Sveitarstjórn Dalabyggðar – 140. fundur

DalabyggðFréttir

140. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. september 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1.Styrkir til uppbygginar á innviðum fyrir rafbíla2.Samband sveitarfélaga á Vesturlandi – Haustþing 20163.Stofnvegur 54 um Skógarströnd4.Styrkumsókn – Haustfagnaður 20165.Sala eigna – Laugar í Sælingsdal Almenn mál – umsagnir og vísanir 6.Heimaþjónusta – Félagsstarf aldraðra7.Umsókn um lóð8.Frumvörp til umsagnar ágúst 20169.Reglur um …

Réttir 2016

DalabyggðFréttir

Samkvæmt fjallskilareglugerð verða lögbundnar leitir og réttir í Dalabyggð helgina 17.-18. september. Vörðufellsréttir á Skógarströnd verða haldnar laugardaginn 17. september kl. 13 og hin síðari sunnudaginn 9. október kl. 13. Réttarstjóri er Jóel H Jónasson. Ósrétt á Skógarströnd verður föstudaginn 30. september kl. 10. Réttarstjóri er Sigurður Hreiðarsson. Hólmaréttir í Hörðudal verða haldnar sunnudaginn 25. september og hin síðari sunnudaginn …

Réttardansleikur í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Hljómsveitin B4 heldur réttardansleik í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 17. september 23-3. Aðgangseyrir er 3.000 kr. Enginn posi er á staðnum og því eingöngu tekið á móti reiðufé. Aldurstakmark er 16 ára.

Haustfagnaður FSD

DalabyggðFréttir

Haustfagnaður FSD 2016 verður haldinn dagana 21.-22. október. Hrúta- og gimbrasýningar verða á Svarfhóli í Laxárdal norðan girðingar og á Vatni í Haukadal sunnan girðingar. Þá verður sviðaveisla, hagyrðingar, dansleikir, Íslandsmeistaramótið í rúningi, ljósmyndakeppni (þemað í ár er smalinn), grillveisla, kynningar, sölusýningar ásamt fleiru. Dansleikurinn á laugardagskvöldinu í Dalabúð verður með Buff. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Haustfagnaður …

Skarðsstöð – Dýpkun og grjótvörn

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í dýpkun og grjótvörn við Skarðsstöð. Helstu verkþættir og magntölur eru · dýpkun í smábátahöfn í -2 m, magn um 240 m² · fylling og grjótvörn við steinbryggju, magn um 1.200 m³ Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. desember 2016. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni að Borgartúni 7 í Reykjavík (móttöku) og á skrifstofu Dalabyggðar …

Leyndardómar fjörunnar, þjóðtrú, ótti og óhugnaður

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. september kl. 20 verður árleg þjóðtrúarkvöldvaka haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir sér um kvöldvökuna og Ester Sigfúsdóttir töfrar fram yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð. Að þessu sinni eru á dagskrá þjóðtrúarkvöldvökunnar skemmtilegt og fróðlegt spjall um náttúruna, ísbirni, seli, fjöruna, þjóðtrú og þjóðsögur. Auk skemmtilestra sem einkenna þessa kvöldvöku verður boðið upp á viðeigandi tónlistaratriði sem …

MS Búðardal – atvinna í boði

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum einstaklingum til vélgæslu- og framleiðslustarfa í ostagerð. Um framtíðarstörf er að ræða. Nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson, ludvikh@ms.is og Elísabet Svansdóttir, elisabets@ms.is MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. Ostagerðarmenning MS Búðardal byrjaði árið 1977. Á næsta ári 2017 verða því liðin 40 ár frá því að fyrirtækið framleiddi fyrsta …

Samstarf í húsnæðismálum

DalabyggðFréttir

Alþingi hefur samþykkt ný lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. Með lögunum er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda. Húsnæðissjálfseignastofnanir, sveitarfélög, lögaðilar og félagasamtök sem hafa hlotið samþykki ráðherra og hafa …

Verkstjóri heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Staða verkstjóra heimaþjónustu Dalabyggðar er laus til umsóknar. Þegar umsókn um heimaþjónustu hefur borist skrifstofu Dalabyggðar metur verkstjóri þjónustuþörf í samráði við umsækjanda og félagsráðgjafa, gengur frá þjónustusamningi og ræður starfsfólk til þjónustunnar. Verkstjóri staðfestir vinnuskýrslur starfsmanna og skilar til launafulltrúa. Starfsaðstaða er í stjórnsýsluhúsi. Starfshlutfall er 20%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness og Sambands íslenskra sveitarfélaga. …

Íbúð til leigu fyrir eldri borgara og lífeyrisþega

DalabyggðFréttir

Um 81,6 m2 íbúð að Gunnarsbraut 11a í Búðardal er laus til leigu frá 15. október 2016. Um úthlutun gilda Reglur um úthlutun íbúðar eldri borgara og lífeyrisþega að Gunnarsbraut 11. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 15. september 2016. Eldri umsóknir skulu endurnýjaðar. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 430 4700 eða með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is.