Október, 2023

27okt19:30Sviðaveisla FSD 2023Sviðaveisla

Nánari upplýsingar

Í samstarfi við Dalahótel verður hin rómaða Sviðaveisla FSD endurvakin föstudaginn 27. október að Laugum í Sælingsdal.

Húsið opnar kl: 19:30 og borðhald hefst 20:00.

Í boði verða:
– svið
– söltuð svið
– reykt svið
ásamt rófustöppu og kartöflumús.
Bar verður á staðnum.

Veislunni stýra söngglöðu félagarnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson ásamt öðrum spennandi skemmtiatriðum.

Að loknu borðhaldi og skemmtun verður dansleikur með hljómsveitinni Meginstreymi.

Miðaverð á sviðaveislu er 9.500 kr.

Miðapantanir fara fram hjá Jóni á Skerðingsstöðum í gegnum netfangið skerdingar@gmail.com eða í síma 848-8918. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 24. okt 2023. Hægt verður að sækja miða í KM fimmtudaginn 26. október 2023 milli kl. 16-17. Enginn posi

Tilboð á gistingu á Dalahóteli væntanlegar.

Hægt verður að kaupa miða á ballið við hurð, 4.500. kr inn
Aldurstakmark 18 ára

Meira

Klukkan

(Föstudagur) 19:30

Staðsetning

Laugar í Sælingsdal

Skipuleggjandi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu

X
X