Skipulagsmál


Í skipulags- og byggingarlögum er kveðið á um að allt land sé skipulagskylt. Bygging húsa, mannvirkja og aðrar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.
Umhverfisráðuneytið fer með skipulags- og byggingarmálefni.
Skipulagsstofnun sinnir afgreiðslu skipulags- og byggingarmála, umhverfismati áætlana og mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og veitir ráðgjöf og leiðbeiningar í framangreindum málaflokkum.
Sveitarstjórnir bera ábyrgð á gerð skipulagsáætlana og skal starfa sérstök skipulagsnefnd í hverju sveitarfélagi. Með nefndunum skal starfa skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi.
Byggingarfulltrúi fyrir Árneshrepp, Dalabyggð, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Reykhólahrepp er Grettir Örn Ásmundsson.

Sameiginlegur skipulagsfulltrúi er fyrir Árneshrepp, Dalabyggð, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Reykhólasveit.

Í Dalabyggð falla skipulags- og byggingarmál undir Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar.
Ítarefni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei