Desember, 2022

03des19:30Jólatónleikar: "Er líða fer að jólum"Jólatónleikar

Nánari upplýsingar

Laugardaginn 3. desember kl.19:30 verða töfraði fram léttir, heimilislegir og hátíðlegir jólatónleikar í Dalabúð.

Aðgangseyrir: 3.000kr.-

Forsala á miðum fer fram laugardaginn 26. nóvember og sunnudaginn 27. nóvember á jólamarkaði í Árbliki milli kl.14-18 – Ath. enginn posi á staðnum.

Einnig mun vera hægt að panta miða í gegnum netfangið skerdingar@gmail.com og í gegnum síma 843-6818 eftir kl.16 á daginn ásamt því að kaupa miða við innganginn – Ath. enginn posi á staðnum.

Fram koma: Alexandra Rut Jónsdóttir, Ragnheiður Hulda Jónsdóttir, Sigurdís Katla Jónsdóttir, Ólafur Oddur Jónsson, Jón Egill Jóhannsson, Bjargey Sigurðardóttir, Unnur Sigurðardóttir, Ólöf Bogadóttir, Guðmundur Sveinn Bæringsson, Ingvar Kristján Bæringsson, Steinþór Logi Arnarsson og Kristján Ingi Arnarsson.

Styrktaraðilar: Menningarmálaverkefnasjóður Dalabyggðar, Uppbyggingarsjóður Vesturlands, Frumkvæðissjóður DalaAuðs, Auðarskóli – tónlistadeild, Meginstreymi.

“Drungi í desember
dagskíman föl
svo skelfing lítil er
en myrkrið er svo magnað
og myrkrið er svo kalt”

Nú er um að gera að taka daginn frá og víkja eina kvöldstund frá amstri dagsins, koma inn í hlýjuna og hlusta á ljúfa jólatóna.

Facebook-viðburður: Er líða fer að jólum 2022

Meira

Klukkan

(Laugardagur) 19:30

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

X
X