Kvennahlaup ÍSÍ

Dalabyggð Fréttir

27. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður laugardaginn 4. júní kl. 11 og hefst við Leifsbúð. Hægt verður að hlaupa stóran (2,2 km) eða lítinn hring (1 km).
Verð á kvennahlaupsbolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri, verðlaunapeningur er innifalinn í verði.
Frítt verður í sund á Laugum eftir hlaupið og þarf að sýna bol eða verðlaunapening í afgreiðslunni á Laugum.
Ágóði sölunnar á Kvennahlaupinu í Búðardal þetta árið rennur til Slysavarnadeildar Dalasýslu.
Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Allar konur er því hvattar til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum.

Kvennahlaupið 2016

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei