Uppbyggingarsjóður Vesturlands – opið fyrir umsóknir

Dalabyggð Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2023, úthlutun fer fram í september 2023. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í þessari úthlutun eru veittir …

Laust starf: Aðstoð í eldhúsi Fellsenda

Dalabyggð Fréttir

Hjúkrunarheimilið Fellsendi – starf í eldhúsi Óskað eftir aðstoðarmanni í eldhúsið á Fellsenda.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags. Starfið fellst í aðstoð við matreiðslu, uppvask og þrif. Starfið er 89% vinna, unnið þriðjudaga til föstudaga frá 8-16.  Möguleiki á minna starfshlutfalli eftir samkomulagi.  Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Heiðrúnar Söndru á netfangið eldhus@fellsendi.is eða síma 772-0860. Sjá einnig: Laus störf

Tilkynning frá slökkviliðsstjóra

Sveitarstjóri Fréttir

Vegna langvarandi þurrka síðastliðnar vikur og óvissu með vætu í veðurspá á þjónustusvæði Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda vill slökkviliðsstjóri biðja íbúa og gesti um að fara með gát með allan eld og hitagjafa sem geta komið af stað gróðurbruna. Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á meðfylgjandi mynd eru gagnlegar upplýsingar frá Eldklár. …

Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2023

Dalabyggð Fréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð dagana 31. júlí – 9. ágúst nk. vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri. Skrifstofan verður opnuð að nýju kl. 09:00 fimmtudaginn 10. ágúst.

Jóna Björg ráðin verkefnastjóri fjölskyldumála

Dalabyggð Fréttir

Þann 9. júní sl. var auglýst starf verkefnastjóra fjölskyldumála hjá Dalabyggð með umsóknarfresti til 26. júní. Um er að ræða nýtt starf þar sem helstu verkefni eru tengd málefnum félagsþjónustu, fræðslumála, barnavernd og störfum með fastanefndum Dalabyggðar. Þrjár umsóknir bárust vegna starfsins og fóru viðtöl fram fyrri hluta júlí. Það er Jóna Björg Guðmundsdóttir sem hefur verið ráðin og tekur …

Miðbraut lokuð part úr degi 29.07.2023

Dalabyggð Fréttir

Miðbraut verður lokuð laugardaginn 29. júlí milli ca. 12:300 – 16:00 vegna Pósthlaupsins en endamarkið verður staðsett við pósthúsið.  Pósthlaupið er um 50 km utanvegahlaup sem hefst við Bálkastaði í Hrútafirði. Hlaupin er gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð vestur í Haukadal og sem leið liggur niður dalinn, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla …

Endurbætur á smábátahöfn í Búðardal

Dalabyggð Fréttir

Unnið hefur verið að endurbótum á smábátahöfninni í Búðardal sl. daga og fer þeim nú að ljúka. Skipt hefur verið um stagkeðjur, akkeri fyrir bryggju og landfestur. Jafnframt voru endurnýjuð innsiglingarljós og flóðlýsing ásamt því að bryggja var yfirfarin að öðru leyti. Virkilega ánægjulegt að þessum endurbótum hafi verið náð í sumar. Í framhaldi af þessum framkvæmdum verður svo settur …

Rotþróahreinsun 2023

Dalabyggð Fréttir

Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2023, mun hreinsun fara fram í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal og hefst verkið þriðjudaginn 8. ágúst nk. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og auðvelda aðgengi að rotþróm. Þá …

Auðarskóli gerir samning um stuðning við skólastarf

Dalabyggð Fréttir

Í reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum kemur m.a. fram að: „Sveitarfélög skulu tryggja að viðeigandi skólaþjónusta sé veitt í leik- og grunnskólum, ákveða fyrirkomulag hennar og stuðla að því að hún fari fram innan skóla.“ Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti á 311. fundi sínum samning Auðarskóla við Ásgarð skólaráðgjöf um sérfræðiþjónustu við starfsfólk …

Umsögn Dalabyggðar við samgönguáætlun

Dalabyggð Fréttir

Dalabyggð sendi inn umsögn í Samráðsgátt stjórnvalda við samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2038. Samgönguáætlun er lögð fram í einu lagi til 15 ára ólíkt því sem áður var, þ.e. stefnumótandi áætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun fyrir fyrstu fimm ár áætlunarinnar. Nýverið staðfesti sveitarstjórn Dalabyggðar forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu. Sú framtíðarsýn sem kemur þar fram miðar að því að …