Mars, 2023

26mar16:00LH sýnir: Maður í mislitum sokkumLeikfélag Hólmavíkur

Nánari upplýsingar

Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman.
Leikstjóri er Skúli Gautason.

Fullorðin kona sest upp í Skódann sinn eftir að hafa farið í búið til að kaupa í matinn. Þá situr eldri maður í framsætinu sem er orðinn kaldur og aumur, veit ekki hvar hann er eða hver hann er. Konan tekur hann með sér heim og hlúir að honum, en brátt taka málin að flækjast. Konan, sem er ekkja og ósköp einmana, finnst ágætt að hafa einhvern til að hugsa um – en má þetta? Má hirða mann sem maður finnur úti á götu og láta engan vita?

Leikfélag Hólmavíkur er eitt öflugasta leikfélag landsins og hefur sett upp 1-2 sýningar árlega undanfarin 40 ár.

Sýnt verður í félagsheimilinu Sævangi. Hægt er að panta súpu fyrir sýningar.
Miðasölusíminn er 693-3474.

  • Frumsýning – sunnudaginn, 26. mars kl. 16:00
  • 2. sýning – laugardaginn, 1. apríl kl. 20:00
  • 3. sýning – sunnudaginn, 2. apríl kl. 20:00
  • 4. sýning – skírdag, 6. apríl kl. 20:00
  • Lokasýning – laugardaginn fyrir páska, 8. apríl kl. 20:00

Meira

Klukkan

(Sunnudagur) 16:00

Skipuleggjandi

X
X