, Diljá og Ólöf halda tónleika á Hótel Eddu Laugum laugardaginn 29. júlí kl. 21. Hjónin Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon koma fram ásamt dætrum sínum Diljá og Ólöfu Sigursveinsdætrum. Þau starfa öll við tónlist, Ólöf er sellóleikari og -kennari, Diljá er fiðluleikari og -kennari, Sigrún kennari og söngkona og Sigursveinn hefur starfað sem skólastjóri og komið …

Ljárskógasel

DalabyggðFréttir

Áttunda kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður fimmtudaginn 27. júlí kl. 19:30 í Ljárskógaseli í Laxárdal. Ljárskógasel er örlítið utan alfaraleiðar. Beygt er heim að Ljárskógum og beygt til vinstri áður en komið er heim að bæ. Er siðan keyrt upp til fjalla þar til komið er að rústunum í seli. Vegurinn fram að seli var heflaður á laugardaginn og ætti því …

Umsjónarmaður félagsstarfs

DalabyggðFréttir

Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún auglýsir eftir umsjónarmanni í félagsstarf. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Óskað er eftir metnaðarfullum starfsmanni með reynslu, sem vilja leggja sitt að …

Staðartangar

DalabyggðFréttir

Sjöunda kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 18. júlí um Staðartanga með blöndu af útivist, hreyfingu, náttúru, sögu og útsýni. Upphaf göngunnar er við höfnina í Skarðsstöð og stundvíslega verður lagt af stað kl. 19. Genginn verður um tangana með hæfilegum stoppum fyrir sögur og náttúruskoðun undir leiðsögn safnvarðar og Boga á Skarði. Gangan tekur um einn og hálfan tíma og …

Sælingsdalstungurölt

DalabyggðFréttir

Sjötta kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður fimmtudaginn 13. júlí í landi Sælingsdalstungu. Gangan hefst stundvíslega kl. 19 við fjárhúsin í Tungu. Gangan er auðveld að vanda og að mestu gengið eftir vegslóðum. Hún tekur um einn og hálfan tíma með rannsóknar- og sögustoppum. Kunnugum er meira en velkomið að láta ljós sitt skína og miðla öðrum að þekkingu sinni. Allir eru …

Drög að tillögu um svæðisskipulag

DalabyggðFréttir

Drög að svæðisskipulagstillögu fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð liggja nú fyrir. Svæðisskipulagsnefnd ákvað á fundi sínum um miðjan júní sl. að kynna drögin óformlega á netinu í sumar og óska eftir ábendingum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum fyrir 10. ágúst nk. Eftir þann tíma verður unnið úr ábendingum sem kunna að berast og gengið frá tillögu til formlegrar kynningar samkvæmt …

Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún

DalabyggðFréttir

Dvalar-og hjúkrunarheimilið auglýsir eftir umsjónarmanni í félagsstarf. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingum sem vilja leggja sitt að mörkum að gera …

Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún

DalabyggðFréttir

Dvalar-og hjúkrunarheimilið Silfurtún auglýsir eftir starfsmanni á nætuvaktir í 50% starf. Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingum sem vilja leggja sitt að mörkum að gera starfið faglegt og gott með gæði og kærleika að leiðarljósi. Greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélagi SDS. Skila þarf hreinu sakavottorði, prófskírteinum og starfsleyfum áður en starf er hafið og skuldbindur starfsfólk sig …

Viðburðir á Hótel Eddu Laugum

DalabyggðFréttir

Næstu daga verða fernir tónleikar á Hótel Eddu Laugum; Tómas R. Einarsson og félagar, Hlynur Snær Theodórsson, Svavar Knútur og Jóhanna Ósk Valsdóttir og Bjartur Logi Guðnason. Miðvikudaginn 5. júlí kl. 20:30 heldur Tómas R. Einarsson sína árlegu tónleika ásamt félögunum Ómari Guðjónssyni og hinum eina sanna Mugison. Laugardaginn 8. júlí kl. 21:30 leiðir stórbóndinn og trúbadorinn Hlynur Snær Theodórsson …