Júlí, 2022

02júl(júl 2)12:0031ágú(ágú 31)21:00Sýning: Nr 4 UmhverfingÚti og inni sýning

Nánari upplýsingar

2. júlí 2022 opnar fjölmennasta og víðfeðmasta úti -og inni myndlistarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin ber heitið Nr 4 Umhverfing og er fjórða sýning í sýningarröð sem Akademía skynjunarinnar stendur fyrir. Nú eru svæðin sem sýnt verður á Dalabyggð, Vestfirðir og Strandir.

Um er að ræða sýningar sem settar eru upp í sérstökum landshluta og auglýst er eftir  myndlistarmönnum sem eiga ættir að rekja, búa eða hafa búið í þeim landshluta sem sýnt er í hverju sinni.

Þátttakendur eru 125 myndlistarmenn og sýningarstaðir verða mest í þéttbýliskjörnunum en einnig víðsvegar úti í náttúrunni. Verða verkin ákvörðuð með GPS punktum svo og með merkingum við sýningarstaðina þar sem því verður viðkomið. Leiðarkort og bók verða gefin út og mun hvort tveggja  verða aðgengilegt, og bókin til sölu, á allra helstu viðkomustöðum ferðalanga á hinum svokallaða  Vestfjarðarhring.

Í Dalabyggð verður hægt að sjá yfirlit yfir listamenn sem taka þátt í sýningunni hjá Sælureitnum Árbliki, þar verður einnig hægt að nálgast leiðarkort sem gefur yfirlit yfir verk sýningarinnar.

Meðal verka í Dalabyggð má nefna:

Jasa Baka sýnir á Kolsstöðum  í Miðdal
Kristján Karlsson sýnir á Kolsstöðum í Miðdal
Bjarnheiður Jóhannsdóttir sýnir við brúnna yfir Haukadalsá
Magnús Pálsson sýnir í landi Mjóabóls Haukadal
Þórunn Dís Halldórsdóttir sýnir vídeóverk í útihúsi á bænum Giljalandi
Tumi Magnússon sýnir útiverk , nálægt Skjön, efst í Haukadal
Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir á Hótel Laugum Sælingsdal
Pétur Magnússon sýnir á Hótel Laugum Sælingsdal
Guðrún Einarsdóttir  sýnir á Hótel laugum í Sælingsdal
Guðrún Tryggvadóttir sýnir á Hótel Laugum í Sælingsdal
Kolbeinn Magnússon sýnir að Hótel Laugum í Sælingsdal
Hreinn Friðfinnsson sýnir á kletti í fjöru neðan sjávarkambs við  útsýnispallinn í Búðardal
Hulda Hákon sýnir í Vínlandssetrinu
Kristinn E. Hrafnsson, sýnir útiverk við húsatóttir í landi Ljárskógasels
Sindri Leifsson sýnir útiverk við bankahús í Búðardal
Þorfinnur Sigurgeirsson sýnir ljósmyndir í Dalakoti, veitinga- og gistihúsi Búðardal
Hallsteinn Sigurðsson sýnir framan við Ráðhús Dalamanna
Helgi Þ. Friðjónsson sýnir í landi og í eyðihúsi Höskuldsstaða , Laxárdal
Þóra Sigurðardóttir sýnir útiverk í landi Nýpur , Skarðsströnd
Ævar Uggason Í landi Heinabergs, Skarðsströnd
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir í landi heinabergs á Skarðsströnd
Halldór Ásgeirsson sýnir í Ólafsdal, opnar seinna en 2. júlí
Snorri Ásgeirsson sýnir inniverk í Ólafsdal   opnar seinna en 2. júlí.


Verk Helga Þorgils Friðjónssonar á hliðinu við Höskuldsstaði, Laxárdal

Málverk Guðrúnar Tryggvadóttur á gangi Hótels Lauga í Sælingsdal. Þar má sjá  fleiri  verk eftir aðra listamenn á göngum og í setustofu.

Meira

Klukkan

Júlí 2 (Laugardagur) 12:00 - Ágúst 31 (Miðvikudagur) 21:00

X
X