Sælingsdalslaug lokað samkvæmt reglugerð

Dalabyggð Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á miðnætti laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land og er þar tiltekið að sund- og baðstöðum skuli lokað. Vegna þessa verður Sælingsdalslaug nú lokað til og með 17.nóvember n.k. og verður staðan þá metin út frá nýjum tilmælum.

Hertar aðgerðir í nýrri reglugerð vegna COVID-19

Dalabyggð Fréttir

Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem ráðherra kynnti í dag taka eftirfarandi takmarkanir gildi á miðnætti 31.október 2020 og gilda til og með 17.nóvember n.k.: – Allar takmarkanir ná til landsins alls. – 10 manna fjöldatakmörk meginregla. – Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum. – 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- …

Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar

Dalabyggð Fréttir

Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð sem verður skipað í nóvember. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og  tillögum til skila. Að veita ungu …

Mögulegar rafmagnstruflanir á morgun

Dalabyggð Fréttir

Komið getur til rafmagnstruflana í Suðurdölum, Skógartrönd, Helgafellsveit og Stykkishólmi vegna skipulags viðhalds og endurnýjun búnaðar í aðveitustöð við Vogaskeið á morgun 28.10.2020 frá 08:30 til kl. 17:00. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK í síma 528 9390. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir til tekjulágra heimila

Dalabyggð Fréttir

Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Nú er búið að gefa …

Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19

Dalabyggð Fréttir

Stjórnvöld hafa frá því í mars á þessu ári sett fram ýmsar mótvægisaðgerðir vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Markmið þeirra er m.a. að verja grunnstoðir samfélagsins, vernda þá hópa sem á þurfa að halda og veita viðspyrnu sem miðar að að því að styrkja fyrirtæki í landinu. Yfirlit yfir helstu úrræði stjórnvalda fyrir heimili, fyrirtæki og hagkerfið má finna á …

Samið við Íslenska gámafélagið

Dalabyggð Fréttir

Á 196. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var ákveðið að taka hagstæðasta tilboði í útboði vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Það verður því Íslenska gámafélagið sem tekur við sorphirðunni á nýju ári og mun innleiða nýtt þriggja tunnu kerfi í sveitarfélaginu. Íbúar munu fá nánari kynningu á nýrri sorpflokkun þegar nær dregur. Sveitarstjórn hefur ákveðið, að tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar, að kalla eftir …

Ítrekun á mikilvægi grundvallarsmitgátar

Dalabyggð Fréttir

Þann 4. október síðast liðinn var lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni vegna sýkinga af völdum COVID-19 en frá 5. október hafa greinst yfir 1.000 smit innanlands. Í gær var Landspítalinn færður á neyðarstig vegna klasasmits sem kom upp á Landakoti og um þessar mundir eru nokkrir einstaklingar í sóttkví í Dalabyggð. Við viljum því ítreka mikilvægi grundvallarsmitgátar …

Fjarkynning á Uppbyggingarsjóði og menningarverkefnum

Dalabyggð Fréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna. Í tilefni þess stendur menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu miðvikudaginn 28. október kl. 17:30 um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni, hvernig á að bera sig að og svarar spurningum þátttakenda á Facebook síðu SSV. Viðburðinn má finna með því að smella HÉR. Fjarkynningin  …