Það er ýmislegt skemmtilegt og gott að frétta hjá okkur í Dalabyggð nú þegar haustið hefur tekið völdin og verkefni á ýmsum sviðum halda áfram af miklum krafti víða – ég vil hér klukka örfáa þætti í þessum molum mínum. Þjóðlendumálin loks afgreidd Það er mjög ánægjlegt að Óbyggðanefnd hefur nú staðfest að fallið hafi verið frá öllum kröfum ríkisins …
Bleikar bækur og bingóverðlaun
Héraðsbókasafn Dalasýslu stóð fyrir lestrarátaki yfir sumarið í fjórða sinn. Gefin voru út þrjú bingó-spjöld fyrir mismunandi aldur þ.e. 5-7 ára, 8-9 ára og 10-12 ára. Þátttakendur sóttu spjöldin á bókasafnið fyrir sumarlokun en á hverju spjaldi voru nokkrir reitir sem lýstu aðstæðum eða athöfn sem átti að framkvæma á meðan lestri stóð. Í dag, fimmtudaginn 23. október, var þátttakendum …
Verðlaun fyrir þátttöku í bókabingói
Fimmtudaginn 23. október kl. 15:30 langar okkur að bjóða þeim sem skiluðu inn lestrarbingóblöðum eftir sumarið, að hittast í anddyri Stjórnsýsluhússins og veita umbunagjöfum viðtöku. Hlökkum til að sjá ykkur!
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 261. fundur
FUNDARBOÐ 261. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 23. október 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2411009 – Lánasamningur – Lánasjóður sveitarfélaga 2. 2505011 – Formlegar sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra Fundargerðir til kynningar 3. 2501003 – Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025 4. 2501006 – Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2025 21.10.2025 Björn Bjarki …
Kvennaverkfall 2025 – Kvennaár
Samtök kvenna, launafólks og fl. hagsmunahópar hafa boðað til samstöðufunda undir yfirskriftinni Kvennaverkfall, föstudaginn 24. október nk. Kvennaverkfallið 2025 er hvorki verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar né frídagur launafólks. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun. Sveitarfélagið Dalabyggð styður réttindabaráttuna og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa …
HVe: Augnlæknir – Kvensjúkdómalæknir
Augnlæknir Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 23. október n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450, mánudaga – fimmtudaga kl. 09–15, föstudaga kl. 09-12 Kvensjúkdómalæknir Helga Medek kvensjúkdómalæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal miðvikudaginn 5. nóvember og fimmtudaginn 6. nóvember n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450, mánudaga – fimmtudaga kl. 09–15, …
Dalabyggð á Starfamessu
Skrifstofa Dalabyggð tók þátt í Starfamessu í Borgarnesi þriðjudaginn 14. október sl. Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar þar sem þátttakendur geta kynnt sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna …
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands fyrir úthlutun ársins 2026. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Að þessu sinni er kallað eftir umsóknum um styrki til: atvinnuþróunar og nýsköpunar menningarverkefna …
Innviðaáætlun Dalabyggðar staðfest og birt
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur unnið innviðaáætlun fyrir sveitarfélagið sem staðfest var á síðasta sveitarstjórnarfundi. Áætlunin byggir á áður útgefnum og uppfærðum skýrslum um forgangsröðun vegaframkvæmda og fjarskipta í Dalabyggð ásamt viðbættum upplýsingum um raforku og hitaveitu. Markmiðið er að taka saman stöðu og setja fram raunhæfar áætlanir og áherslur um innviðamál í Dalabyggð í lifandi skjali sem uppfærist eftir því sem …
Bólusetning gegn árlegri inflúensu
Inflúensubólusetningar fyrir áhættuhópa eru að hefjast á Heilsugæslustöðinni í Búðardal og á Reykhólum. Tímapantanir eru í síma 432 1450 Í forgangshópi eru: einstaklingar 60 ára og eldri. Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi …







