Jörvagleði í vor – Fyrsta áminning

DalabyggðFréttir

Ágætu Dalamenn, nú hefur Jörvagleðinefnd tekið til starfa við undirbúning á Jörvagleði 2009 sem haldin verður dagana 22. – 26. apríl. Ef þú ert með góða hugmynd til að leggja inn í hugmyndabankann okkar fyrir viðburði á Jörvagleði þá sendu hana á ferdamal@dalir.is eða hafðu samband í síma 430 4706. Ákveðið hefur verið að hafa markaðsdag eins og á síðustu …

Leikskólabörnin flytja í nýja skólann.

DalabyggðFréttir

Börnin í Leikskólanum Vinabæ, löbbuðu yfir með dótið sitt í nýjan leikskóla sem nú er loksins tilbúinn. Nemendurnir í Grunnskólanum í Búðardal fylgdu þeim yfir á nýja staðinn. sjá fleiri myndir hér.

Nýr leiksskóli opnar bráðum

DalabyggðFréttir

Nú líður að því að nýr leiksskóli verði tekinn í notkun í Búðardal. Hér eru myndir frá því er börnin komu og skoðuðu nýja skólann í fyrsta sinn. Fleiri myndir hér

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

40. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 27. janúar 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 30. desember 2008. 2. Fundargerð byggðarráðs frá 12. janúar 2009. 3. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndarinnar frá 13. nóvember og 5. desember 2008. 4. Fundargerð fjallskilanefndar Saurbæjar frá 1. september 2008. 5. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 10. desember 2008 auk …

Handverksfólk athugið

DalabyggðFréttir

Prjónakvöld Eigum við að hittast, spjalla saman og miðla hugmyndum okkar? Stefnan er að koma saman þrisvar sinnum í vetur, byrjum þriðjudaginn 27. janúar á prjónakvöldi. Opið hús verður í handavinnustofunni í Grunnskólanum í Búðardal frá klukkan 20:00- 22:00. Gríptu með þér prjónana, allar hugmyndir og góða skapið og kíktu á okkur. Eins ef þú átt góða sögu eða bók …

Skýrsla um framtíðarsýn í skólamálum

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 12. janúar sl. var haldinn fjölmennur fundur í Tjarnarlundi þar sem skýrsla um framtíðarsýn í skólamálum í Dalabyggð var kynnt fyrir íbúum og starfsmönnum Dalabyggðar. Skýrslan var fyrr um daginn kynnt fyrir sveitarstjórn og fræðslunefnd. Umræður á fundinum voru frjóar og skemmtilegar og þátttaka í þeim var almenn og uppbyggjandi. Skýrslan hefur nú verið send fræðslunefnd til umsagnar og …

SÖGUSLÓÐIR Í HÉRAÐI – Opið málþing SSF

DalabyggðFréttir

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu verða með málþing á Hótel Hamri föstudaginn 16. janúar og hefst það kl. 16:00. Yfirskrift málþingsins er „Söguslóðir í héraði„ Dagskrá: 16.00Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. „Menningarferðaþjónusta á Mön. Reynslan af heimsókn félaga í SSF í október 2008.“ 16.20Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og dósent í hagnýtri menningarmiðlun. „ Á söguslóðum í Reykjavík.“ 16.40Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbersseturs, …

Stafræn ljósmyndun

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 17. janúar 2009 verður haldið námskeið í stafrænni ljósmyndun og meðhöndlun ljósmynda í ljósmyndaforritinu Picasa. Námskeiðið fer fram í Búðardal Allar nánari upplýsingar veitir Björn Anton Einarsson í síma 892-6704 og 434-1332

Framtíðarstefna Dalabyggðar í skólamálum fundur í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Opinn kynningarfundur um framtíðarstefnu Dalabyggðar í skólamálum verður haldinn í félagsheimilinu Tjarnarlundi, þriðjudaginn 13. janúar nk. kl. 20:30. Sigurður Tómas Björgvinsson mun þar kynna niðurstöður skýrslu um skólamál í Dalabyggð. Sveitarstjóri og sveitarstjórnarmenn munu taka þátt í umræðum á eftir. Skorað er á sem flesta, foreldra, starfsfólk og aðra, sem láta sig skólamál í sveitarfélaginu varða, að mæta og taka …