Greiðsluseðill vegna tónlistarnáms við tónlistardeild Auðarskóla hefur verið sendur út. Til að sækja um að nýta frístundastyrk barns til niðurgreiðslu gjalds þarf að skrá barnið á Abler. Það er gert með því að skrá barnið eftir því sem við á hérna: Abler – Dalabyggð
Laus störf: Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli auglýsir eftir kennurum í eftirfarandi lausar stöður fyrir skólaárið 2025-2026: Umsjónarkennari á miðstigi Umsjónarkennari á elsta stigi Leikskólakennarar Tónlistarkennari Faggreinakennarar: Myndmennt, hönnun og smíði, tónmenntakennari Auðarskóli leitar að metnaðarfullum kennurum sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2025. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er …
Leikjanámskeið Undra sumarið 2025
Leikjanámskeið á vegum Íþróttafélagsins Undra verður haldið í fjórar vikur í júní, 3. – 27. júní í Dalabúð, Búðardal. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2013 – 2018. Námskeiðið fer fram: Mánudaga – fimmtudaga frá 9-15 Föstudaga frá 9 -13 Vika 1: 3.-6. júní (skólaslit 2. júní) Vika 2: 10.-13. júní (frídagur 9. júní) Vika 3: 16.-20. júní (frídagur 17. júní) …
Bókasafnið fær smásögu að gjöf
Ungir ritsnillingar halda áfram að gefa bókasafninu verk sín. Að þessu sinni var það Karl Helgi Töruson sem kom færandi hendi og gaf safninu smásögu úr sveitalífinu. Kærar þakkir fyrir að auka og auðga safnkosts bókasafnsins Karl Helgi. – Bókavörður Héraðsbókasafns Dalasýslu
Lóðasláttur lífeyrisþega
Lífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Dalabyggð geta sótt um að fá lóðir sínar slegnar allt að þrisvar sinnum í sumar. Umsóknareyðublað liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar og er einnig að finna hér: Garðsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega (eyðublað). Ekki er slegið við húsnæði þar sem rekin er atvinnustarfsemi. Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Vinnuskóli Dalabyggðar 2025
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní og til loka júlí (með fyrirvara), fyrir unglinga fædda 2008 til 2012. Sigríður Jónsdóttir verður umsjónarmaður Vinnuskólans 2025. Umsóknareyðblað má finna hér neðar í fréttinni. Umsækjendur eru beðnir um að taka það fram á umsókninni ef sótt hefur verið um sumarstörf á fleiri stöðum. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk. Athugið …
Skrifstofa sýslumanns lokuð 8. maí – 4. júní
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal er lokuð frá 8. maí – 4. júní nk. vegna sumarleyfis. Næsti opnunardagur verður fimmtudagur 5. júní nk. Við bendum á heimasíðu embættisins www.syslumenn.is þar sem má finna helstu spurningar og svör, netspjall og opnunartíma annarra útibúa.
Vinna við dreifikerfi 08.05.2025
Rafmagnslaust verður frá aðveitustöðinni í Glerárskógum inn í Hvammssveit, Fellsströnd, Skarðsströnd og Saurbæ þann 8.5.2025 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 256. fundur
FUNDARBOÐ 256. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 8. maí 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2412009 – Könnunarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra 2. 2411009 – Lánasamningur 2024/2025 – Lánasjóður sveitarfélaga 3. 2410009 – Fjallskilasamþykkt 4. 2505005 – Aðalfundarboð Fjárfestingafélagið Hvammur Fundargerðir til kynningar 5. 2503006F – Byggðarráð Dalabyggðar – 335 6. 2504001F …
Gangstéttasópun í Búðardal
Á morgun, þriðjudaginn 6. maí, verða gangstéttar í Búðardal sópaðar. Bílar nærri gangstéttum geta þrengt að þannig að tækið komist ekki til að sópa. Íbúar eru því beðnir um að færa að bíla og annað á og við gangstéttar þannig að árangur að sópuninni verði sem bestur.