Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 46

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Carolin Baare Schmidt og Skjöldur Orri Skjaldarson voru gestir á fundinum undir dagskrárlið 1.
1. 2301016 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2023
Rekstraraðilar Tjaldsvæðis í Búðardal mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2023 (gestir)
Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2024.

Sorpflokkun gesta ekki sú besta þó merkt ílát séu til staðar, fólk virðist gleyma sér þegar það er í fríi. Skilar sér í kostnaði og vinnu.
Stefnt að því að endurnýja tenglahús á tjaldsvæðinu fyrir sumarið og unnið að áætlun fyrir drenun.
Rekstraraðilar vinna að betra skipulagi á tjaldsvæðinu með tilliti til gróðurs, vegar, gönguleiða á svæðinu, brunavarna o.s.frv.

Ábending til sveitarfélagsins varðandi fjölda aðila sem gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, tjaldvögnum og öðrum ferðabílum utan tjaldsvæða í Dalabyggð, m.a. á almennum bílastæðum, við veiðistaði meðfram ám o.s.frv.
Í lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð segir: "Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum eða tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða."

Nefndin þakkar Carolin og Skildi fyrir komuna.
2. 2402009 - Þróunarverkefni í Dalabyggð 2024
Rætt um þróunarverkefni í Dalabyggð.
Nefndin skoði umræðuefni og kynningar fyrir komandi kaffispjall í Nýsköpunarsetrinu með tilliti til þróunarverkefna í sveitarfélaginu.
Rætt um hugmyndir fyrir afþreyingarmöguleika, framleiðslu matvæla í héraðinu, möguleika ferðaþjónustunnar og fleira. Tækifærin til staðar og fjöldi hugmynda. Ýmsir möguleikar hafa opnast til uppbyggingar á þessu sviði m.a. með DalaAuði, eflingu nýsköpunar á öllum skólastigum og styrkingu ímyndar Dalanna.
3. 2404009 - Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð
Frá 45. fundi atvinnumálanefndar 26.02.2024:

"2. 2401038 - Staða og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi - skýrsla
Þann 22. janúar var kynning á skýrslu SSV, sem unnin var af Gagna um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi kynnt.
Atvinnumálanefnd fær Þorstein Gunnlaugsson á fundinn til að fara yfir stöðu Dalabyggðar í málaflokkinum og leggur drög að forgangsröðun Dalabyggðar í fjarskiptamálum.
Atvinnumálanefnd leggur drög að forgangsröðun vegna farsímasambands í Dalabyggð.

Nefndin þakkar Þorsteini fyrir komuna."

Nefndin fer yfir drög að forgangsröðun.

Farið yfir það sem komið er inn í skýrsluna og nefndin vinnur áfram að forgangsröðun fjarskiptamála.
4. 2404014 - Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð
Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð var samþykkt í júní 2023. Í niðurlagi skýrslunnar kemur fram að uppfæra skuli hana árlega. Nefndin hefur vinnu við uppfærslu.
Í forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð kemur fram: "Forgangsröðun þessi verði uppfærð árlega þar sem hún er borin undir íbúa á opnum fundi, ásamt því að fá umfjöllun atvinnumálanefndar. Að uppfærslu lokinni verði hún tekin fyrir hjá sveitarstjórn Dalabyggðar og send fyrrnefndum aðilum að nýju."
Lagt til að opinn fundur verði haldinn þriðjudaginn 4. júní 2024, öll velkomin.
Forgangsröðun_samþykkt_2023.pdf
Mál til kynningar
5. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Skráð atvinnuleysi á landsvísu í febrúar var 3,9% og hækkaði úr 3,8% frá janúar. Atvinnuleysi var 4,0% á
landsbyggðinni í febrúar en 3,0% á Vesturlandi og lækkaði þar úr 3,1% í janúar. Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í febrúar, mest var fjölgunin í verslun og vöruflutningum, byggingariðnaði og veitingaþjónustu. Atvinnulausum fækkaði lítillega í lok febrúar í nokkrum atvinnugreinum, mest þó í gistiþjónustu. Alls komu inn 330 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í febrúar, þar af 36 á Vesturlandi.

Skráð atvinnuleysi á landsvísu í mars var 3,8% og lækkaði úr 3,9% frá febrúar. Atvinnuleysi var 3,8% á
landsbyggðinni í mars en 2,7% á Vesturlandi og lækkaði þar úr 3,0% í febrúar. Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í mars, mest var fækkunin í farþegaflutningum með flugi, ferðaþjónustu og gistiþjónustu. Atvinnulausum fjölgaði lítillega í lok mars í nokkrum atvinnugreinum, mest þó í iðnaði. Alls komu inn 283 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í mars, þar af 7 á Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar.
februar-2024-skyrsla.pdf
mars-2024-skyrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:02 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei