Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
24. apríl 2018 11:31

Starf á verkstæði KM þjónustunnar

Bifvélavirki eða vanur viðgerðarmaður óskast til sumarafleysinga á verkstæði KM þjónustunnar í Búðardal. Um er að ræða fjölbreytt starf í almennum viðgerðum. Áhugasamir hafi samband við Karl í síma 895 6677.

 

meira...
24. apríl 2018 11:25

Ný samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest og birt í Stjórnartíðindum nýja samþykkt um stjórn Dalabyggðar og kemur hún í stað fyrri samþykktar frá 2013.

 

meira...
23. apríl 2018 04:54

Húsmæðraskólinn á Staðarfelli

Mánudaginn 30. apríl kl. 18:30 býðst Dalamönnum og nágrönnum tækifæri til að ganga um húsnæði Húsmæðraskólans á Staðarfelli í boði Byggðasafns Dalamanna, Héraðsskjalasafns Dalasýslu, bygginga- og skipulagsfulltrúa Dalabyggðar og ekki síst með dyggum stuðningi Sveins og Þóru bænda á Staðarfelli og Ríkiseigna. 

 

meira...
23. apríl 2018 02:37

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí 2018. Upplýsingar um flest er lýtur að þeim er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is.

 

meira...
23. apríl 2018 02:17

Árgjald héraðsbókasafns 2018

Árgjald Héraðsbókasafns fyrir árið 2018 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr.

 

meira...
23. apríl 2018 02:12

Aðalfundur Hollvinasamtaka Dalabyggðar 2018

Aðalfundur Hollvinasamtaka Dalabyggðar verður haldinn mánudaginn 30. apríl, klukkan 18 í stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11 í Búðardal.

 

Venjuleg aðalfundarstörf, inntaka nýrra félaga og stjórnarkjör.

meira...
23. apríl 2018 02:02

Vinnuskóli Dalabyggðar 2018

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 11. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2002 - 2005.  Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Verkstjóri verður eins og undanfarin ár Sigríður Jónsdóttir.

 

meira...
23. apríl 2018 09:59

Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulags Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar samþykkti þann 26. mars 2018 tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaganna ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 25. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg framtíðarsýn sveitarfélaganna á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Greind eru tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og á grunni þess sett fram stefna í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum og síðan skipulagsstefna sem styður við hana.

 

meira...