| |
1. 1903025 - Fjárhagsáætlun 2020-2023 | |
Farið yfir tillögur að fjárhagsáætlun. | | Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sat fundinn undir dagskrárlið 1.
| |
|
2. 1909030 - Göngu- og hlaupaleiðir | |
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa. Unnið verði að því að það að koma gönguleiðum verði hluti af vinnu við aðalskipulag og deiliskipulag. Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 1902037 - Sólheimar - afgreiðsla athugasemda vegna skipulags- og matslýsingar. | |
Alls bárust 6 umsagnir, m.a. frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Innkomnar umsagnir lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsferlinu sem framundan er. | | |
|
4. 1811005 - Hróðnýjarstaðir - afgreiðsla athugasemda vegna skipulags- og matslýsingar. | |
Alls bárust 10 umsagnir, m.a. frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Minjastofnun. Innkomnar umsagnir lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsferlinu sem framundan er. | | |
|
5. 1910005 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Hvamma - sameining lóða og byggingarreita | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í grenndarkynningu þegar afgreiðslu deiliskipulagsins sem nú er til skoðunar hjá Skipulagsstofnun er lokið og skipulagið hefur öðlast gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða. | | |
|
6. 1910006 - Vatnsaflsvirkjun í Garpsdal - skipulags- og matslýsing | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna en ítrekar að vandað verði til verka á öllum stigum framkvæmdarinnar. Samþykkt samhljóða. | | |
|
7. 1908003 - Hvítidalur lóð 1A - umsókn um byggingarleyfi | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að lóðin verði Hvítidalur 1 A lóð A. Samþykkt samhljóða. | | |
|