Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2026 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá. Þann 15. janúar 2026 er komið að hinni árlegu ferðakaupstefnu Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem fram fer í Kórnum í Kópavogi frá klukkan 12 til 17. Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og …
Kjörskrá aðgengileg
Kjörskrár vegna íbúakosningar, 28. nóvember til 13. desember, um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra liggja frammi á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga. Kjörskrá Dalabyggðar liggur frammi frá 14. nóvember á skrifstofu sveitarfélagsins, Miðbraut 11 í Búðardal. Opnunartímar eru kl. 10:00-13:00 á mánudögum, kl. 9:00-13:00 þriðjudaga-fimmtudaga og kl. 9:00-12:00 á föstudögum. Á kjörskrá er 541 kjósandi, 297 karlar og 254 konur. Kjörskrá Húnaþings …
Árleg ormahreinsun hunda og katta
Eigendur hunda og katta skulu færa dýr sína árlega til ormahreinsunar hjá dýralækni skv. samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð nr. 1040/2025 Ef eigandi dýrs getur af einhverjum ástæðum ekki mætt á tilsettum tíma skal hann afhenda sveitarfélaginu staðfestingu frá dýralækni um að ormahreinsun hafi farið fram. Hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum og …
BARNÓ í Dölum lokið
Í október til nóvember fór fram Barnamenningarhátíð Vesturlands; BARNÓ. Hátíðin var tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hafði það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Í boði hafa verið viðburðir um allt Vesturland og Dalabyggð enginn eftirbátur þar. Reynt var að hafa fjölbreytt úrval ókeypis viðburða þar sem markmiðið var að bjóða upp …
Jólagjöf til starfsmanna Dalabyggðar – kallað eftir þátttöku
Dalabyggð auglýsir eftir framleiðendum, veitinga-/verslunar- og/eða þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Dalabyggðar. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á aðilum í Dalabyggð sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 262. fundur
FUNDARBOÐ 262. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2511002 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki V 2. 2505016 – Fjárhagsáætlun 2026-2029 3. 2510027 – Stafræn húsnæðisáætlun 2025-2035 4. 2510030 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50 5. 2510029 – Aðalskipulagsbreyting – Hvannármiðlun Fundargerðir til …
Sameiningarviðræður: Bæklingur, fundir og fleira
Kynningarbæklingur vegna íbúa kosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar er farinn af stað í dreifingu og á að berast heimilum í báðum sveitarfélögum. Það er tekið fram að ef heimili hefur afþakkað fjölpóst og fríblöð þá kemur bæklingurinn ekki þangað. Því er honum einnig deilt hér á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans. Bæklingurinn er …
Skrifstofa sýslumanns lokuð vikuna 10.-14. nóvember
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal er lokuð vikuna 10. – 14. nóvember. Næsti opnunardagur verður þriðjudaginn 18. nóvember nk. Við bendum á heimasíðu embættisins www.syslumenn.is þar sem má finna helstu spurningar og svör, netspjall og opnunartíma annarra útibúa.
Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sameiningarkosningar
Viðmiðunardagur kjörskrár vegna íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra er 6. nóvember, klukkan 12 á hádegi. Viðmiðunardagur kjörskrár segir til um hvort kjósandi getur kosið í umræddum kosningum. Tilkynning um nýtt lögheimili þarf því að hafa borist Þjóðskrá fyrir klukkan 12 á hádegi 6. nóvember. Kosningarréttur er skv. 2. gr. reglugerðar nr. 922/2023, um íbúakosningar sveitarfélaga. Rétt til þátttöku …
BARNÓ – Barnamenningarhátíð Vesturlands október-nóvember 2025
Í október fer fram barnamenningarhátíðin BARNÓ – BEST MEST VEST sem breiðir út gleði og hressleika um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Í boði verða viðburðir um allt Vesturland og er Dalabyggð enginn eftirbátur þar! Hér fyrir neðan er hægt …






