Aukið vöruval í verslun KM þjónustunnar ehf. í Búðardal

SveitarstjóriFréttir

Við vekjum athygli á eftirfarandi tíðindum sem fram koma á facebook síðu KM þjónustunnar ehf. í Búðardal: „Nú erum við komnir af stað með smá matvöru og dagvöru verslun í K.M. þjónustunni. Hagstætt verð eftir bestu getu. Endilega kíkja við það koma einnig inn mjólkurvörur og brauðálegg og verður til í fyrramálið. Viljum einnig minna á að jóluvörurnar eru komnar …

Ljósin tendruð á jólatrénu 30. nóvember 2023

DalabyggðFréttir

Skátafélagið Stígandi í samstarfi við Dalabyggð bjóða íbúum sem og öðrum að vera viðstödd þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu við Auðarskóla fimmtudaginn 30. nóvember n.k. Dagskrá hefst í Dalabúð kl.16:00 þar sem verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Sögur segja að bræður úr fjöllunum muni kíkja í heimsókn. Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri …

Frá kaffispjalli atvinnumálanefndar

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 15. nóvember hélt atvinnumálanefnd Dalabyggðar kaffispjall í Nýsköpunarsetrinu. Tilgangur með kaffispjalli er að fólk komi og ræði saman um ákveðin þema án þess að eiginleg fundarstjórn sé í gangi eða eitthvað eitt afmarkað málefni sé á dagskrá. Þannig var allt starfssvið atvinnumálanefndar til umræðu og nefndarmenn svöruðu einnig spurningum sem komu upp. Það sem kom m.a. upp í umræðum …

DalaAuður – frá íbúafundi

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 14. nóvember var haldinn íbúafundur í Dalabyggð vegna verkefnisins DalaAuðs. Íbúafundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Rætt var um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu, lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og …

Íbúafundir – kynning á fjárhagsáætlun

DalabyggðFréttir

Með von um að sem flestir íbúar sjái sér fært um að mæta og taka þátt í umræðum verða haldnir tveir opnir fundir til kynningar á fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2024-2027. Fyrri fundurinn verður haldinn mánudaginn 27. nóvember kl.17:00 Seinni fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember kl.20:00 Báðir fundir verða í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar (1. hæð Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar að Miðbraut 11 …

Skrifstofa Sýslumanns lokuð 16. nóvember

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal, verður lokuð fimmtudaginn 16. nóvember. Hefðbundin opnun þriðjudaginn 21. nóvember.   Afgreiðslutími Þriðjudaga, 9:00 – 15:00 Fimmtudaga, 9:00 – 14:00

Skrifstofa Dalabyggðar lokuð 17. og 20. nóvember

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð föstudaginn 17. nóvember og mánudaginn 20. nóvember. Við bendum á að hægt er að senda erindi á netfangið dalir@dalir.is eða netföng viðkomandi starfsfólks: Starfsfólk Skrifstofan opnar svo aftur kl.09:00 þriðjudaginn 21. nóvember.

Bókasafnið opið skemur þann 16.11.2023

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið styttra en venjulega á morgun, fimmtudaginn 16. nóvember eða til kl.16:00 í stað 17:30. Hefðbundin opnunartími verður þriðjudaginn 21. nóvember.

Kveðja til íbúa Grindavíkur

SveitarstjóriFréttir

Dalabyggð sendir íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem nú eru uppi í tengslum við jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Hugur okkar, líkt og landsmanna allra, er hjá ykkur. Færum jafnframt viðbragðsaðilum kveðjur og þakkir fyrir sín störf og óskum þeim góðs gengis í verkefnunum framundan.

Matvælavinnsla í Tjarnarlundi tekin í notkun

DalabyggðFréttir

Á sveitarstjórnarfundi í gær, fimmtudaginn 9. nóvember voru staðfestar fundargerðir byggðarráðs og atvinnumálanefndar þar sem fjallað var um gjaldskrá matvælavinnslu í Tjarnarlundi í Saurbæ. Vaxandi áhugi hefur verið á sölu varnings og matarhandverki á Vesturlandi. Íbúar í Dalabyggð hafa verið einstaklega framtakssamir í framleiðslu matarhandverks. Til að mæta þessari jákvæðu þróun hefur sveitarfélagið nú fengið starfsleyfi á svokallaða litla matvælavinnslu …