Norðurljós

DalabyggðFréttir

Kvennakórinn Norðuljós mun halda vortónleika sína þann 29. maí næstkomandi í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 16.00.
Kvennakórinn Norðuljós mun halda vortónleika sína þann 29. maí næstkomandi í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 16.00.
Tónleikar kvennakórisins eru að jafnaði léttir og skemmtilegir og á efnisskránni þetta árið eru mörg þekkt íslensk lög úr dægurlagaheiminum, bæði sem hafa verið útsett sérstaklega fyrir kórinn, lög sem kórinn var að vinna með fyrir landsmót kvennakóra í byrjun maí og síðan ýmis lög bæði gömul og ný.
Að tónleikum loknum bjóða kvennakórskonur tónleikagestum til kaffihlaðborðs í félagsheimilinu á Hólmavík.
Aðgangseyrir er 2.000 kr fyrir fullorðna og 1.000 kr fyrir börn á aldrinum 6-14 ára. Enginn posi á staðnum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei