Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 147

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.06.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Framlögð ný tillaga að deiliskipulagi fyrir Skoravík.
Nefndin frestar erindinu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með umsækjendum.
2. 2312007 - Ólafsdalur vegna áforma um breytingu á gildandi aðalskipulagi
Lögð fram vinnslutillaga vegna aðalskipulagsbreytingar í Ólafsdal.
Framlögð tillaga að breytingu aðalskipulags á vinnslustigi og drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals sem fyrirhugað er að auglýsa samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð, sérhefti dags. 27. maí 2024 og á breytingaruppdrætti með sömu dagsetningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar hefur farið yfir vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
3. 2308002 - Deiluskipulag í Búðardal
Framlögð til kynningar greinargerð frá Arkís með tillögu að deiliskipulagi af svæði sunnan Miðbrautar í Búðardal.
Lagt fram til kynningar.
4. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Ljárskóga.
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna skógræktar í landi Ljárskóga, sbr. erindi Yggdrasils Carbon og landeiganda dags. 17. maí 2024.
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt innan 52,6 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir að planta í um 45,4 ha. Bráðabirgða ræktunaráætlun, dags. 3. júní 2024, fylgir umsókninni með korti af dreifingu trjátegunda og þar sem afmörkuð eru votlendissvæði og veghelgunarsvæði. Um er að ræða viðbót við skógrækt í landi Ljárskóga sem veitt var framkvæmdaleyfi fyrir árið 2023.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til skógræktarinnar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Skógræktin skerði ekki votlendi og vistgerðir sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ræktunaráætlun geri grein fyrir slíkum verndarsvæðum.
Í ræktunaráætlun verði gerð grein fyrir fornleifum og helgunarsvæðum þeirra skv. fornleifaskráningu.
5. 2405008 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegagerð á Hömrum
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar.
Framlögð umsókn um framkvæmdarleyfi vegna vegagerðar í landi Hamra (lnr. 137562), sbr. erindi Gunnars Inga Gunnarssonar, dags 14. maí 2024. Með umsókn fylgir hnitsettur uppdráttur af vegstæðinu, dags 14. maí 2024 (Verkís). Einnig kort af vegstæðinu og fornleifum.
Um er að ræða 1 km vegkafla frá gömlu réttinni að fyrirhuguðu byggingarstæði nálægt gamla bæjarstæði Hamra. Vegurinn verður um 4 metra breiður og er efnismagn til vegagerðar áætlað um 1600 rúmmetrar. Efni verður tekið úr aðliggjandi melum og gengið snyrtilega frá jarðraski að framkvæmdum loknum.
Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Vesturlands, dags. 27. maí 2024. Í umsögninni er vísað til fyrirliggjandi fornleifaskráningar (Dr. Kevin Martin 2024. Deiliskráning fornleifa að Hömrum svæði B. Verkefnisnúmer :3164. Hvanneyri). Samkvæmt skráningunni er líklegt að vegurinn fari gegnum einhver garðlög. Minjastofnun setur sig ekki upp á móti þessum framkvæmdum en setur þau skilyrði að ef farið verði gegnum garðlög verði þau teiknuð upp og sett fram í skýrslu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til vegagerðarinnar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. umsókn og að uppfylltum skilyrðum minjavarðar úr umsögn hans dags. 27. maí 2024.
6. 2405015 - Umsókn um byggingarleyfi - Haukabrekka lóð G - Sambyggð geymsla og gestahús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið.
7. 2405007 - Umsókn um byggingarleyfi - Bjálkahús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um að réttar teikningar berist.
8. 2406010 - Umsókn um stofnun lóðar á Narfeyri
Framlögð umsókn um stofnun lóðar.
Samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist.
9. 2406003 - Stofnun lóðar - Rauðbarðaholt 3
Framlögð umsókn og merkjalýsing vegna stofnunar nýrrar lóðar um eldri útihús.
Nefndin samþykkir erindið.
10. 2405005 - Umsókn um byggingarleyfi - Bílskúr á Sunnubraut 13
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um formlega grenndarkynningu.
11. 2406012 - Umsókn um byggingarleyfi í Miðskógi, Alifuglahús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn.
12. 2406001 - Umsókn um byggingarleyfi - Geymsla í Krummakoti
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn.
13. 2405017 - Umsókn um breytt útlit á gluggum í Lækjarhvammi 9
Framlögð umsókn um breytt útlit á gluggum.
Nefndin samþykkir erindið.
14. 2405016 - Dagverðarneskirkja og kirkjugarður endurbygging
Framlögð gögn til kynningar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á og við Dagverðarneskirkju.
Lagt fram til kynningar.
15. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Hnitsett afmörkun á lóð sem sveitarfélagið á fyrir Vesturbraut 4. Afmörkun er í samræmi við áform Olís um sjálfsafgreiðslustöð. Byggðaráð Dalabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta lóðinni til Olís.
Lagt fram til kynningar.
16. 2406002 - Umferðaröryggi í Búðardal - aðgerðir 2024
Vegagerðin áformar lagfæringar á bæjarhliðum beggja megin við bæjarmörk Búðardals og aðrar viðbætur vegna umferðaröryggis í og við þéttbýlið. Starfsmenn sveitarfélagsins funduðu með fulltrúum Vegagerðarinnar. Fundargerð með tillögum sem Vegagerðin verðmetur meðfylgjandi.
Til umræðu einnig fyrirkomulag og staðsetning hraðahindrunar á Sunnubraut.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei