Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 161

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.05.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Jóhannes Haukur Hauksson oddviti,
Halla S. Steinólfsdóttir varaoddviti,
Eyþór Jón Gíslason ,
Ingveldur Guðmundsdóttir ,
Þorkell Cýrusson ,
Sigurður Bjarni Gilbertsson ,
Valdís Gunnarsdóttir ,
Sveinn Pálsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
Á undan fundi sveitarstjórnar afhenti Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddvita undirskriftir 213 íbúa í Dalabyggð.

Oddviti óskar eftir að ályktunin sem ritað er undir verði tekin til umræðu undir 1. lið fundarins mál nr. 1609021.
Einnig að á dagskrá verði tekið mál nr. 1801012 umsókn um greiðslu skólagjalda vegna tónlistarnáms.

Samþykkt í einu hljóði.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1609021 - Sala eigna - Laugar og Sælingsdalstunga
Á 160. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl ákvað sveitarstjórn að slíta viðræðum við Arnarlón ehf. þar sem á gögnum sem fyrir fundinum lágu mátti greina að veðskuldabréf fyrir lokagreiðslu Arnarlóns væri tryggt með 3ja veðrétti en ekki 1. eða 2. veðrétti eins og sveitarstjórn hefur krafist frá upphafi viðræðna milli aðila í desember 2017.
Arnarlón ehf. mótmælti þessari afgreiðslu þann 20. apríl sl. þar sem tilboðsgjafi hafi fallið frá öllum fyrirvörum innan þess frests sem samþykktur hafði verið.
Þann 13. maí leggur Arnarlón ehf. fram tillögu að lausn til þess að klára viðskiptin milli Arnarlóns ehf. og Dalabyggðar um Laugar í Sælingsdal og Sælingsdalstungu.
Auk tölvupósts Arnarlóns frá 13. maí sl. liggur fyrir fundinum tölvupóstur frá sama aðila frá 18. maí, opið bréf Eyjólfs Ingva Bjarnarsonar til sveitarstjórnar dags. 21. maí og svar sveitarstjórnar frá 23. maí sl.



Til máls tóku: Sigurður Bjarni, Valdís, Eyþór, Þorkell, Ingveldur,
Oddviti hefur f.h. sveitarstjórnar móttekið eftirfarandi ályktun:
"Í samræmi við 64. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar óskum við undirrituð eftir því að almenn atkvæðagreiðsla fari fram um mál nr. 1609021 - sala eigna - Laugar og Sælingsdalstunga sbr. tillögu Arnarlóns ehf. frá 13. maí sl. um lausn á málinu.
Við erum á móti því að Dalabyggð veiti seljendalán."

Undir þetta hafa ritað 213 íbúar sveitarfélagsins.

Tillaga:
Sveitarstjórn telur að tillaga Arnarlóns ehf. frá 13. maí sl. með viðbótum frá 18. maí sé ágætlega til þess fallin að ljúka sölunni og þar með renna stoðum undir uppbyggingu íþróttamannvirkja við Auðarskóla eins og stefnt hefur verið að.
Í ljósi umræðu í samfélaginu og á samfélagsmiðlum og nýfenginna undirskrifta er hins vegar lagt til að málinu verði vísað til afgreiðslu nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við stjórn sveitarfélagsins þann 10. júní næstkomandi.

Samþykkt í einu hljóði.
2. 1805001 - Bréf UMFÍ vegna Lauga í Sælingsdal
Með bréfi dags. 27. apríl 2018 óskar framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi söluferli fasteignanna á Laugum.
Tillaga:
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara bréfi UMFÍ með tilvísun í 1. lið fundargerðarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.
3. 1802033 - Opnun minningarreits - Sturla Þórðarson
Lagður fram samningur milli Undirbúningsnefndar um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands og Dalabyggðar varðandi styrk nefndarinnar og drög að samningi milli eigenda Staðarhóls og Dalabyggðar um minningarreit um Sturlu Þórðarson sagnaritara að Staðarhóli.
Tillaga:
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. Dalabyggðar.

Samþykkt í einu hljóði.
4. 1712011 - Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi
Lögð fram drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.
Til máls tóku: Sveinn
Tillaga:
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu og heimilar sveitarstjóra að undirrita hana f.h. Dalabyggðar.

Samþykkt í einu hljóði.
5. 1805010 - Sjálfboðavinnuverkefni 2018
Auglýst var eftir umsóknum um sjálfboðavinnuverkefni í Dalapósti og á vef Dalabyggðar.
Sex umsóknir bárust frá 3 aðilum. Alls er sótt um kr. 1.647.310,-.
Um sjálfboðavinnuverkefni gilda Reglur Dalabyggðar um greiðslu kostnaðar
við sjálfboðavinnuverkefni frá 2012.
Til ráðstöfunar á lykli 1152 eru 2,9 millj. kr. m.a. til sjálfboðavinnuverkefna.

Til máls tók: Valdís,
Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir öll verkefnin en fer fram á að skilti við steina Vestfjarðavíkinga verði útfærð í samráði við ferðamálafulltrúa.

Samþykkt í einu hljóði.

6. 1804010 - Tjaldsvæðið Búðardal
Lagður fram samningur um rekstur Tjaldsvæðis í Búðardal til eins árs. Samningurinn er við Dalahesta ehf. kt. 650418-0930 sem er fyrirtæki Anne Carolin A Baare-Schmidt og er undirritaður af sveitarstjóra með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

Samþykkt í einu hljóði.
7. 1805021 - Fjósar - aðstaða vegna hestaleigu
Lagður fram leigusamningur um hluta geymsluhúsnæðis Dalabyggðar að Fjósum. Samningurinn er við Dalahesta ehf kt. 650418-0930 og er undirritaður af sveitarstjóra með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

Samþykkt í einu hljóði.

8. 1804040 - Fjárhagsáætlun 2018 - Viðauki 2
Frá 202. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð vísaði viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins til sveitarstjórnar.

Til máls tók: Sveinn
Helstu breytingar í viðaukanum er að gert er ráð fyrir rekstri og viðhaldi íþróttamiðstöðvar að Laugum allt árið, starfshlutfall í áhaldahúsi og á endurvinnslustöð aukið og gert ráð fyrir aukinni opnun á endurvinnslustöð. Þá er gert ráð fyrir úrbótum á tjaldsvæðum á Laugum og í Búðardal m.a. stækkun bílastæðis í Búðardal vegna aukinna vetrarnota húsbíla. Tekjuauki rekstrarreiknings 12,3 millj. kr. en útgjaldaauki 20 millj. kr. og nettóáhrif á rekstrarreikning neikvæð um 7,7 millj. kr. sem mætt er með lækkun á handbæru fé.
Gert er ráð fyrir hækkun eignfærðra framkvæmda við Leifsbúð vegna Vínlandseturs um 85 millj. kr. og hækkun styrkja frá upphafsáætlun um 55 millj. kr. Nettókostnaðarauki er 30 millj. kr. sem mætt verður með lántöku en áfram verður leitað annarrar fjármögnunar.
Tillaga:
Lagt til að sveitarstjóra verði falið að ganga frá viðaukaáætlun í samræmi við þetta og senda Hagstofu.

Samþykkt í einu hljóði.
9. 1805024 - Tónlistarnám - grunnnám
Óskað er eftir að Dalabyggð taki þátt í kostnaði við tónlistarnám (grunnnám) nema við tónlistarskóla í öðru sveitarfélagi á næsta skólaári.
Til máls tóku: Sveinn, Valdís, Þorkell, Eyþór
Samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms frá 2011 leggur ríkið fram fjármagn til tónlistarnáms á framhaldsstigi en kennsla á grunnstigi er á höndum sveitarfélaga. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er heimilt að veita sveitarfélögum framlög vegna nemenda sem þurfa af gildum ástæðum að sækja tónlistaskóla utan síns sveitarfélags enda liggi fyrir staðfesting á að námið verði metið til eininga í framhaldsskóla.
Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina enda liggi fyrir staðfesting á að námið verði metið til eininga í framhaldsskóla.
Áætlaður kostnaður á árinu 2018 kr. 400.000,- og framlag frá Jöfnunarsjóði kr. 200.000,- fært af lið 04511.

Samþykkt í einu hljóði.

Tillaga að bókun:
Sveitarstjórn óskar eftir að stjórnendur tónlistarskóladeildar Auðarskóla leggi fram greinargerð um stöðu nemenda í grunnnámi tónlistarnáms við lok grunnskólanáms síðustu 2 skólaár.

Samþykkt í einu hljóði.

10. 1805022 - Ráðningarsamningur sveitarstjóra - starfslok
Lögð fram drög að viðaukasamningi við ráðningarsamningi sveitarstjóra þar sem nánar er samið um starfslok og sérverkefni.
Sveitarstjóri víkur af fundi og Þorkell tekur við ritun fundargerðar.
Til máls tóku: Eyþór, Halla

Í viðaukasamningnum er gert ráð fyrir að fráfarandi sveitarstjóri fái greidd út biðlaun skv. ráðningarsamningi óháð hugsanlegri ráðningu í annað starf. Jafnframt tekur fráfarandi sveitarstjóri að sér að sinna starfi sveitarstjóra að hluta þar til eftirmaður hefur verið ráðinn þó að hámarki til 31. ágúst 2018. Á þessum tíma sinni fráfarandi sveitarstjóri ákveðnum verkefnum sem hafa verði í gangi s.s. húsnæðisáætlun og Vínlandssetur en aðstoðar einnig nýja sveitarstjórn við undirbúning og frágang funda verði þess óskað.

Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir viðaukasamninginn og felur oddvita og varaoddvita að undirrita hann.

Samþykkt í einu hljóði.

Sveitarstjóri kemur inn á fundinn og tekur við ritun fundargerðar.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
11. 1805013 - Lóðir Iðjubraut 2-4, Miðbraut 15
Frá 82. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkti skiptingu lóðarinnar Iðjubraut 2 í tvær lóðir, Iðjubraut 2 og Iðjubraut 4.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.

Lagður fram viðaukasamningur við lóðarleigusamning fyrir Iðjubraut 2 og endurnýjaður lóðarleigusamningur fyrir Miðbraut 15.
Lagt til að sveitarstjórn staðfesti samningana.

Samþykkt í einu hljóði.

12. 1802014 - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Frá 203. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkti drög að kjörskrá með fyrirvara um afgreiðslu Þjóðskrár á lögheimilisflutningum sbr. mál Árneshrepps.


Til máls tóku:
Íbúi í Dalabyggð hefur sent Þjóðskrá fyrirspurn vegna eins aðila sem flutt hefur lögheimli sitt í Dalabyggð og boðið sig fram til setu í sveitarstjórn.
Svar hefur ekki borist frá Þjóðskrá og aðrar athugasemdir hafa ekki borist.

Tillaga.
Sveitarstjórn staðfestir fram lagða kjörskrá. Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnakosninganna 26. maí nk.

Samþykkt í einu hljóði.

Á kjörskrá eru 495.
13. 1804029 - Frumvörp til umsagnar
Eftirfarandi frumvörp og þingsályktunartillögur lagðar fram:
- Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál.
- Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál.
- Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029, 479. mál.
- Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál.
- Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál.

Lagt fram til kynningar.

14. 1804036 - Fyrirspurn um leigulóð
Frá 202. fundi byggðarráðs.
Verkfræðistofan Lota ehf. f.h. Datafarm spyrst fyrir um lóð fyrir gagnaver. Gagnaverið samanstendur af þremur 40 feta gámum í byrjun en 12 gámum þegar starfsemin hefur náð fullri stærð.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Sveinn, Valdís
Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir að bjóða fyrirtækinu lóðina Iðjuvellir 4 í Búðardal til afnota með eftirtöldum skilyrðum:
- Lóðahafi greiði stofngjald 2 millj. kr. og árlegt afnotagjald 0,5 millj .kr. og greidd verði þrjú ár fyrirfram.
- Lóðarhafi gangi frá yfirborði lóðarinnar og girði með mannheldri girðingu s.b.r. girðingu um endurvinnslusvæði.
- Gámar verði allir málaði í sama lit (jarðlitir)

Samþykkt í einu hljóði.

