Drekaynjur vöktu athygli á Landsmóti skáta

DalabyggðFréttir

Elsti hópur Skátafélagsins Stíganda í Dalabyggð, Drekaynjurnar, tóku þátt í Landsmóti skáta sl. sumar.
Mótið var haldið í Kjarnaskógi á Akureyri og stóð í viku. Yfirskrift mótsins var „Á víkingaslóð“ og þemað víkingar.
Það er óhætt að fullyrða að Dalastúlkurnar voru með víkingalegustu tjaldbúðirnar og hlutu mikla athygli fyrir það. Á laugardeginum var opið fyrir almenning og komu mörg þúsund manns inn á svæðið, átti þá hver hópur að kynna sína heimabyggð, sem þær gerðu, bökuðu víkingabrauð, gáfu fólki sögukort, kenndu gestum víkingaleiki og sögðu frá Eiríksstöðum og Dölunum. Þá gáfu þær gestum að smakka á Dalaostum sem Mjólkursamlagið í Búðardal gaf þeim. Á laugardaskvöldið var hátíðarkvöldvaka og var atriði þeirra valið sem opnunaratrið og er það mikill heiður. Stúlkurnar sungu og spiluðu á víkingahljóðfæri fyrir nokkur þúsund áhorfendur og voru Dalabyggð til sóma.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei