Vegna bilunar verða enn frekari seinkanir á söfnun rúlluplasts.
Rúlluplast – seinkun
Tafir hafa orðið á söfnun rúlluplasts í vikunni og ekki komið lengra en á Skarðsströndina. Haldið verður áfram að safna rúlluplasti í næstu viku.
Allir lesa
Í dag, föstudaginn 27. janúar, er blásið til leiks í hinum stórskemmtilega og æsispennandi lestrarlandsleik Allir lesa. Dalabyggð hvetur íbúa til að mynda lið og skrá lestur í von um að í sveitarfélaginu leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins. Dalamenn urðu í fjórða sæti í keppninni í fyrra. Í ár er einnig er hægt að keppa sem einstaklingur …
Beitarhegðun sauðfjár
Laugardaginn 28. janúar kl. 15 mun Hafdís Sturlaugsdóttir fjalla um beitarhegðun sauðfjár á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Hafdís er bóndi í Húsavík á Ströndum og landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára.
Krabbameinsskoðun á heilsugæslunni
Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku á heilsugæslustöðinn vegna leghálssýnatöku miðvikudaginn 25. janúar 2017. Konum sem hafa fengið bréf frá Leitarstöðinni er boðið að panta tíma. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Sveitarstjórn Dalabyggðar
144. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 17. janúar 2017 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Gerð svæðisskipulags 2. Lausaganga búfjár – smalanir Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Framkvæmdasjóður aldraðra – Umsókn 2017 4. Lyngbrekka – stofnun lóðar um útihús 5. Deiliskipulag Ólafsdals – skipulagslýsing Fundargerðir til staðfestingar 6. Undirbúningshópur vegna byggingar íþróttamannvirkja …
Rúlluplast
Rúlluplasti er safnað hjá bændum á um þriggja mánuða fresti. Söfnunardagar rúlluplasts árið 2017 eru 23.-26. janúar, 24.-26. apríl, 10.-14. júlí og 6.-9. nóvember. Söfnun er lögbýliseigendum að kostnaðarlausu, en sækja þarf um það til sveitarfélagsins fyrir 20. janúar. Þeir sem þegar eru skráðir þurfa ekki að skrá sig aftur, nema breyta eigi skráningu. Upplýsingar um skráningu og breytingar þar …
Jörvagleði
Jörvagleðin verður að vanda kringum sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburði vinsamlegast hafið samband við Svönu á netfangið tomstund@dalir.is
Þrif í Dalabúð
Dalabyggð óskar eftir félagasamtökum eða einstaklingum til að taka að sér að þrífa Dalabúð eftir stærri viðburði, t.d. þorrablót ofl. Þrifin felast í að skúra gólf og þrífa salerni. Vinnan þarf að jafnaði að fara fram næsta dag eftir samkomu og vera lokið áður en skólahald hefst. Fyrir verkið eru greiddar 50.000 kr. í verktakagreiðslu fyrir hvert skipti. Gera má …
Byggðasafn Dalamanna – sögustund
Þrúður Kristjánsdóttir fyrrverandi skólastjóri í Búðardal mun sjá um næstu sögustund á safninu laugardaginn 14. janúar kl. 15. Þar mun Þrúður segja frá sínum fyrstu kynnum af Dalamönnum og því samfélagi sem hér var þegar hún flutti í Búðardal 1962. Sögustundin verður laugardaginn 14. janúar kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna að Laugum í Sælingsdal. Aðgangseyrir verður sem fyrr 500 kr …