Íþróttamiðstöð – framvinda í myndum

Kristján IngiFréttir

Uppsetning límtrés fyrir íþróttasalinn gengur vel og er langt komin. Í gær var steypt botnplata þjónustubyggingar. Steypuvinnu við bygginguna er því lokið og aðeins eftir að steypa sundlaugar- og pottaker. Við viljum endilega leyfa íbúum og öðrum áhugasömum að fylgjast með framvindunni á heimasíðu Dalabyggðar. Á þessari síðu eru myndir af þróuninni síðustu daga og munum við bæta við reglulega …

Forvarnarstefna Dalabyggðar 2025-2027 staðfest

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur staðfest forvarnarstefnu Dalabyggðar fyrir árin 2025 – 2027. Forvarnarstefnan var unnin af forvarnarhópi Dalabyggðar og samþykkt af félagsmálanefnd, auk þess sem óskað var umsagnar frá Ungmennaráði Dalabyggðar. Forvarnarstefnan miðar að því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna í Dalabyggð að 18 ára aldri. Markmið stefnunnar er að auka markvisst forvarnarstarf og samstarf þeirra sem koma …

Sauðburðarbakkelsi – Kvenfélagið Fjóla

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður til sölu sauðburðarbakkelsi fyrir svanga bændur og búalið vorið 2025. Kleinur 1 kg 2500 kr Ástarpungar 1 kg 2500 kr Pitsasnúðar 1 kg 2500 kr Kanilsnúðar 1 kg 2000kr Hjónabandssæla 3000 kr Flatkökur 5 stk (ath 2 heilar + 1/2 flatkaka)1000kr Rúgbrauð um 500 gr 1000 kr. A.T.H sama góða verðið og vorið 2024 Pantanir berist til …

Laus störf: Aðhlynning á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Óskum eftir starfsmönnum í sumarafleysingar og fastar stöður við umönnun. Hjúkrunarheimilið sérhæfir sig í þjónustu við geðfatlaða og er staðsett á fallegum stað í Dölunum. Starfið er mjög fjölbreytt og lærdómsríkt. Um er að ræða vaktarvinnu en starfshlutfall getur verið samkomulag. Áhugasömum er velkomið að hringja eða koma í heimsókn og kynna sér starfið, einnig er hægt að fara á …

Opið fyrir styrkumsóknir – Hollvinasamtök Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Hollvinasamtök Dalabyggðar auglýsa eftir styrkumsóknum. Tilgangur samtakanna er að styðja við verkefni í Dalabyggð er varða eflingu byggðar, atvinnulífs og menningar eða eru af því tagi að standa vörð um sögu og starf svæðisins. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Hámarksstyrkur 2025 er 100.000 kr.- á hvert verkefni. Umsóknum skal skila á netfangið: hvs.dalir@gmail.com …

Ársskýrsla DalaAuðs 2024 komin út

DalabyggðFréttir

Ársskýrsla DalaAuðs 2024 er komin út og er nú aðgengileg á vef Byggðastofnunar sem og hér fyrir neðan. Árlega eru haldnir íbúafundir í tengslum við DalaAuð, þar sem lögð eru fram markmið verkefnisins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir framgangi verkefnisins árið 2024. Þar er sagt frá þeim verkefnum sem sett hafa verið á dagskrá á íbúafundum, veittum styrkjum úr …

Laust starf: Umsjónarmaður á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Hjúkrunarheimilið Fellsendi auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns. Um fullt starf er að ræða frá 1. maí 2025. Unnið er eftir Betri vinnutíma og er því vinnuvikan 36 stundir. Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sérhæft í að sinna geðfötluðum og er á fallegum stað í Dölunum. Við leitum að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni og verða …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 254. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 254. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 25. mars 2025 og hefst kl. 17:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2502008 – Ársreikningur Dalabyggðar 2024 2. 2410010 – Brothættar byggðir DalaAuður 3. 2410009 – Fjallskilasamþykkt 4. 2502004 – Varúðarniðurfærsla viðskipta- og skattkrafna v/2024 5. 2301065 – Ljárskógarbyggð 6. 2502011 – Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastr …

Laus störf: Hótelstarfsfólk óskast á Dalahótel

DalabyggðFréttir

Fjölbreytt störf í boði á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Hótelið heimsækja bæði erlendir og innlendir ferðamenn sem og hópar, t.d. ættarmót. Einnig koma fjölmargir til að heimsækja tjaldsvæðið okkar og sundlaugina. Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja vinna úti á landi yfir sumartímann í friðsælu og fallegu umhverfi. Menntunar- og hæfniskröfur Almenn góð menntun Góð tungumálakunnátta æskileg Glaðlegt viðmót og …