Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 326

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.08.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að mál nr. 2407009, Lagning ljósleiðara í N-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 5.

Lagt er til að mál nr. 2407010, Framkvæmdaleyfi fyrir 22,3 ha skógrækt í landi Hamra, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 6.

Lagt er til að mál nr. 2301065, Ljárskógarbyggð, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 7.

Lagt er til að fundargerð 148. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 9.

Aðrir liðir hnikist til í samræmi við ofangreint.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2403012 - Ræktun landgræðsluskóga
Framlagður til staðfestingar samningur Dalabyggðar við Skógræktarfélag Dalasýslu og Skógræktarfélag Íslands um Brekkuskóg við Búðardal.
Byggðarráð staðfestir samninginn.
2. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu verkefnisins og hvernig tímalína ákveðinna verkþátta næstu vikur lítur út.
Jarðvinna/uppgröftur er hafinn og er áætlað að sá þáttur taki um tvær vikur. Samþykkt að fá eftirlitsaðila verksins á næsta fund byggðarráðs.
3. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri kynntu stöðu mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
4. 2211012 - Uppbygging íbúðarhúsnæðis
Rætt um stöðu mála er varðar framboð íbúða og húsnæðis í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að taka saman yfirlit yfir lausar lóðir í Búðardal, hvernig mál standa varðandi úthlutaðar lóðir og hvaða möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka uppbyggingu íbúðarhúsnæðis því eins og staðan er nú er Búðardalur nánast uppseldur ef svo má segja og því ekki forsendur fyrir frekari fjölgun íbúa eins og sakir standa og því ljóst að grípa þarf til aðgerða í þá veru að íbúum fjölgi í Búðardal og Dalabyggð allri.
5. 2407009 - Lagning ljósleiðara í N-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi
Míla óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningu ljósleiðara í hluta Búðardals. Tengja á öll hús við Vesturbraut og norður hluta þorpsins til og með Mið- og Borgarbraut.
Hönnun er þannig að almennt verður lagt við bakgarð lóða sbr. legu hitaveitu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á 148. fundi sínum þann 7. ágúst 2024 að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. fyrirliggjandi gögnum.

Byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, staðfestir samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
Míla_verktkn ljósleiðara í N-hluta Búðardals.pdf
6. 2407010 - Framkvæmdaleyfi fyrir 22,3 ha skógrækt í landi Hamra
Umhverfis- og skipulagsnefnd tók umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir á 148. fundi sínum og bókaði eftirfarandi:
"Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn landeigenda og skv. 13. gr. Skipulagslaga."

Byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, staðfestir samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
Umsókn um framkvæmdaleyfi skógrækt..pdf
7. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd tók málið fyrir á 148. fundi sínum og bókaði eftirfarandi:
"Þann 2. ágúst sl. lauk auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingar í landi Ljárskóga og samsvarandi deiliskipulagstillögu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv. 1. málsgr. 32. gr. skipulagslaga og nýtt deiliskipulag skv. 3. málsgr. 41. gr. skipulagslaga og leggur til við byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar."

Byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, staðfestir samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
8. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Fundargerðir til kynningar
9. 2406001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 148
9.1. 2406007 - Hjóla og gangstígar
Framlagt erindi varðandi lagningu göngu- og hjólastíga meðfram þjóðvegi 60 sem byggðarráð vísaði til nefndarinnar á 323. fundi ráðsins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar góða ábendingu og fyrir frumkvæði bréfritara í þessum efnum. Verkefni sem þetta þarf að vinna í samstarfi við Vegagerðina sem styður við verkefni sem þetta úr þar til gerðum sjóði og verður farið í að skoða málið í samstarfi við þá stofnun og þar hugað að mögulegum útfærslum og forgangsröðun.
9.2. 2407009 - Lagning ljósleiðara í N-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi
Míla óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningu ljósleiðara í hluta Búðardals. Tengja á öll hús við Vesturbraut og norður hluta þorpsins til og með Mið- og Borgarbraut.
Hönnun er þannig að almennt verður lagt við bakgarð lóða sbr. legu hitaveitu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. fyrirliggjandi gögnum.
9.3. 2407010 - Framkvæmdaleyfi fyrir 22,3 ha skógrækt
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Hamra.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn landeigenda og skv. 13. gr. Skipulagslaga.
9.4. 2408001 - Brottnám skipsins Blíðu af hafsbotni
Framlagt erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins varðandi áform Umhverfisstofnunar um að draga til baka kröfu stofnunarinnar um að skipið skuli fjarlægt.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar gerir ekki athugasemd við þau áform Umhverfisstofnunar að hætta við að fjarlægja skipið.
9.5. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Farið yfir stöðu vinnu við gerð deiliskipulags í Búðardal sem unnið er í samstarfi við Arkís. Kynnt drög að greinargerð fyrir hluta Búðardals.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur kynnt sér fyrirliggjandi drög og samþykkir að fela Arkís að vinna tillögurnar áfram í samræmi við framkomnar tillögur.
9.6. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Þann 2. ágúst sl. lauk auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingar í landi Ljárskóga og samsvarandi deiliskipulagstillögu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv. 1. málsgr. 32. gr. skipulagslaga og nýtt deiliskipulag skv. 3. málsgr. 41. gr. skipulagslaga og leggur til við byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei