Óvissustig vegna kórónaveiru

DalabyggðFréttir

Á heimasíðu Embættis landlæknis hafa verið settar inn leiðbeiningar til almennings vegna Kórónaveirunnar.

Við hvetjum almenning til að kynna sér leiðbeiningarnar.

Faraldur kórónaveiru (2019-nCoV) breiðist hratt út en enn sem komið er hafa langflest tilfellin greinst í Kína.
Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum.

Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV).

Hér má sjá vef Embættis landlæknis.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei