Umhverfi

Nánari upplýsingar á undirsíðum (smella á feitletraða, undirstrikaða textann).

Úrgangsmál
Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu frá heimilum, stofnunum, grenndarstöðvum og fyrirtækjum með þjónustusamning. Fyrirtækið sér einnig um rekstur söfnunarstöðvar í Búðardal og söfnun á rúlluplasti.

 

Dagatal sorphirðu 2024

 

Garðaúrgang er hægt að skila í þremur flokkum á tveimur stöðum í Búðardal.

Árlega stendur Dalabyggð fyrir hreinsunarátaki í dreifbýlinu. Þá er timbur- og járnagámum komið fyrir viku í senn á auglýstum stöðum frá lok júní fram í byrjun ágúst. Upplýsingar um staði og dagsetningar eru sendar út í byrjun sumars ár hvert.

Fráveita og rotþrær

Dalabyggð á og rekur fráveitukerfi í Búðardal. Útrásir voru sameinaðar í eina 2020. Hreinsunarbúnaði verður komið fyrir 2023 og stefnt er að lenginu útrásar í sjó fyrir lok 2024.

Rotþrær í sveitarfélaginu eru almennt tæmdar á þriggja ára fresti.

 

Ítarefni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei