Sorphirða sem að vera átti í dag fellur niður. Í stað þess verður sorpið tekið miðvikudaginn 10. desember.
Tjaldsvæði í Búðardal
Dalabyggð hefur samið við Kol ehf. um framkvæmdir við tjaldsvæðið í Búðardal og eru þær hafnar með uppsetningu girðingar. Framkvæmdin felst m.a. í því að stækka tjaldsvæðið með nýju húsbílastæði við mót Vesturbrautar og Miðbrautar og ganga frá undirstöðum fyrir nýtt þjónustuhús sem kemur í stað þess gamla og verður það staðsett dálítið fjær grunnskólalóð en nú er. Hluti af …
Vaxtarsamningur Vesturlands
Vaxtarsamningur Vesturlands veitir styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna á Vesturlandi. Á heimasíðu Vaxtarsamningsins undir flipanum „Umsóknir“ er umsóknareyðublað og upplýsingar um reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknum skal skilað rafrænt, en frestur til að skila umsóknum er til 10. desember 2014. Vaxtarsamningur Vesturlands
Jólamarkaður Lions
Vegna fjölda áskoranna hefur Lionsklúbbur Búðardals ákveðið að hafa jólamarkað sinn opinn lengur en fyrr var auglýst. Jólamarkaður Lions verður í Leifsbúð föstudaginn 5. desember kl. 15 – 18 föstudaginn 12. desember kl. 15 – 18 Einnig er hægt að hafa samband við Lions og þá koma þeir með varninginn heim Þeir sem vilja fá Lions í heimsókn hafi samband …
Byggðastofnun – Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna
Margt bendir til þess að ein helsta ástæða fólksfækkunar í brothættum byggðum liggi í einhæfu atvinnulífi og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Enginn vafi er á því að mati Byggðastofnunar að jafnréttismál í víðu samhengi eru meðal allra brýnustu byggðamála. Það er því eitt af markmiðum Byggðastofnunar að fjölga konum sem eru í viðskiptum …
Sýsluskrifstofan lokuð
Vegna umboðsmannafundar TR verður sýsluskrifstofan lokuð föstudaginn 28. nóvember
Laus störf á Fellsenda
Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmenn í aðhlynningu og ræstingar. Um er að ræða bæði fastar stöður og í afleysingar. Ræstingar eru unnar í dagvinn, en aðhlynning er í vaktavinnu. Nánar upplýsingar veiti Jóna Helga Magnúsdóttir í síma 866 9915. Einnig er hægt að hafa samband á netfangið jona@fellsendi.is Fellsendi
Rafmagnslaust í Suðurdölum
Rafmagnslaust verður í dag, fimmtudaginn 27. nóvember frá Álfheimum að Breiðabólsstað og Giljalandi kl. 13:30 – 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.
Jólatré við Auðarskóla
Mánudaginn 1. desember kl. 17:30 verður kveikt á ljósum jólatrésins við Auðarskóla. Jólasveinar hafa boðað komu sína á svæðið og að venju verður dansað og sungið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur.
Jólamarkaður Lionsklúbbs Búðardals
Árleg sala Lionsfélaga á ýmsum jólavarningi verður með öðru sniði nú í ár. Jólamarkaður verður í Leifsbúð 28. nóvember – 1. desember. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á markaðinn geta haft samband við neðangreinda félaga og þá verður komið heim til viðkomandi. Ágóði af sölu Lions fer í góð málefni bæði hér í héraði og eins á …