Íbúðalánasjóður hefur auglýst 22 eignir til leigu og er umsóknarfrestur til og með 30. október. Verða þær leigðar út frá 15. nóv eða fyrr eftir samkomulagi. Eignirnar eru auglýstar á Visir.is og Mbl.is. Þar er hægt að sækja um þær með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is og þar á eingöngu að setja nafn eignar í efni (subject), nafn …
Haustfagnaður FSD -úrslit
Á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda er keppt í fjölmörgu tengdu sauðkindinni. Úrslit eru komin í öllum greinum. Nýr Íslandsmeistari í rúningi er Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki í Flóa. Þá var lamb nr. 358 frá Stóra-Vatnshorni valinn besti hrúturinn. Íslandsmeistaramót í rúningi 1. Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki. 2. Jón Ottesen, Ytri-Hólma. 3. Guðmundur Þór Guðmundsson, Kvennabrekku. 4. Arnar Freyr Þorbjarnarson, Harrastöðum. 5. …
Íbúakönnun 2013
Í ár standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir íbúa- og þjónustukönnun í landshlutanum. Könnunin er mikilvæg því hún gefur mynd af áliti íbúa á hinum ýmsu málaflokkum í hinu daglega lífi, svo sem gæði farsímasambands, nettenginga, leikskóla o.s.frv. Niðurstöður eru svo sendar á sveitarstjórnir á Vesturlandi sem gagnast þeim í að sjá stöðu mála í sínum umdæmum. Þátttaka hefur gengið …
Haustfagnaður FSD 2013
Haustfagnaður FSD hófst í dag kl. 12 í Gröf í Laxárdal á lambhrútasýningu í Dalahólfi. Í kvöld er síðan sviðaveisla, hagyrðingar, skemmtun og dansleikur í íþróttahúsinu á Laugum. Fjöldi manns var mættur í Gröf að skoða og þukla hrútana. Á sýninguna voru skráðir 40 hyrndir hrútar, 7 kollóttir og 10 mislitir. Í úrslit í flokki hyrndra hrúta eru komnir nr. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar 105. fundur
105. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 29. október 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Vegagerðin – Niðurfelling héraðsvega af vegaskrá 2. Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 23. október 2013 3. Fjárhagsáætlun 2014-2017 – fyrri umræða Fundargerðir til staðfestingar 4. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 57 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 129 5.1. Samkomulag um …
Netnotkun barna og unglinga
Fyrirlestur um netnotkun barna og unglinga verður í Dalabúð þriðjudaginn 29. október kl. 20 á vegum Foreldrafélags Auðarskóla. Guðberg K. Jónsson verkefnastjóri hjá SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) mun flytja erindið Internetið: Jákvæð og örugg notkun barna og unglinga. Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja …
Skyndihjálparnámskeið
Skyndihjálparnámskeið verður haldið á vegum Búðardalsdeildar Rauðakrossins daganna 4. – 7. nóvember næstkomandi frá kl. 18–22 í Auðarskóla. Námskeiðið er 12 klukkustundir, 16 kennslustundir. Markmiðið er að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp og auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Viðfangsefni námskeiðisins eru undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, …
Refa- og minkaveiðar í Dalabyggð
Frá 1. september 2012 til 31. ágúst 2013 voru unnir 232 refir og 124 minkar í Dalabyggð. Útlagður kostnaður sveitarfélagsins vegna veiðanna var 5,9 m. kr., þar af er virðisaukaskattur um 1,1 m. kr. Endurgreiðsla ríkisins er að hámarki við 50% af kostnaði við minkaveiðar. Því geta að hámarki um 0,9 m. kr. komið í hlut Dalabyggðar. Ríkissjóður virðist því …
Flóamarkaður
Flóamarkaðsstemming verður í Rauðakrosshúsinu laugardaginn 26 október kl. 11- 17. Þar verða til sölu á lágu verði, fulllorðins föt, barnaföt og allskonar dót. Fyrir þá sem vilja selja gamla dótið sitt þar, þá kostar söluborðið 300 krónur. Áhugasamir hafi samband við Jenny í sima 844 5710 eða í tölvupósti jenny @menntaborg.is. Fyrir flóamarkaðinum standa Harpa og Jenny.
Aðalinngangur stjórnsýsluhússins lokaður
Vikuna 14.-18. október verður aðalinngangur stjórnsýsluhússins í Búðardal lokaður vegna viðhaldsvinnu. Á meðan á framkvæmdum stendur við aðalinngang, verður gengið um inngang á vesturhlið, merktur lögreglu. Sýsluskrifstofa, lögregla og bókasafn eru til hægri á fyrstu hæð. Skrifstofa Dalabyggðar, félagsþjónusta og héraðsskjalasafn eru á á annarri hæð til vinstri. Héraðsbókasafnið verður opið kl. 13-16 þessa viku í samræmi við opnunartíma sýsluskrifstofu. …