Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Dagskrá:
Almenn mál
1. 2402005 - Samráð gegn heimilisofbeldi á Vesturlandi
Framlögð drög að samstarfsyfirlýsingu um áframhaldandi samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi.
Félagsmálanefnd Dalabyggðar fagnar samstarfi sem þessu.
2. 2402006 - Fjárhagsaðstoð 2024
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir stöðu mála. Um er að ræða trúnaðargögn sem vistast á þar til greindu svæði innan málakerfis Dalabyggðar.
Reglur um fjárhagsaðstoð ræddar en þær eru síðan 2010. Samþykkt að fela Jónu Björgu að koma tillögu að uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar á næsta fund félagsmálanefndar Dalabyggðar.
Sigríður Jónsdóttir verkstjóri heimaþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
3. 2402007 - Félagsmál 2024
Rætt um stöðu mála í málaflokknum.
Verkstjóri heimaþjónustu fór yfir þjónustuna á árinu 2023 og lagði fram yfirlit. Rætt um reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð sem eru síðan 2017. Samþykkt að hefja endurskoðun þeirra og þeim Jónu Björgu og Sigríði falið að yfirfara þær fyrir næsta fund félagsmálanefndar. Einnig var rætt um þörf á að endurskoða eyðublöð tengd málaflokknum og var þeim Jónu Björgu og Sigríði falið að endurskoða framsetningu þeirra einnig.