Skýrsla um framtíðarsýn í skólamálum

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 12. janúar sl. var haldinn fjölmennur fundur í Tjarnarlundi þar sem skýrsla um framtíðarsýn í skólamálum í Dalabyggð var kynnt fyrir íbúum og starfsmönnum Dalabyggðar. Skýrslan var fyrr um daginn kynnt fyrir sveitarstjórn og fræðslunefnd. Umræður á fundinum voru frjóar og skemmtilegar og þátttaka í þeim var almenn og uppbyggjandi.
Skýrslan hefur nú verið send fræðslunefnd til umsagnar og er áætlað að nefndin skili umsögn sinni fyrir 10. febrúar en stefnt er að því að sveitarstjórn fjalli um skólamálin á fundi sínum í lok febrúar. Fræðslunefnd mun kalla til sín alla þá sem nefndin telur þörf á til að geta veitt sína umsögn í þessu mikilvæga máli fyrir Dalabyggð.
Skýrslan er hér aðgengileg og eru íbúar Dalabyggðar hvattir til að lesa hana og koma ábendingum sínum til formanns fræðslunefndar eða sveitarstjóra. Það er sameiginlegt markmið okkar allra að efla og bæta mannlíf og búsetuskilyrði í Dalabyggð.

Skýrsla um skólamál
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei