Gróðursetning við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Gróðursetning í tilefni þess að í ár eru 35 ár frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.
Að frumkvæði Skógræktarfélags Íslands munu Dalabyggð og Skógræktarfélag Dalasýslu standa saman að gróðursetningu þriggja birkiplantna líkt og Vigdís gerði með táknrænum hætti í forsetatíð sinni.
Vigdís gróðursetti þrjár plöntur við Grunnskólann í Búðardal um Jónsmessuleytið árið 1981 eða fyrir 34 árum síðan.
Sunnudaginn 28. júní nk. kl. 17:00 verða þrjár birkiplöntur gróðursettar norðan við grunnskólann.
Íbúar Dalabyggðar sem tök hafa á eru hvattir til að mæta og minnast á þann hátt þess að 35 ár eru liðin frá kjöri Vigdísar.

Dagblaðið 22. júní 1981

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei