Íbúðir til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúðalánasjóður hefur auglýst 22 eignir til leigu og er umsóknarfrestur til og með 30. október. Verða þær leigðar út frá 15. nóv eða fyrr eftir samkomulagi. Eignirnar eru auglýstar á Visir.is og Mbl.is. Þar er hægt að sækja um þær með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is og þar á eingöngu að setja nafn eignar í efni (subject), nafn …

Haustfagnaður FSD -úrslit

DalabyggðFréttir

Á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda er keppt í fjölmörgu tengdu sauðkindinni. Úrslit eru komin í öllum greinum. Nýr Íslandsmeistari í rúningi er Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki í Flóa. Þá var lamb nr. 358 frá Stóra-Vatnshorni valinn besti hrúturinn. Íslandsmeistaramót í rúningi 1. Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki. 2. Jón Ottesen, Ytri-Hólma. 3. Guðmundur Þór Guðmundsson, Kvennabrekku. 4. Arnar Freyr Þorbjarnarson, Harrastöðum. 5. …

Íbúakönnun 2013

DalabyggðFréttir

Í ár standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir íbúa- og þjónustukönnun í landshlutanum. Könnunin er mikilvæg því hún gefur mynd af áliti íbúa á hinum ýmsu málaflokkum í hinu daglega lífi, svo sem gæði farsímasambands, nettenginga, leikskóla o.s.frv. Niðurstöður eru svo sendar á sveitarstjórnir á Vesturlandi sem gagnast þeim í að sjá stöðu mála í sínum umdæmum. Þátttaka hefur gengið …

Haustfagnaður FSD 2013

DalabyggðFréttir

Haustfagnaður FSD hófst í dag kl. 12 í Gröf í Laxárdal á lambhrútasýningu í Dalahólfi. Í kvöld er síðan sviðaveisla, hagyrðingar, skemmtun og dansleikur í íþróttahúsinu á Laugum. Fjöldi manns var mættur í Gröf að skoða og þukla hrútana. Á sýninguna voru skráðir 40 hyrndir hrútar, 7 kollóttir og 10 mislitir. Í úrslit í flokki hyrndra hrúta eru komnir nr. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 105. fundur

DalabyggðFréttir

105. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 29. október 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Vegagerðin – Niðurfelling héraðsvega af vegaskrá 2. Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 23. október 2013 3. Fjárhagsáætlun 2014-2017 – fyrri umræða Fundargerðir til staðfestingar 4. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 57 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 129 5.1. Samkomulag um …

Netnotkun barna og unglinga

DalabyggðFréttir

Fyrirlestur um netnotkun barna og unglinga verður í Dalabúð þriðjudaginn 29. október kl. 20 á vegum Foreldrafélags Auðarskóla. Guðberg K. Jónsson verkefnastjóri hjá SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) mun flytja erindið Internetið: Jákvæð og örugg notkun barna og unglinga. Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja …

Skyndihjálparnámskeið

DalabyggðFréttir

Skyndihjálparnámskeið verður haldið á vegum Búðardalsdeildar Rauðakrossins daganna 4. – 7. nóvember næstkomandi frá kl. 18–22 í Auðarskóla. Námskeiðið er 12 klukkustundir, 16 kennslustundir. Markmiðið er að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp og auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Viðfangsefni námskeiðisins eru undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, …

Refa- og minkaveiðar í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013 voru unnir 232 refir og 124 minkar í Dalabyggð. Útlagður kostnaður sveitarfélagsins vegna veiðanna var 5,9 m. kr., þar af er virðisaukaskattur um 1,1 m. kr. Endurgreiðsla ríkisins er að hámarki við 50% af kostnaði við minkaveiðar. Því geta að hámarki um 0,9 m. kr. komið í hlut Dalabyggðar. Ríkissjóður virðist því …

Flóamarkaður

DalabyggðFréttir

Flóamarkaðsstemming verður í Rauðakrosshúsinu laugardaginn 26 október kl. 11- 17. Þar verða til sölu á lágu verði, fulllorðins föt, barnaföt og allskonar dót. Fyrir þá sem vilja selja gamla dótið sitt þar, þá kostar söluborðið 300 krónur. Áhugasamir hafi samband við Jenny í sima 844 5710 eða í tölvupósti jenny @menntaborg.is. Fyrir flóamarkaðinum standa Harpa og Jenny.

Aðalinngangur stjórnsýsluhússins lokaður

DalabyggðFréttir

Vikuna 14.-18. október verður aðalinngangur stjórnsýsluhússins í Búðardal lokaður vegna viðhaldsvinnu. Á meðan á framkvæmdum stendur við aðalinngang, verður gengið um inngang á vesturhlið, merktur lögreglu. Sýsluskrifstofa, lögregla og bókasafn eru til hægri á fyrstu hæð. Skrifstofa Dalabyggðar, félagsþjónusta og héraðsskjalasafn eru á á annarri hæð til vinstri. Héraðsbókasafnið verður opið kl. 13-16 þessa viku í samræmi við opnunartíma sýsluskrifstofu. …