Nú eru komnar myndir á vefinn frá velheppnuðum haustfagnaði sauðfjárbænda í Dölum og vígsluathöfn skátafélagsins Stíganda.
Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar um efnahagsmál
Á fundi sveitarstjórnar þann 28. október sl. var eftirfarandi bókun lögð fram: Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórnvöld að styrkja grunngerð samfélagsins sem eru sveitarfélögin og tryggja rekstrargrundvöll þeirra. Það er einmitt rétti tíminn til þess að sækja fram á þeim vettvangi. Uppbyggingin hefst með grunngerðinni og þar á ekki að beita niðurskurðarhnífnum. Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir …
Dalaleikar 2008
Leikklúbbur Laxdælahefur hugsað sér að hrista saman fólk, fyrirtæki, klúbba, fjöl-skyldur, vini og önnur félög í Dalabyggð og nærsveitum á skemmtilegum vetrarleikum svona rétt áður en jólamánuðurinn og stressið sem honum fylgir gengur í garð. Stefnt er á að leikarnir taki 3 kvöld, 10. 17. og 24. nóvember, þar sem 1. eða 2. kvöldið verður keppt utandyra eða í réttinni. …
Dalamenn á landsmóti í harmonikuleik
Dagana 17. – 19. október var Landsmót ungmenna í harmonikuleik haldið að Reykjum í Hrútafirði. Mótið er haldið á vegum S.Í.H.U. Sambands íslenskra harmonikuunnenda, en framkvæmd mótsins er í höndum Harmonikuakademíunnar í Reykjavík. Í undirbúningsnefnd fyrir mótið voru Guðmundur Samúelsson, Gunnar Kvaran og Reynir Jónasson. Þátttakendur voru tæplega 60 nemendur víðsvegar af landinu og gaman að segja frá því að …
Haustfagnaður í Dölum 24.-25. október 2008
Smellið á myndina til að skoða dagskrá
Staða umsjónarmanns Dalabúðar
Dalabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu umsjónarmanns félagsheimilisins Dalabúðar. Umsjónarmaður Dalabúðar hefur umsjón með morgunverði og hádegisverði skólabarna og frágangi í lok dags auk þrifa húsnæðisins. Umsjónarmaður heldur utan um skipulagningu útleigu Dalabúðar í samráði við sveitarstjóra. Vinnutími er að jafnaði alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 auk yfirvinnu í tengslum við útleigu. Um er að ræða skemmtilegt …
Menningarfulltrúi Vesturlands í Dalabyggð
Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verður til viðtals í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal mánudaginn 20. okt. kl. 16:00 Dalamenn eru hvattir til að koma og hitta Elísabetu varðandi styrkumsóknir Menningarráðs Vesturlands fyrir 2009. Umsóknarfrestur rennur út 10. desember 2008. Áherslur fyrir árið 2009 eru:• Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs• Menningarverkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista• Menningarverkefni sem efla menntun …
Drekaynjur vöktu athygli á Landsmóti skáta
Elsti hópur Skátafélagsins Stíganda í Dalabyggð, Drekaynjurnar, tóku þátt í Landsmóti skáta sl. sumar. Mótið var haldið í Kjarnaskógi á Akureyri og stóð í viku. Yfirskrift mótsins var „Á víkingaslóð“ og þemað víkingar. Það er óhætt að fullyrða að Dalastúlkurnar voru með víkingalegustu tjaldbúðirnar og hlutu mikla athygli fyrir það. Á laugardeginum var opið fyrir almenning og komu mörg þúsund …
Grunnskólinn kominn með nýja heimasíðu
Nú er komin í loftið ný heimasíða hjá Grunnskólanum í Búðardal og má finna hana undir Starfsemi. Þá má líka benda á vefsíðu Grunnskólans í Tjarnarlundi sem opnuð var fyrr á árinu og hægt er að nálgast hana undir Starfsemi. Til hamingju með þetta góða framtak
Sauðamessa 2008
Lánsfé, rekstrarörðugleikar og hlutafjármarkaður á Sauðamessu 2008 í Borgarnesi á laugardag Sauðamessa 2008 hefst laugardaginn 4. oktober kl. 13.30 að staðartíma með fjárrekstri eftir aðalgötunni í Borgarnesi. Að sjálfsögðu verður eingöngu lánsfé í rekstrinum, (fengið að láni frá góðbændum í héraði) og fastlega er búist við rekstrarörðugleikum. Því taka messuhaldarar fagnandi öllum sem lopavettlingi geta valdið og vilja …