Opinn íbúafundur vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fundurinn er boðaður af Almannavarnanefnd Vesturlands. Tilgangur fundarins er að eiga samtal við íbúa vegna yfirstandandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Fyrirlestrar verða frá Veðurstofu Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Neyðarlínunni en jafnframt verða fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Vesturlandi og sveitarfélaga …
Af fundi með innviðaráðherra í Borgarnesi
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur boðað til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fulltrúar Dalabyggðar mættu á fund innviðaráðherra í Borgarnesi miðvikudaginn 13. ágúst sl. þar sem sveitarstjóri Dalabyggðar afhenti …
Minnum á: Skila bingóspjöldum á bókasafnið
Sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu hefur staðið yfir í sumar fjórða árið í röð. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Lagt var upp með að börnin skili inn bingóspjaldinu sínu á Héraðsbókasafn Dalasýslu 12. og 14. ágúst og í september verður svo uppskeruhátíð þar sem þátttakendur fá að launum glaðning ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið …
Heitavatnslaust í Búðardal 11.08.2025
Heitavatnslaust verður í Búðardal í dag 11.8.2025 frá kl 14:00 og fram eftir degi vegna bráðaviðgerðar á dreifikerfinu. Send verður tilkynning þegar aðgerðum er lokið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.
Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, …
Brjóstaskimun í Búðardal 1. – 2. september (Íslenska-English-Polska)
Íslenska Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið haustið 2025 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan. · Með brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og draga þannig verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins. · Áhersla er lögð á að konur nýti …
Haukadalur 1934-1936
Byggðasafn Dalamanna er nú með sýningu í anddyri stjórnsýsluhússins á bæjarteikningum úr Haukadal eftir Helgu Skúladóttur (1902-1947) frá Keldum á Rangárvöllum. Helga var farkennari í Haukadal og Laxárdal 1934-1936 og teiknaði á þeim tíma flesta bæi í þessum tveimur sveitum.
Heitavatnslaust í hluta Búðardals
Heitavatnslaust verður í hluta Búðardals föstudaginn 8. ágúst 2025 kl 14:00 – 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2025
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá 23. júlí til og með 6. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi fimmtudaginn 7. ágúst kl. 09:00. Við bendum á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is meðan á sumarlokun stendur og við svörum við fyrsta tækifæri. Við biðjum íbúa að athuga að heimaþjónustusíminn verður einnig lokaður á þessum tíma. Erindum vegna þessa …
Sumarmolar frá sveitarstjóra
Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir velunnarar Dalanna, Í ljósi þess að nú fer sumri brátt að halla og sumarlokun Dalabyggðar að bresta á þá langar mig til að koma nokkrum „sumarmolum“ á framfæri hér á heimasíðu Dalabyggðar. Líkt og fram hefur komið þá verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá 23. júlí til og með 6. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir …