Febrúar, 2024

08feb20:0021:30Kaffispjall með umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar

Nánari upplýsingar

Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar verður með kaffispjall í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar (í Stjórnsýsluhúsinu) að Miðbraut 11 í Búðardal, fimmtudaginn 8. febrúar nk. kl.20:00 – 21:30. Heitt á könnunni og öll velkomin!

Í umhverfis- og skipulagsnefnd sitja:
Aðalmenn: Guðlaug Kristinsdóttir formaður, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Björn Henry Kristjánsson, Jón Egill Jónsson, Sigrún Birna Halldórsdóttir

Varamenn: 1. Viðar Þór Ólafsson, 2. Baldvin Guðmundsson, 3. Alexandre Wicente, 4. Jón Magnús Katarínusson, 5. Þuríður Jóney Sigurðardóttir

Nefndin sinnir skipulagsmálum sveitarfélagsins, þar má nefna framkvæmdarleyfi, svæðis- og aðalskipulag ásamt deiliskipulagi en nú er einmitt að hefjast vinna við nýtt deiliskipulag í Búðardal. Þá fer nefndin einnig með gróður- og náttúruvernd, umferðar- og úrgangsmál. Ennfremur fer nefndin með mál sem tengjast mati á umhverfisáhrifum og staðardagskrá.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Meira

Klukkan

(Fimmtudagur) 20:00 - 21:30

Staðsetning

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)

Miðbraut 11

Skipuleggjandi

Sveitarfélagið Dalabyggð Miðbraut 11, 370 Búðardal

X
X