Gjöf til Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur borist gjöf frá fjölskyldu Skúla Hlíðkvist Jóhannssonar en þar er um að ræða 40 ljósmyndir af gömlu byggðinni undir Fjósabökkum í Búðardal. Sveitarstjórn færir fjölskyldu Skúla bestu þakkir fyrir gjöfina.

Héraðsbókasafn

DalabyggðFréttir

Af óviðráðanlegum ástæðum verður Héraðsbókasafnið lokað í dag, þriðjudaginn 26. apríl. Næsti opnunardagur er fimmtudaginn 28. apríl.

Kvennabrekkusókn

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn að Fellsenda 1 kl. 21 föstudaginn 29. apríl. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir eru velkomnir.

Samkaup – atvinna

DalabyggðFréttir

Samkaup í Búðardal óskar eftir að ráða fólk á almennar vaktir, uppvask og þrif, áfyllingar, grillvaktir, vaktstjórn og í afleysingar í sumar frá 1. júní til 31. ágúst. Upplýsingar gefur Ingvar í síma 861 5462.

Svæðisskipulag – súpufundur í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar. Nefnd um gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin þarf á aðstoð ykkar að halda. Nefndin hefur það hlutverk að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í ykkar reynslu og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Þess vegna boðar nefndin til opins súpufundar í Tjarnarlundi í Saurbæ, þriðjudaginn 26. …

Manntöl og manntalsvefur

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 23. apríl mun Benedikt Jónsson flytja erindi um manntöl og manntalsvefinn á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Benedikt Jónsson er ættaður frá Hömrum í Haukadal, var kennari við Laugaskóla og starfar núna á Þjóðskjalasafni Íslands. Sögustundin hefst kl. 15. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt er fyrir börn yngri en 18 ára.

Sveitarstjórn Dalabyggðar 136. fundur

DalabyggðFréttir

136. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal 19. apríl 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2015 2. Leigusamningur Leifsbúð Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Umsögn um rekstrarleyfi Brekkuhvammur 1 4. Umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis Stóra-Vatnshorn 5. Frumvörp til umsagnar 6. Félag sauðfjárbænda – Ályktun frá aðalfundi 2016 7. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – …

Davíðsmótið 2016

DalabyggðFréttir

Davíðsmótið í tvímenning í bridge verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 23. apríl kl 13. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson. Þeir sem hafa áhuga að vera með hafi samband við Guðmund í síma 434 1521 eða á netfangið kjarlak@simnet.is. Þátttökugjald er 3.000 kr á par. Kaffiveitingar.

Sýning í Nesoddahöllinni

DalabyggðFréttir

Krakkarnir sem hafa verið á reiðnámskeiði hjá Sjöfn Sæmundsdóttur í vetur ætla að vera með sýningu í reiðhöllinni í dag, föstudaginn 15. apríl og hefst sýningin kl. 18. Þrír hópar barna munu sýna ykkur listir sínar og hvað þau hafa verið að læra hjá Sjöfn. Allir eru hvattir til að koma í reiðhöllina og fylgjast með þeim; foreldrar, systkini, afar, …