Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga – upptaka

DalabyggðFréttir

Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 var haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20:00 í félagsheimilinu Dalabúð.

Níu aðilar voru með framsögu og ein kynning lesin upp af fundarstjóra. Opið var fyrir spurningar eftir kynningar frambjóðenda.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á YouTube-rásinni „Dalabyggð TV“ en upptökuna má einnig nálgast hér fyrir neðan. Biðjumst velvirðingar á að sumar spurningar úr sal heyrast illa.

Upplýsingasíða

Minnum einnig á upplýsingasíðu vegna kosninganna.
Þeir sem vilja bjóða sig sérstaklega fram geta sent upplýsingar um framboð sitt á johanna@dalir.is og verða þær birtar á upplýsingasíðunni í þeirri röð sem þær berast.
Gott er að miða við að kynningin sé ekki lengri en um 400 orð og að mynd af viðkomandi fylgi með til birtingar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei