Í gær voru kynnt áform stjórnvalda um að sett yrði á samkomubann sem tekur gildi kl. 00:00 þann 16. mars 2020 og gildir til 12. apríl 2020 kl. 23:59. Markmið þessara aðgerða er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 faraldurs. Við þessar aðgerðir verður allt skólahald með breyttu sniði um allt land. Til að skipuleggja þetta …
Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta
Landlæknir hefur birt á vefsíðu sinni ráðgjöf vegna Covid-19 og mannamóta, sem er hægt að nálgast hér. Einnig er bent á að á vefsíðu Embætti landlæknis og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er að finna upplýsingar og leiðbeiningar varðandi Covid 19. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með nýjustu upplýsingum á áðurnefndum síðum og fylgja leiðbeiningum Embættis landlæknis.
Heimsóknarbann á Silfurtúni
Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Silfurtúns vegna sýkingahættu af völdum kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi. Stjórn Silfurtúns hefur tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með mánudeginum 9. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst …
Röskun á félagsstarfi eldri borgara
Félagsstarf eldri borgara leggst niður í þessari viku. Ástandið verður metið fyrir hverja viku í framhaldinu og ákvörðun tekin um hvort ráðlegt sé að hefja starf að nýju. Öryggi og heilsa fólks er í fyrirrúmi. – Íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalabyggðar
Ný landsáætlun vegna heimsfaraldurs
Staðfestum tilfellum COVID-19 kórónaveirunnar utan Kína hefur fjölgað undanfarna daga. Þar á meðal í Evrópu þar sem tilfelli á Norður-Ítalíu nálgast á þriðja hundrað. Grunur leikur á að eitt tilfelli hafi komið upp á Tenerife á Spáni en endanleg staðfesting á því liggur ekki fyrir. Unnið er á óvissustigi nýrrar landsáætlunar vegna heimsfaraldurs . Sóttvarnalæknir vinnur að samhæfingu aðgerða, leiðbeiningum og efni …
Óvissustig vegna kórónaveiru
Á heimasíðu Embættis landlæknis hafa verið settar inn leiðbeiningar til almennings vegna Kórónaveirunnar. Við hvetjum almenning til að kynna sér leiðbeiningarnar. Faraldur kórónaveiru (2019-nCoV) breiðist hratt út en enn sem komið er hafa langflest tilfellin greinst í Kína. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir óvissustigi …