15. 1512012 - Brunavarnaáætlun
Lögð fram fyrstu drög að sameiginlegri brunavarnaáætlun fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð.
Skv. áætluninni er gert ráð fyrir að slökkviliðstjóri og eldvarnareftirlitsmaður verði starfsmenn allra sveitarfélaganna.

Tillaga:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að áfram verði unnið að gerð sameiginlegrar brunavarnaráætlunar fyrir sveitarfélögin í samræmi við fram lögð drög.

Samþykkt í einu hljóði.
16. 1511031 - Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Sveitarstjórn hefur á síðustu misserum unnið að auknu samstarfi við Reykhólahrepp og Strandabyggð og hefur meðal annars óskað eftir að sveitarfélögin sameinist um rekstur embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.
Samstarf hefur verið við Reykhólahrepp, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp en Strandabyggð hafnaði á fundi sínum 8. maí sl. þátttöku í verkefninu.

Til máls tóku: Sveinn, Valdís
Tillaga:
Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með afgreiðslu sveitarstjórnar Strandabyggðar og leggur til að næsta sveitarstjórn taki núverandi samstarf um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa til endurskoðunar og endurskipulagningar.

Samþykkt í einu hljóði.
17. 1301018 - Húsaleigusamningur
Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa kröfur vegna húsaleigu að því gefnu að leigjandi undirriti nýjan leigusamning fyrir 15. júní nk.

Samþykkt í einu hljóði.
18. 1805014 - Girðingarhólf á Reykjadal
Fjallskilanefnd Suður-Dala óskar álits sveitarstjórnar varðandi notkun girðingarhólfs við fyrirstöðugirðingu á Reykjadal.
Til máls tóku: Eyþór, Valdís.
Tillaga:
Sveitarstjórn gerðir ekki athugasemdir við ákvörðun fjallskilanefndar.

Samþykkt í einu hljóði.
19. 1805012 - Hróðnýjarstaðir - Umsókn um uppsetningu á 3 möstrum
Frá 82. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Storm Orka ehf sækir um leyfi fyrir uppsetningu á þremur 100 metra háum stálgrindarmöstrum til vindmælinga í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin leggur til að afgreiðslu umsóknar verði frestað þangað til skýrsla EFLU, um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu, liggur fyrir.

Til máls tóku: Sveinn, Valdís, Eyþór.
Greinargerð:
Gera má ráð fyrir að tilvitnuð skýrsla Eflu liggi fyrir lok júnímánaðar. Verði þá farið að fjalla um leyfi fyrir uppsetningu á rannsóknarmöstrum er ólíklegt að hægt verði að koma þeim upp á þessu ári þó leyfi fáist. Þá tapast heilt ár í öflun rannsóknargagna sem geta nýst við endanlega ákvörðun sveitarstjórnar um hvort leyfa beri vindmyllugarð eða ekki.
Tillaga:
Sveitarstjórn vísar málinu aftur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn situr hjá (VG).

20. 1805015 - Silfurtún - Samningur um eldhúsrekstur
Frá 16. fundi stjórnar Silfurtúns.
Stjórn fól sveitarstjóra að ljúka við samningsdrög og leggja fyrir fund sveitarstjórnar.

Lagður fram samningur við Dalakot ehf. sem gildir til tveggja ára. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

Samþykkt í einu hljóði.
Fundargerðir til staðfestingar
21. 1805019 - Fundargerð 17. fundar fjallskilanefndar Saurbæjar
17. fundur fjallskilanefndar Saurbæjar fór fram 17. apríl sl.
Nefndin fór yfir framgang fjallskila haustsins 2017 og samþykkti að senda Vegagerðinni ósk um að sett verði niður 2 - 3 ristarhlið í Saurbæ.
Þá óskar nefndin eftir heimild til að lagfæra Brekkurétt fyrir allt að kr. 300.00,- á árinu 2018.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar og samþykkir að ráðstafa allt að kr. 300.000,- af fjárhagslykli 1322 til viðhalds Brekkuréttar á árinu.

Samþykkt í einu hljóði.
22. 1804004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 202
202. fundur byggðarráðs fór fram 8. maí sl.
Á fundinum var m.a. fjallað um framkvæmdir ársins, umsókn í styrkvegasjóð, refa- og minkaveiði og viðauka við fjárhagsáætlun ársins.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
23. 1805004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 203
203. fundur byggðarráðs fór fram 17. maí sl.
Til máls tóku:
Á fundinum var kjörskrá Dalabyggðar vegna sveitarstjórnarkosninganna yfirfarin og samþykkt með fyrirvara.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.

24. 1804001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 82
82. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar fór fram 17. maí sl.
Til máls tóku:
Á fundinum var m.a. fjallað um umsókn um uppsetningu tilraunamastra til vindmælinga og samþykkt að skipta lóðinni Iðjubraut 2 í tvær lóðir, Iðjubraut 2 og 4.
Tillaga:
Sveitarstjórn hefur fyrr á fundinum fjallað um ákveðin mál úr fundargerðinni en lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina að öðru leyti.

Samþykkt í einu hljóði.
25. 1801012 - Fundargerðir 11. og 12. fundar Eiríksstaðarnefndar
11. fundur Eiríksstaðanefndar var haldinn 29. janúar og 12. fundur 2. maí sl.

Á fyrri fundinum var farið yfir nýjustu útfærslu arkitekta á Leifsbúð og sýningarrýminu og aðgengismál fatlaðra. Einnig stöðu framleiðslu sýningarinnar.
Á 12. fundi var farið yfir stöðu fjármögnunar og lagðar fram tvær áætlanir um breytingar á Leifsbúð þar sem önnur gerir ráð fyrir viðbyggingu. Fram kom að nefndin hafi áhuga á að starfa áfram að verkefninu þar til það er í höfn.
Eftirfarandi tillögur koma fram:
1. Nefndin leggur til að framkvæmdir við breytingar á Leifsbúð verði hafnar í haust, um leið og sumaropnun lýkur (í septemberlok). Þá liggi fyrir hvort byggt verði við húsið eða ekki.
2. Hönnun breytinga verði haldið áfram í sumar og útboðsgögn og vinnuteikningar liggi fyrir í lok ágústmánaðar.
3. Nefndin fái heimild til að skipa framkvæmdaráð úr sínum röðum og starfsmanna Dalabyggðar til að flýta töku ákvarðana fyrst og fremst varðandi framleiðslu sýningarinnar.
4. Mun Dalabyggð styrkja verkefnið frekar með beinum fjárframlögum?
5. Haldið verði áfram að leita fjárframlaga til verkefnisins.

Tillögur samþykktar í einu hljóði.

Nefndin hefur leitað til Ólafs Sveinssonar, atvinnuráðgjafa SSV varðandi tillögur að formi rekstrarfélags og liggja fyrstu drög fyrir.

Tillaga:
Sveitarstjórn óskar eftir að Ólafur útfæri tillögu sína nánar og leggi fyrir Eiríksstaðanefnd til umsagnar.

Samþykkt í einu hljóði.
26. 1804002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 85
85. fundur fræðslunefndar var haldinn 2. maí sl.

Á fundinum var fjallað um skólastarf yfirstandandi skólaárs, samþykkt skóladagatöl fyrir komandi skólaár og rætt um starfsmannahald, lengda viðveru og Dalabúð.
Fræðslunefnd samþykkti eftirfarandi tillögur:
- að minnka kennslu í tónlistarskóla sem nemur 50% kennarastöðu vegna fækkunar nemenda.
- að breyta reglum um lengda viðveru þannig að ef færri en 4 sæki um, pláss í lengdri viðveru falli hún sjálfkrafa niður.
- að skólastjóra Auðarskóla verði falin full umsjón með Dalabúð frá 1. ágúst nk. og þar til ný íþróttamannvirki hafa verið tekin í notkun.

Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar með þeim frávikum að stöðugildi í tónlistarskóladeild minnki um 30% og að full umsjón með Dalabúð verði tilraunaverkefni til eins árs og verði þá endurmetið.

Samþykkt í einu hljóði.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Samþykkt í einu hljóði.



27. 1804005F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 15
15. fundur stjórnar Silfurtúns var haldinn 26. apríl sl.
Á fundinum var rætt við hjúkrunarfræðings sem íhugaði að sækja um stöðu hjúkrunarforstjóra.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
28. 1805005F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 16
16. fundur stjórnarinnar fór fram 17. maí sl.
Á fundinum var m.a. kynnt að gerður hafi verið ráðningarsamningur við Ínu Rúnu Þorleifsdóttur um stöðu hjúkrunarforstjóra Silfurtúns og að hún hefji störf 1. ágúst nk. Þá var fjallað um samning um eldhúsrekstur og gjafasjóð en heimilinu barst nýlega peningagjöf 1 millj. kr.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
29. 1804003F - Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar - 66
66. fundur menningar- og ferðamálanefndar var haldinn 2. maí sl.

Til máls tóku: Valdís
Á fundinum var fjallað um bæjarhátíðina Heim í Búðardal.

Tillaga.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
30. 1805003F - Dalaveitur ehf - 5
5. fundur Dalaveitna ehf. fór fram 17. maí sl.
Á fundinum var samþykkt ný gjaldskrá og viðskiptaskilmálar, fjallað um stöðu framkvæmda, verksamning og samning um ráðgjöf.

Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð stjórnarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.
31. 1711010F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 47
47. fundur félagsmálanefndar fór fram 11. maí sl.
Til máls tók: Þorkell
Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
32. 1805007 - Fundargerð 6. fundar Öldungaráðs
6. fundur Öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps var haldinn 25. apríl sl.
Öldungaráð þakkar sveitarstjórnum góð viðbrögð við ósk ráðsins um hækkun viðmiðunarmarka vegna afsláttar af fasteignagjöldum og óskar eftir að ályktun félagsins verði vísað til næstu sveitarstjórna.

Tillaga að bókun:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ályktun félagsins til næstu sveitarstjórnar og staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

Samþykkt í einu hljóði.
Fundargerðir til kynningar
33. 1802003 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 859. fundar.
Fundargerð 859. fundar lögð fram til kynningar.
34. 1804020 - Veiðifélag Laxár í Hvammssveit - Fundargerð aðalfundar.
Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.
Mál til kynningar
35. 1805002 - Breyting á lögum um verslun með áfengi og tóbak
Bréf Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi dags. 22. mars 2018 lagt fram til kynningar.
36. 1805004 - Framkvæmdaáætlun Breiðafjarðarnefndar 2018-2021
Lögð fram til kynningar verndaráætlun fyrir Breiðafjörð sem Breiðafjarðarnefnd hefur unnið skv. lögum um vernd Breiðafjarðar í samvinnu við sveitarfélögin.
37. 1501025 - Þjóðlendukrafa - Svæði 9A
Óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurð í málum sem varða svæði 9a.
Til kynningar.
38. 1612043 - Svæðisskipulag Dala, Reykhóla og Stranda
Á 160. fundi samþykkti sveitarstjórn Dalabyggðar fyrir sitt leyti svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð ásamt umhverfisskýrslu.

Til máls tóku:
Skipulagsstofnun hefur tilkynnt að skipulagstillagan sé hæf til staðfestingar og í gær 23. maí 2018 undirrituðu fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd og sveitarstjórar skipulagið.

Til kynningar.
39. 1801004 - Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri flutti skýrslu sína og þakkaði sveitarstjórnarmönnum farsælt samstarf síðustu 8 árin.
Fundargerð yfir lesin og staðfest.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei