Réttindi fatlaðra

DalabyggðFréttir

Opinn fundur um réttindi fatlaðs fólks og fjölskyldna barna með sérþarfir verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík mánudaginn 26. ágúst 2013 kl. 17. Starfsmaður réttindavaktar Velferðarráðuneytisins, réttindagæslumaður fatlaðs fólks og ráðgjafi frá Sjónarhóli, ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir, flytja erindi og svara fyrirspurnum. Dagskrá 1. Þjónusta við fatlað fólk á heimilum sínum. 2. Réttindagæslan og ráðstafanir til að draga …

Hnúksneshátíð

DalabyggðFréttir

Í tilefni af 40 ára afmælis Hnúksness árið 2012 verður Hnúksneshátíð í félagsheimilinu Staðarfelli laugardaginn 24. ágúst kl. 20:30. Á dagskrá verður söngur og gamanmál. Fram koma Karlakórinn Frosti, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og fleiri. Enginn aðgangseyrir, en selt verður kaffi og meðlæti. Allir velkomnir í kvöldstund á Staðarfelli.

Timbur- og járngámar

DalabyggðFréttir

Gámar fyrir járn og timbur verða staðsettir á eftirtöldum stöðum eftirfarandi daga. Vikuna 20. – 26. ágúst verða gámar í Saurbæ, Hvammssveit og á Skarðsströnd. Vikuna 27. ágúst – 2. september verða gámar á Fellsströnd og í Laxárdal. Vikuna 3. – 9. september verða gámar í Haukadal, Miðdölum og Hörðudal. Vikuna 10. – 16. september verða gámar á Skógarströnd. Þeir …

Námskeið í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Tvö námskeið er á næstunni á vegum Ólafsdalsfélagsins. Laugardaginn 24. ágúst verður námskeið um söl, sushi og Slowfood og laugardaginn 31. ágúst verður námskeið um varðveislu grænmetis og Slowfood. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins og í síma 896 1930. Skráning er á netfangið olafsdalur@gmail.com Sölvafjara, sushi og Slowfood Laugardaginn 24. ágúst verður námskeið um söl, …

Sveitarstjórnarfundur 103. fundur

DalabyggðFréttir

103. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. ágúst 2013 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Samtök um söguferðaþjónustu -Starfs- og fjárhagsáætlun. 2. Samtök sveitarfélaga á Vestulandi – Aðalfundur 2013. 3. Bréf Umhverfisráðuneytis – Bótaákvæði skipulagslaga. Fundargerðir til staðfestingar 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 126. fundur. 4.1. Dreifnám í Búðardal. 5. …

Starfsmaður óskast

DalabyggðFréttir

Vegna forfalla vantar starfsmann til starfa í mötuneyti Auðarskóla í 50% starfshlutfall frá 21. ágúst 2013 og næstu fjórar vikurnar þaðan í frá. Umsóknir skulu sendar á netfangið eyjolfur@audarskoli.is eða hafa samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037.

Starfsfólk í þangvertíð

DalabyggðFréttir

Þörungaverksmiðjan leitar að duglegum og jákvæðum starfsmönnum í ýmis störf sem tengjast þangvertíð haustið 2013. Þangvertíðin hófst i apríl og stendur til u.þ.b. 31. október. Æskileg reynsla og hæfni er öryggisvitund, frumkvæði, samviskusemi, vandvirkni, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar, m.a. um launakjör veitir Garðar Jónsson framleiðslustjóri í síma 434 7740 eða á netfanginu gardar@thorverk.is Umsóknum skal skila …

Aðalfundur Ungmennaráðs Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Ungmennaráðs Dalabyggðar fer fram í Auðarskóla, mánudaginn 19. ágúst kl. 18. Allir áhugasamir um störf ungmennaráðs eru kvattir til að mæta á fundinn, einkum þeir sem eru á aldrinum 14-20 ára og hafa áhuga á að taka þátt. Dagskrá Kynning ungmennaráðs Erindisbréf Kjör fulltrúa Tveir fulltrúar í aðalstjórn og tveir í varastjón Fulltrúar Auðarskóla verða kjörnir þegar skólastarf hefst …

Íslandsmeistaramót í hrútadómum 2013

DalabyggðFréttir

Íslandsmeistaramót í hrútadómum árið 2013 verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 17. ágúst kl. 14. Ekkert þátttökugjald er í keppninni og keppt í flokkum vanra og óvanra þuklara. Vegleg verðlaun að vanda. Ókeypis er inn á sýningar Sauðfjársetursins þennan dag. Á boðstólum er veglegt kaffihlaðborð að vanda. Kaffihlaðborðið kostar 1.800 kr fyrir 12 ára og eldri, 1.000 kr fyrir …

Íbúafundur um ferðamannastaði í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Íbúafundur um ferðamannastaði í Dalabyggð verður haldinn í Dalabúð, miðvikudaginn 14. ágúst, kl. 16-20. Dagskrá – Núverandi staða ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. – Kynning á verkefni um skráningu ferðamannastaða í Dalabyggð. – Vinnuborð: umræður um sérstöðu og tækifæri í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. – Vinnuborð: kortlagning áhugaverðra staða í Búðardal og nágrenni. – Samantekt Súpa og brauð verður í boði sveitarfélagsins. Endilega …