Íbúafundur - NÝTT BOÐ
29jan17:00Íbúafundur - NÝTT BOÐ
Nánari upplýsingar
Fundurinn verður haldinn í Vínlandssetrinu að Búðarbraut 1 í Búðardal, mánudaginn 29. janúar kl.17:00 Það var sl. haust sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði starfshóp sem hefur
Nánari upplýsingar
Fundurinn verður haldinn í Vínlandssetrinu að Búðarbraut 1 í Búðardal, mánudaginn 29. janúar kl.17:00
Það var sl. haust sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra um framgang mála í Dalabyggð, sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið.
Hópinn skipa Sigurður Rúnar Friðjónsson (formaður), Halla Steinólfsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson. Með hópnum starfar Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu.
Tillögur hópsins skv. skipunarbréfi skulu m.a. snúa að jarðhitaleit, aukinni orkuöflun, flutningskerfi raforku, þjóðgarði á svæðinu, minjavernd, eflingu hringrásarhagkerfisins og grænni atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Mánudaginn 29. janúar kl. 17:00 í Vínlandssetrinu Búðardal verður íbúafundur vegna starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Verða fyrrnefndar hugmyndir ásamt fleirum sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins til umræðu á fundinum.
Hópurinn hvetur íbúa og aðra velunnara til að mæta á fundinn og taka samtalið.
Meira
Klukkan
29. Janúar, 2024 17:00(GMT+00:00)
Staðsetning
Vínlandssetur
Leifsbúð, Búðarbraut