Nóvember, 2022

24nóv17:0020:00Samhristingur ferðaþjóna (og áhugafólks) í DalabyggðSamhristingur

Nánari upplýsingar

Samhristingur ferðaþjóna í Dalabyggð verður haldinn fimmtudaginn 24. nóvember í Dalabúð og hefst kl.17:00.

Hvetjum einnig þá sem starfa ekki í/við ferðaþjónustu en hafa áhuga á atvinnugreininni, viðskiptatækifærum og atvinnuþróun til að skrá sig og mæta.

Dagskrá samanstendur af nokkrum stuttum kynningum bæði til fræðslu og gamans. Þá verður gefið svigrúm fyrir ferðaþjóna og aðra gesti til að taka samtal um komandi starfsár.

Léttar kaffiveitingar á meðan dagskrá stendur. Stefnum á að ljúka dagskrá um kl.20:00.

Við biðjum áhugasama um að skrá sig fyrir 22. nóvember n.k. Skráning fer fram hér: Skráning á samhristing ferðaþjóna haust 2022

Endilega komið með kynningarefni frá ykkur svo hægt sé að skiptast á efni.

Meira

Klukkan

(Fimmtudagur) 17:00 - 20:00

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

Skipuleggjandi

Sveitarfélagið Dalabyggð Miðbraut 11, 370 Búðardal

X
X