Framtíðarstefna Dalabyggðar í skólamálum fundur í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Opinn kynningarfundur um framtíðarstefnu Dalabyggðar í skólamálum verður haldinn í félagsheimilinu Tjarnarlundi, þriðjudaginn 13. janúar nk. kl. 20:30.

Sigurður Tómas Björgvinsson mun þar kynna niðurstöður skýrslu um skólamál í Dalabyggð. Sveitarstjóri og sveitarstjórnarmenn munu taka þátt í umræðum á eftir.
Skorað er á sem flesta, foreldra, starfsfólk og aðra, sem láta sig skólamál í sveitarfélaginu varða, að mæta og taka þátt.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Grímur Atlason, sveitarstjóri
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei