Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 97

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.10.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri
Lagt til að mál 1908003 Hvítidalur lóð 1A - umsókn um byggingarleyfi (almennt mál) verði tekið á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Úr fundargerð 232. fundar byggðarráðs 26.09.2019 (dagskrárliður 4):
1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Byggðarráð vísar drögum að fjárhagsáætlun til viðkomandi nefnda. Nefndir þurfa að skila athugasemdum og ábendingum til byggðarráðs fyrir 20. október. Nefndir hafa það verkefni að finna sparnað í málaflokkum sem nemur 3%.
Samþykkt samhljóða

Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 1909030 - Göngu- og hlaupaleiðir
Bréf frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur vegna göngu- og hlaupaleiða.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa. Unnið verði að því að það að koma gönguleiðum verði hluti af vinnu við aðalskipulag og deiliskipulag.
Samþykkt samhljóða.
3. 1902037 - Sólheimar - afgreiðsla athugasemda vegna skipulags- og matslýsingar.
Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016. Skipulags- og matslýsing vegna vindlundar á Sólheimum. Landeigendur á Sólheimum 1 og 2 (landnr. 137586/87) hafa óskað eftir því að gert verði ráð fyrir rúmlega 400 ha svæði, skilgreint sem iðnaðarsvæði til vindorku og einnig ætlað til landbúnaðar. Skipulagslýsingin var sett fram í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og unnin í samræmi við grein 4.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, með síðari breytingum. Óskað var eftir umsögnum, athugasemdum eða ábendingum fyrir 01.07.2019.
Alls bárust 6 umsagnir, m.a. frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun.
Innkomnar umsagnir lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsferlinu sem framundan er.
4. 1811005 - Hróðnýjarstaðir - afgreiðsla athugasemda vegna skipulags- og matslýsingar.
Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016. Skipulags- og matslýsing vegna vindlundar á Hróðnýjarstöðum. Landeigendur á Hróðnýjarstöðum (landnr. 137568) hafa óskað eftir að gert verði ráð fyrir rúmlega 400 ha svæði fyrir blandaða landnotkun, iðnaðarsvæði til vindorku og til landbúnaðar. Skipulagslýsingin var sett fram í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og unnin í samræmi við grein 4.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, með síðari breytingum. Óskað var eftir umsögnum, athugasemdum eða ábendingum fyrir 02.07.2019.
Alls bárust 10 umsagnir, m.a. frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Minjastofnun.
Innkomnar umsagnir lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsferlinu sem framundan er.
5. 1910005 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Hvamma - sameining lóða og byggingarreita
Hrafnshóll ehf. hefur áhuga að reisa 5 íbúða raðhús í Hvömmunum í Búðardal. Um er að ræða svæði sem nær yfir tvær lóðir, samtals um 1.800 m2, samkvæmt deiliskipulagi sem nú er til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í grenndarkynningu þegar afgreiðslu deiliskipulagsins sem nú er til skoðunar hjá Skipulagsstofnun er lokið og skipulagið hefur öðlast gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.
6. 1910006 - Vatnsaflsvirkjun í Garpsdal - skipulags- og matslýsing
Skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps óskar eftir umsögn vegna skipulags- og matslýsingar fyrir vatnsaflsvirkjun í Garpsdal í Reykhólahreppi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna en ítrekar að vandað verði til verka á öllum stigum framkvæmdarinnar.
Samþykkt samhljóða.
7. 1908003 - Hvítidalur lóð 1A - umsókn um byggingarleyfi
Staðfesta þarf nöfn á löndum í Hvítadal þannig að hægt sé að ganga frá stofnun lóðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að lóðin verði Hvítidalur 1 A lóð A.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei