Assa opnar 17. júní

DalabyggðFréttir

Þar má finna fjölbreytt handverk, nytjahluti margskonar, prjónahorn, leiksvæði fyrir börnin og kaffi á könnunni. Opið verður allar helgar í sumar kl. 13-18 og á virkum dögum í júlí kl. 13-18.

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

75. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 16. júní 2011 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 19. maí 2011. Fundargerðir til staðfestingar 3. Fundargerð byggðarráðs frá 14. júní 2011. 4. 18. fundargerð félagsmálanefndar frá 5. apríl 2011. 5. 19. fundargerð félagsmálanefndar frá 7. júní 2011. Fundargerðir til kynningar 6. Fundargerð …

Álftarungar á Svínadal

DalabyggðFréttir

Við þjóðveginn á Svínadal eru komnir fjórir litlir hnoðrar til að láta dáðst að sér. Í lok apríl voru álftirnar byrjaðar að liggja á og hefur veðráttan hefur verið nokkuð stöðug þann tíma, kalt. En þrátt fyrir kuldann komust upp fjórir ungar. Þeir sem eiga leið um Svínadalinn eru hvattir til að nota tækifærið og líta þessa litlu hnoðra augum. …

Ársreikningur Dalabyggðar 2011

DalabyggðFréttir

Ársreikningur Dalabyggðar var samþykktur í sveitarstjórn 19. maí síðastliðinn. Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2010 voru fyrir A og B-hluta 581,8 m. kr. en rekstrargjöld 599,3 m. kr. Rekstarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var neikvæð um 17,6 m. kr. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur námu 13,3 m. kr og rekstarniðurstaða því neikvæð um 30,8 m. kr. Endurskoðuð áætlun ársins 2010 gerði ráð fyrir …

Fundaröð ÖBÍ

DalabyggðFréttir

Fundaröð Öryrkjabandalags Íslands. Fatlað fólk á tímamótum. Eru mannréttindi virt? Fundur fyrir Dali, Strandir og Reykhólasveit verður á Reykhólum miðvikudaginn 8. júní 2011 Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) heldur af því tilefni fræðslu- og umræðufundi víðs vegar um landið. Fundur verður 8. júní í Reykhólaskóla í Reykhólahreppi …

Norðurljós

DalabyggðFréttir

Kvennakórinn Norðuljós mun halda vortónleika sína þann 29. maí næstkomandi í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 16.00. Kvennakórinn Norðuljós mun halda vortónleika sína þann 29. maí næstkomandi í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 16.00. Tónleikar kvennakórisins eru að jafnaði léttir og skemmtilegir og á efnisskránni þetta árið eru mörg þekkt íslensk lög úr dægurlagaheiminum, bæði sem hafa verið útsett sérstaklega …

Útboð – Silfurtún

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og yfirborðsfrágang á lóð Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns. Útboðsgögn eru seld á 3.000 kr á skrifstofu Dalabyggðar. Tilboð verða opnuð kl. 13 miðvikudaginn 1. júní n.k. á skrifstofu Dalabyggðar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Útboð – Laugar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í múrviðgerðir, málun o.fl. á byggingum á Laugum. Útboðsgögn eru seld á 3.000 kr á skrifstofu Dalabyggðar. Tilboð verða opnuð kl. 14 miðvikudaginn 1. júní nk. á skrifstofu Dalabyggðar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Garðaúrgangur

DalabyggðFréttir

Íbúum er vinsamlega bent á að móttaka garðaúrgangs er í Endurvinnslustöðinni við Vesturbraut. Opnunartímar Endurvinnslustöðvar eru þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15-18 og laugardaga kl. 11-14. Gras og trjáafklippur er flokkað í hvorn sinn gáminn og plastumbúðir eiga ekki að fylgja

Vinnuskólinn – umsóknarfrestur

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur í vinnuskólann hefur verið framlengdur til 31. maí. Vinnuskólinn verður starfræktur frá 6. júní til 29. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 1995 – 1998. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15. Flokksstjóri verður Guðmundur Sveinn Bæringsson. Umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins.